Innlent

Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða

Samninganefnd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Samninganefnd slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. MYND/Stefán Karlsson

Kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur verið samþykktur af miklum meirihluta félagsmanna eða með 91,4% atkvæða.

Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu kjarasamning í dag, sem launanefnd sveitafélagana og LSS lögðu til þann 5. mars síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna eða 91,4%. Á kjörskrá voru 201, 183 kusu og voru 142 sem sögðu já, nei sögðu 38 manns, eða 20,8%.

Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa. Jafnframt hefur hann í för með sér breytingar á vinnufyrirkomulagi og skipulagi hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×