Fleiri fréttir

Ríkið sýknað af bótakröfu

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta.

Dorrit erlendis í fríi

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er nú stödd erlendis í fríi. Eins og kunnugt er fékk hún aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í síðustu viku. Dorrit fór í rannsóknir í síðustu viku vegna aðsvifsins en enn hefur ekkert komið út úr þeim rannsóknum.

Marklaus þriggja ára áætlun

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir.

VSB átti lægsta boð

VSB verkfræðistofa í Hafnarfirði átti lægsta tilboðið í eftirlit með framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika.

Vöxtur fram úr björtustu vonum

Vöxtur þorsks í kvíum Brims fiskeldis í Eyjafirði er framar björtustu vonum segir Sigþór Eiðsson stöðvarstjóri og telur hitastig sjávar hafa greinileg áhrif á vöxtinn. Alls eru um 470 tonn af þorski í kvíum Brims fiskeldis en það eru um 363 þúsund fiskar.

Silvía Nótt áfram með

Útvarpsráð hefur ákveðið að vísa ekki laginu "Til hamingju Ísland", sem Silvía Nótt flytur, úr Söngvakeppni Sjónvarpsins, þótt lagið hafi lekið út á netið. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag.

Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum frá almenningi

Lögregluyfirvöld á Ísafirði hvetja almenning að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að einhvers konar fíkniefnamisferli eigi sér stað, og heitir uppljóstrurum nafnleynd. Lögfræðingur hjá persónuvernd segir að erfitt gæti reynst að halda nöfnum vitna leyndum, leiði upplýsingar þeirra til ákæru og málaferla.

Endanlegur framboðslisti ekki ákveðinn

Endanlegur framboðslisti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor hefur ekki verið ákveðinn. Ef allir á listanum verða færðir upp um eitt sæti, er hugsanlegt að Gestur Kr. Gestsson, sem lenti í áttunda sæti í prófkjörinu, verði tilnefndur í fimmta sætið.

Öryggisgæslu ábótavant

Rannsókn yfirvalda á Filipseyjum hefur leitt í ljós að öryggisgæslu við íþróttaleikvang í höfuðborginni, Maníla, hafi verið ábótavant þegar 75 létu lífið og rúmlega 500 slösuðust í miklum troðningi í síðustu viku.

Íbúar á Haítí kjósa forseta og þing

Íbúar á Haítí kjósa sér forseta og þing í dag. Þetta eru fyrstu kosningar þar í landi síðan Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta, var komið frá völdum í blóðugri uppreisn fyrir tveimur árum. Hátt í 10 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna annast kosningaeftirlit.

Danir krefja Írana um vernd

Danir krefjast þess að írönsk stjórnvöld verji danska sendiráðið í höfuðborginni Teheran og starfsfólk þess með öllum tiltækum ráðum. Mótmælendur hafa tvívegis látið grjóti og eldsprengjum rigna yfir sendiráðið til að láta í ljós óánægju sína með birtingu skopmynda af Múhameð í Jótlandspóstinum.

Gestur tilnefndur í 5. sæti á lista Framsóknar?

Endanlegur framboðslisti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor hefur ekki verið ákveðinn. Ef allir á listanum verða færðir upp um eitt sæti, er hugsanlegt að Gestur Kr. Gestsson, sem lenti í áttunda sæti í prófkjörinu, verði tilnefndur í fimmta sætið.

Ríkið í mál við olíufélögin

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fara í mál við olíufélögin vegna verðsamráðs þeirra. Stjórnvöld senda stóru olíufélögunum kröfugerð vegna þess tjóns sem ríkið varð fyrir.

Þorskseiði sjöfalda þyngd sína á rúmum 10 mánuðum

Þorskseiði, sem fiskeldi Brims hf. í Eyjafirði er að ala, stækka og þyngjast með meiri hraða en bjöttustu vonir stóðu til. Á heimasíðu Brims er greint frá því að seiði, sem voru 90 grömm um miðjan mars í fyrra, séu nú orðin 740 grömm og hafi þar með rúmlega sjöfaldað þyngd sína á tíu og hálfum mánuði.

Bæjarráð Hveragerðis nýtir heimild

Bæjarráð Hveragerðis hefur samykkt samhljóða að nýta heimild Launanefndar sveitafélaga til tímabundinnar launahækkunar. Laun leikskólakennara og starfsmanna félaga sem samið hafa um starfsmat við launanefndina, verða hækkuð. Þeim starfsmönnum sem fá launahækkunm verður kynnt það sérstaklega.

