Erlent

Múslimar hvattir til að sýna stillingu

Mótmælendur og óeirðalögregla fyrir utan höfuðstöðvar ESB í Gasa-borg í  gær.
Mótmælendur og óeirðalögregla fyrir utan höfuðstöðvar ESB í Gasa-borg í gær. MYND/AP

Danska blaðið Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar í deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum.

Samtökin tvö og ríkin fordæma ofbeldisfull mótmæli múslima. Í tilkynningu sem send var út í gærkvöld eru þeir hvattir til að sýna stillingu og reyna að finna friðsamlega lausn á deilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×