Erlent

Framkvæmdarstjórn ESB fordæmir ákvörðun Íransstjórnar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur fordæmt ákvörðun Íransstjórnar að hætta viðskiptum við fyrirtæki í Danmörku í mótmælaskyni við birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í septemberlok á síðasta ári. ESB mun vera að íhuga frekari viðbrögð við ákvörðun Íransstjórnar. Teikningarnar umdeildu af Múhameð spámanni hafa birst í dagblöðum og tímaritum í sextán löndum, samkvæmt frétt sem AP fréttastofan sendi frá sér í gær. Ísland er þar á meðal ásamt Danmörku og Grænlandi en athygli vekur að fréttastofan telur Noreg ekki með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×