Ragnheiður leiðir lista Samfylkingar í Árborg

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi, og framkvæmdastjóri mun leiða lista Samfylkingarinnar í Árborg í komandi sveitastjórnakosningum. Uppstilling listans var kynnt og samþykkt á flokksfundi í gærkveldi.

Bílanaust kaupir Olíufélagið

Núverandi hluthafar og stjórnendur Bílanausts, ásamt öðrum fjárfestum, hafa keypt allt hlutafé í Olíufélaginu fyrir hátt í 20 milljarða króna. Með í kaupunum er eignarhluti Olíufélagsins í Olíudreifingu sem og þjónustustöðvar og flestar aðrar fasteignir í rekstri Olíufélagsins. Olíufélagið og Bilanaust verða í eigu nýs eignarhaldsfélags og verður velta þess á árinu 2006 um 26 milljarðar króna. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferlinu. Hinir nýju eigendur skilja fjárfestingarfélagið Ker eftir með hugsanlegar sektargreiðslur vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu.

Flytji réttleysið ekki milli landa

Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB.

Kosið um sameiningu á laugardag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin vegna kosninga um sameiningu þriggja sveitarfélaga austur í Flóa í Árnessýslu, en kosningarnar verða á laugardag. Þá ganga íbúar Hraungerðis- Gaulverjabæjar- og Villingaholtshreppa að kjörborðinu, en þessir hreppar eru austan við Árborg, sem er sameinað sveitarfélag Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkurhrepps.

Fundur Útvarpsráðs varðandi lag Silvíu Nóttar í dag

Afdrif lagsins, Til hamingju Ísland, í flutningi Silvíu Nóttar, í undankeppni Eurovision keppninnar, ráðast væntanlega á fundi Útvarpsráðs í dag. Kristján Hreinsson, sem samdi texta við þrjú önnur lög í keppninni, kærði að umrætt lag skyldi fá að taka þátt í undankeppninni, eftir að það lak út á netið. Um nýliðna helgi komst lagið svo áfram í úrslit undankepninnar sem fram fer næstkomandi laugardag.

2 liðsmenn Al Aqsa féllu í flugskeytaárás

Tveir palestínskir liðsmenn Al Aqsa-hersveitanna féllu í flugskeytaárás á bifreið þeirra á norðurhluta Gasa-strandarinnar í gærkvöld. Þrír vegfarendur særðust í árásinni. Annar þeirra sem féll mun hafa verið háttsettur liðsmaður samtakanna.

Reyndu að bjarga manni úr kjafti krókódíls

Íbúar í smá þorpi utan við Harare borg í Simbabwe í Afríku lentu nýverið í einskonar reiptogi við krókodíl og höfðu betur. Það teldist í sjálfu sér vart til tíðinda ef ekki væri fyrir það, að reipið var maður, nánar til tekið einn þorpsbúanna.

Karlarnir hvattir til að mæta í karlaþrek

Karlar á Þingeyri og í Ísafjarðarbæ eru nú hvattir til að taka upp heilbrigt líferni og skella sér í svokallað karlaþrek, sem Íþróttafélagið Höfrungur og íþróttamiðstöðin á Þingeyri bjóða upp á.

Byssumenn réðust á blaðamenn í Mexíkó

Þungvopnaður hópur glæpamenn réðst í gær inn á skrifstofu dagblaðins El Manana í Mexíkó, hleypti af byssum sínum og kastaði handsprengju að blaðamönnum. Einn særðist alvarlega í árásinni.

Mannfall í sprengjuárás í Suður-Afganistan

Að minnsta kosti 13 létu lífið og 14 særðust þegar öflug sprengja sprakk í borginni Kandahar í Suður-Afganistan í morgun. Sprengjan sprakk fyrir utan höfuðstöðvar lögreglu í borginni.

Enginn samkomulagsflötur

Japönsk stjórnvöld ætla ekki að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu finnist engin lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fást ekki um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum 30 árum.

12 létust í rútuslysi á Ítalíu

Að minnsta kosti 12 létu lífið og 6 slösuðust alvarlega þegar rúta hafnaði utan vegar í Róm á Ítalíu gærkvöldi. Rútan féll ofan í 10 metra djúpt gil. Um það bil 30 manns voru um borð í rútunni, þar á meðal bílstjórinn sem er sagður alvarlega slasaður. Farþegarnir voru allir tyrkneskir ferðamenn úr 350 manna hópi bílasala þaðan sem voru á ferð í Róm í átta rútum.

