Fleiri fréttir

Álverið í Straumsvík stækkað eða lagt niður

Annað hvort verður álverið í Straumsvík stækkað eða það verður lagt niður og því lokað innan fárra ára. Þessu lýstu forráðmenn Alcan yfir við ríkisstjórnina, - segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Mikil uppbygging í Þorlákshöfn

Um hundrað íbúðir eru nú í byggingu eða undirbúningi í Þorlákshöfn. Á fréttavefnum suðurland.is segir að um mikla uppbyggingu sé að ræða en alls eru um 430 íbúðir í Þorlákshöfn. Á næstunni verður boðinn út þriðji áfangi í Búðahverfi en þar eru um 40 lóðir sem verið er að undirbúa lóðir sem verða tilbúnar í vor. Lóðirnar verða tilbúnar mörgum mánuðum á undan áætlun en frestur vegna verksins var til 1. september.

Kúariða greinist í Svíþjóð

Kúariða er komin upp í Svíþjóð en sérfræðingar Evrópusambandsins staðfestu í dag að veikin hefði greinst í kú á búgarði í miðhluta landsins.

Ofbeldi í æsku leiðir til sjúkdóma síðar

Kynferðislegt ofbeldi í æsku veldur líkamlegum sjúkdómum allt að fimmtíu árum síðar samkvæmt nýjum rannsóknum. Norskur læknir, Dr. Anne Luise Kirkengen, sem kynnir þessar rannsóknir hér á landi segir þær gerbreyta sýn okkar á hvaða afleiðingar ofbeldi hefur á börn og í raun almennt á samspil vanlíðunar og líkamlegra sjúkdóma.

Nokkur pláss laus á sængurkvennadeildum landsins

Fundur Ljósmæðrafélags Íslands og samningarnefndar heilbrigðisráðuneytisins stendur enn yfir en lítið virðist miða í kjarabaráttu ljósmæðra í heimaþjójustu. Á meðan bíða börn og mæður þeirra eftir að fá að fara heim af sængurkvennadeildum landsins. Sængurkvennapláss á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi eru þéttsetin en þó er ekki enn orðið yfirfullt.

Sjálfstæðismenn sakaðir um að hindra Bauhaus

Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, sakar bæjarstjóra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu um að hindra samkeppni í byggingavöruverslun með því að synja þýsku keðjunni Bauhaus um lóð.

Einfættur reglulega í örorkumat

Einfættur maður þarf að endurnýja örorkumat sitt hjá lækni á tveggja ára fresti. Honum þykir það skjóta skökku við þar sem nokkuð sannað sé að aflimaðir fætur vaxi ekki að nýju. Allir þeir sem eru aflimaðir eru skikkaðir í þetta ferli.

Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson hlutu viðurkenningu Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis fyrir árið 2005 var veitt í dag í Þjóðarbókhlöðunni en að þessu sinni voru það Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson sem hlutu viðurkenningu Hagþenkis fyrir "að hafa skilað flóknum fræðum og torræðum viðfangsefnum á ljósan og lifandi hátt til lesenda bóka sinna og opnað þeim sýn inn í fjölbreyttan heim vísindasögu, reiknilistar, raungreina og átthagafræði." Þeir Jón og Helgi sendu báðir frá sér vönduð fræðirit á síðasta ári. Bók Jóns, Og ég skal hreyfa jörðina, fjallar um sögu forngrísku stærðfræðinganna, en bók Helga, Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, fjallar um náttúru og sögu Lagarfljóts..

Viðbótargreiðslur vegna Kárahnjúkavirkjunar 5-6 milljarðar kr.

Viðbótargreiðslur Landsvirkjunar vegna ófyrirséðra útgjalda við Kárahnjúkavirkjun nema nú fimm til sex milljörðum króna. Auk þess má búast við háum fjárkröfum vegna aukins borkostnaðar. Engu að síður telur Landsvirkjun að heildarkostnaður verði innan þess ramma sem lagt var upp með.

Glitter dæmdur fyrir að misnota börn

Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér.

Viðræðurnar fóru út um þúfur

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Írana refsiaðgerðum vegna áforma þeirra um að auðga úran. Samningafundur utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins með erindreka Írana fór út um þúfur í morgun.

Óljóst um endurupptöku málsins

Enn liggur ekki fyrir hvort mál Jóns Ólafssonar athafnamanns gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor verði tekið upp að nýju í Bretlandi. Hannes var í fyrra dæmdur til að greiða Jóni tólf milljónir króna fyrir meiðandi ummæli á heimasíðu sinni.

Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Miklubrautinni í apríl í fyrra. Málsaðilum kom ekki saman um aðdraganda árásarinnar.

Þrír mánuðir fyrir virðisaukasvindl

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Arnartaks ehf. var í dag dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu 8,5 milljóna króna í sekt fyrir vangoldinn virðisaukaskatt á árunum 1998-2002.

Einn náði að vinna stórmeistarann

Henrik Danielsen, stórmeistari Hróksins, tefldi fjöltefli við þekkta og óþekkta Íslendinga í Háskólanum í Reykjavík í dag til styrktar grænlenskum börnum. 22 öttu kappi við stórmeistarann og náði einn þeirra að leggja hann að velli.

Rafmagn komið á að nýju

Rafmagn er komið á að nýju í hlutum Selja- og Fellahverfa í Reykjavík og í Hvörfum í Kópavogi en þar varð rafmagnslaust í um hálfa klukkustund frá klukkan 15:30. Grafið var í háspennustreng við Vatnsendahvarf í Kópavogi og er viðgerð hafin.

Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa

Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni.

Vél Iceland Express í lágflugi yfir Reykjavík

Flugfélagið Iceland Express fagnar því í þessari viku að þrjú ár eru liðin frá fyrsta flugi félagsins. Hefur félagið ákveðið að taka þrjár vélar af gerðinni MD-90 í notkun og kom sú fyrsta til landsins í dag. Í tilefni af því stóð Iceland Express fyrir samkeppni um bestu ljósmyndina af komu vélarinnar og voru allnokkri mættir við flugvöllinn og upp í Perlu til þess að ná myndum af vélinni.

Impregilo áfrýjar dómi vegna vanreiknaðra launa

Impregilo ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, sem dæmdi Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa.

Óbreytt í efstu sætunum hjá Framsókn í borginni

Nú rétt í þessu var verið að tilkynna hverjir skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skipar fyrsta sætið. Í öðru sæti er Óskar Bergsson, þriðja sætið skipar Marsibil Sæmundsdóttir og í því fjórða er Ásrún Kristjánsdóttir.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfallsboðun

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fara í verkfall eftir rúman hálfan mánuð hafi ekki verið gerðir við þá samningar fyrir þann tíma. Mikill meirihluti þeirra samþykkti verkfall í atkvæðagreiðslu sem talið var úr í dag. 97,8 prósent samþykkt verkfallsboðun og nei sögðu 2,1 prósent.

Listi framsóknarmanna í Mosfellsbæ tilbúinn

Félagsfundur í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna B-listann í Mosfellsbæ vegna komandisveitarsjórnarkosninga 2006.

Tafir á talningu atkvæða vegna verkfalls

Tafir hafa orðið á talningu á atkvæðum í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls og útlit er fyrir að niðurstaðna sé ekki að vænta fyrr en um klukkan þrjú.

Impregilo sakfellt vegna vangoldinna launa

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun ítalska verktakafyrirtækið Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa.

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð

Fjórða daginn í röð mælist svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Ef veður verður áfram stillt er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum segir í tilkynningu frá umhverfissviði. Áfram er þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma, ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum.

Slitnaði upp úr fundi ESB-velda og Írans

Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í næstu viku að gripið verði til aðgerða gegn Íran. Í morgun slitnaði upp úr fundi milli Írana og stórvelda Evrópu, þar sem reyna átti að ná sáttum.

Tilkynnt í dag hverjir skipa efstu sætin á lista Framsóknar

Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, tilkynnir á blaðamannafundi klukkan tvö í dag hverjir skipa fyrstu fjögur sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tæpar fimm vikur eru frá prófkjöri flokksins, þar sem Björn Ingi lenti í fyrsta sæti.

Atkvæðagreiðslu slökkviliðsmanna lokið

Atkvæði verða talin í atkvæðagreiðslu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um boðun verkfalls. Niðurstaða talningarinnar ætti að liggja fyrir um klukkan eitt.

Fullt á fæðingardeildinni

Fullt er orðið bæði í Hreiðrinu og á sængurkvennadeild Landspítalans, tveimur dögum eftir að samningur ljósmæðra í heimaþjónustu og Tryggingastofnunar rann út. Deildarstjórar sjá fram á að þurfa að þrengja að nýbökuðum mæðrum og kalla út aukamannskap í dag eða kvöld verði ekki samið í kjaradeilunni.

Hafnaði beiðni 101 fasteignafélags

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun beiðni 101 Fasteignafélags um að samningur þeirra við Stafna á milli og fleiri félög um kaup á húsnæði við Laugarveg, Frakkastíg og Hverfisgötu yrði þinglýstur.

Kópavogur í mál við Orkuveituna

Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni.

Segja Arla hafa tapað fjórum milljörðum á Múhameðsteikningum

Útlit er fyrir að danski mjólkuvöruframleiðandinn Arla hafi tapað um fjórum milljörðum íslenskra króna á því að vörur fyrirtækisins voru sniðgengnar í löndum múslíma vegna Múhameðsteikninganna. Frá þessu greina danskir fjölmiðlar.

550 eiga yfir 50 milljónir króna

Um það bil 550 einstaklingar eiga yfir 50 milljónir króna í hlutabréfum, samkvæmt Kauphallartíðindum, og er þá aðeins átt við einstaklinga, sem eiga beint í viðkomandi félögum, en ekki í gegn um eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði.

Hlýjasti febrúarmánuður í 40 ár

Nýliðinn febrúarmánuður var sá hlýjasti í Reykjavík í fjörutíu ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Meðalhitinn mældist 3,3 gráður, eða tæpum þremur gráðum yfir meðallagi.

Leggja blóm og kerti við slysstað

Mikill fjöldi blóma og kerta hefur verið lagður að ljósastaur á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttur sem lést þar í bílslysi aðfaranótt þriðjudags.

Álftanesvegur boðinn út í haust

Um það bil hálfum milljarði króna verður varið í endurbyggingu Álftanesvegar frá Engidal að vegamótum Bessastaðavegar. Verkið verður boðið út seint á þessu ári en ekki er þó gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en á næsta ári.

Fjórir dæmdir fyrir misþyrmingar

Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mennina fjóra, sem réðust á 17 ára pilt á Akureyri fyrir ári, misþyrmdu honum og skildu eftir klæðalítinn í húsasundi í frosti.

Glitter dæmdur í þriggja ára fangelsi

Gamli rokkarinn Gary Glitter var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun með tveimur ungum stúlkum frá Víetnam í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir