Erlent

Mannskæð sprengjuárás í Bagdad

Einn féll og tveir særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt bílalest menntamálaráðherra Íraks í miðborg Bagdad í morgun. Innanríkisráðuneyti landsins greinir frá þessu. Það var vegfarandi sem lét lífið í sprengjuárásinni og tveir lífverðir ráðherrans særðust.

Ekki er vitað hvort ráðherrann hafi verið skotmark árásarmanna en bílsprengjum er iðullega beint að bílalestum sem andspyrnumenn telja að tengist ráðamönnum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×