Múslimar í Bandaríkjunum mótmæla skopmyndum

Leiðtogar múslima í Bandaríkjunum áttu í gær fund með sendiherra Dana þar í landi til að ræða birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð. Eftir fundinn sagði formaður samtaka bandarískra múslima að viðræður við sendiherrann hefðu verið á jákvæðum nótum og uppbyggilegar.

Eldsprengjum kastað að sendiráði Dana í Teheran

Eldsprengjum og grjóthnullungum var látið rigna yfir danska sendiráðið í Teheran, höfuðborg Írans, í gærkvöld. Um það bil 400 mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan bygginguna til að láta í ljós óánægju með skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum mánuðum og hafa vakið mikla reiði meðal múslima.

Þorskseiðin stækka hraðar en vonir stóðu til

Þorskseiði, sem fiskeldi Brims hf. í Eyjafirði er að ala, stækka og þyngjast með meiri hraða en bjöttustu vonir stóðu til. Á heimasíðu Brims er greint frá því að seiði, sem voru 90 grömm um miðjan mars í fyrra, séu nú orðin 740 grömm og hafi þar með rúmlega sjöfaldað þyngd sína á tíu og hálfum mánuði.

598 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári

Sextán framkvæmdastjórar sviða og dótturfyrirtækja Landsbankans skiptu með sér 598 milljónum króna í laun og hlunnindi í fyrra, sem eru rúmar þrjár milljónir á mann á mánuði, samkvæmt ársskýrslu bankans.

Bæjarráð Hveragerðis nýtir heimild Launanefndar sveitafélaga

Bæjarráð Hveragerðis hefur samykkt samhljóða að nýta heimild Launanefndar sveitafélaga til tímabundinnar launahækkunar. Á fréttavefnum Suðurland.is segir að laun leikskólakennara og starfsmanna félaga sem samið hafa um starfsmat við launanefndina, verði hækkuð. Þeim starfsmönnum sem fá launahækkunm verður kynnt það sérstaklega.

Vestfirðir í brennidepli á vðamikilli sýningu

Atvinnulíf, ferðaþjónusta og mannlíf á Vestfjörðum verður kynnt á sýningunni Perlan Vestfirðið sem verður sett upp í Perlunni 5.-7. maí næstkomandi. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði segir að markmið sýningarinnar sé að kynna það sem Vestfirðirnir hafa upp á að bjóða bæði fyrir ferðamenn og þá sem vilja kynna sér búsetumöguleika.

Kæran tekin fyrir í dag

Útvarpsráð fjallar um stjórnsýslukæru Kristjáns Hreinssonar í dag en hann kærði ákvörðun útvarpsstjóra um að breyta reglum forkeppninnar. Kristján telur að vísa hefði átt laginu Til hamingju Ísland í flutningi Silvíu Nóttar frá keppni eftir að ljóst var að því hafði verið dreift á netinu.

Sameiningarkosingar í austanverðum Flóa á laugardag

Sameiningarkosningar fara fram í þremur sveitarfélögum í austanverðum Flóa á laugardaginn kemur. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur.

Bað Ögmund að gæta orða sinna

Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna.

170 þúsund flugsæti á mánuði

Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar. Tvö ný flugfélög fljúga til landsins næsta sumar.

Útgjöld til varnarmála stóraukin

Velferðarkerfið bíður lægri flut fyrir varnarmálum í tillögu George Bush Bandaríkjaforseta að nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007. Samkvæmt því verða útgjöld til varnarmála sextán prósent af öllum útgjöldum bandaríska ríkisins.

Launakostnaður í fiskvinnslu 23 sinnum hærri hér en í Kína

Tuttugu og þrír kínverskir fiskvinnslustarfsmenn þiggja samanlagt jafnhá laun og einn starfsmaður í fiski á Dalvík. Launakostnaður í fiskvinnslu er með öðrum orðum orðinn tuttugu og þrisvar sinnum hærri á Íslandi en í Kína.

Vegið sé að námsmönnum með því að afnema fæðingarstyrk til maka

Sérfræðingur í norrænum málum telur vegið að námsmönnum í Danmörku með því að afnema rétt maka námsmanna erlendis til fæðingarstyrks frá Íslandi. Í bæði Noregi og Svíþjóð er heimavinnandi fólki greitt fæðingarorlof. Starfsfólk Tryggingastofnunar fer þvert gegn félagsmálaráðuneytinu með því að benda fólki á að brjóta lögheimilisskilyrði laganna.

Sjá næstu 50 fréttir