Innlent

ÖBÍ mótmælir töfum hjá TR

Frá aðalfundi ÖBÍ.
Frá aðalfundi ÖBÍ. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þeim töfum sem fyrirsjáanlegar eru á svörum Tryggingastofnunar ríkisins við andmælum bótaþega vegna endurreikninga bóta ársins 2004.

Í bréfi stofnunarinnar segir að því miður sé fyrirsjáanlegt að frekari dráttur verði á afgreiðslunni, einkum vegna manneklu og nauðsynlegrar forgangsröðunar verkefna. Því sé ekki ljóst hvernær mál verði tekið fyrir en vonandi verði hægt að ljúka þeim innan sex til átta mánaða.

Öryrkjabandalagið telur þetta allsendis óviðunandi og ganga í berhögg við anda stjórnsýslulaga. Vandræðagangurinn vegna endurreikninga bótanna leiðir í ljós að óframkvæmanlegt er fyrir Tryggingastofnun að vinna samkvæmt núgildandi lögum og reglum um almannatryggingar.

Framkvæmdastjórn bandalagsins skorar á stjórnvöld að hefja nú þegar samstarf við heildarhagsmunasamtök um endurskoðun laganna með það að markmiði að einfalda lögin og gera þau réttlátari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×