Innlent

Auðmenn kaupa upp jarðir

Frá Búnaðarþingi.
Frá Búnaðarþingi. MYND/Valgarður Gíslason

Nokkrir hópar auðmanna eru að kaupa upp jarðir í stórum stíl vítt og breitt um landið og samþykkti Búnaðarþing í gær tillögu, um að kannað verði hvaða áhrif uppkaupin kunni að hafa á stöðu landbúnaðarins.

Fram kom á þinginu að einstakir auðmenn eða lögaðillar hafi safnað allt upp í tugum jarða á hendur sínar, jafnvel einungis til frístundaiðkana. Nýjasta dæmið sé að fyrir nokkrum dögum var auglýst eftir jörðum til kaups, aðeins til rjúpnaveiða.

Jóhannes Kristjánsson í Luxemborg og Pálmi Haraldsson, sem meðal annars eiga Iceland Express, hafa undanfarin misseri keypt jarðir og jarðaparta með tilliti til veiðiréttinda, einkum laxveiða. Nokkrir yfirmenn í KB banka hafa verið að kaupa jarðir á Vesturlandi, eiknum við Langá, með veriðar, hestamennsku og jafnvel skógrækt í huga, en umsvifamesta hópinn skipa Guðmundru Birgisson að Núpum í Ölfusi, Óli Wernersson og Ingvar Karlsson, sem átti A. Karlsson. Þeir hafa keypt bújarðir í rekstri og mjólkurkvóta með, jarðir með veiðihlunnindi og jarðir með tillliti til virkjanamöguleika, bæði á vatn og jarðhita.

Nýjustu fregnir herma að Saxhóll, eða Nóatúnsfjölskyldan, sé gengin til liðs við þann hóp. Fyrir utan þetta hafa þónokkrir einstaklingar keypt sér jarðir til frístundanota og í einum hreppi á Vesturlandi eru nú skráðir átta forstjórar úr Reykjavík og átta bændur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×