Erlent

Mannfall í mótmælum í Afganistan

Lögregla í Afganistan eltir mótmælendur.
Lögregla í Afganistan eltir mótmælendur. MYND/AP

Að minnsta kosti 2 Afganar létu lífið og 16 særðust í mótmælaaðgerðum í Zabul-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Um það bil 600 múslimar höfðu komið þar saman til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni.

Lögregla mun hafa skotið á mótmælendur þar sem þeir nálguðust bandaríska herstöð í bænum Qalat. Þar með hafa 10 látið lífið í mótmælum vegna myndanna í Afganistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×