Fundu urmul áður óþekktra dýrategunda 7. febrúar 2006 19:37 Paradísarfugl, trjákengúra og urmull áður óþekktra froskategunda er á meðal þess sem fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið í regnskógum eyjarinnar Papúa Nýju-Gíneu. Enginn virðist áður hafa farið um þessar slóðir því dýrin voru með öllu óhrædd þegar vísindamennirnir nálguðust þau.Á tímum þegar fréttir af útrýmingu dýrategunda og umhverfisvár af ýmsu tagi eru áberandi eru tíðindi af hverri nýrri tegund sem uppgötvast sérstakt fagnaðarefni. Að þessu sinni virðist hópur vísindamanna frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Indónesíu hafa svo sannarlega komist í feitt á indónesíska hluta Nýju Gíneu Papúa, svæði sem þeir líktu við aldingarðinn Eden."Það sem við fundum í Foja-fjöllunum var ekki aðeins urmull af nýjum tegundum, sem eru sumar hverjar stórar og mikilfenglegar, svo sem fyrsta fuglategundin sem uppgötvast í 70 ár, heldur margar aðrar tegundir sem hafa horfið frá öðrum stöðum í Nýju-Gíneu en er ennþá að finna þarna," sagði Stephen Richards, vísindamaður við South Australian Museum.Á meðal þess sem vísindamennirnir fundu voru froskar af þrjátíu mismunandi tegundum, svonefndur Berlpepsch-paradísarfugl, sem fyrir löngu var talinn útdauður, afar sjaldgæfir mjónefir, sem eru spendýr sem verpa eggjum, og síðast en ekki síst gulltrjákengúra sem aldrei hefur fundist áður í Indónesíu.Svæðið sem dýrin og jurtirnar fundust á er djúpt inni í frumskóginum og afar afskekkt en fjölda leyfa frá ríkisstjórn Indónesíu þurfti til að komast þangað. Því virtist svæðið vera með öllu ósnortið enda undruðust vísindamennirnir mjög að dýrin hefðu verið algerlega óttalaus í kringum."Ég held að eitt það merkilegasta sem hefur komið út úr þessari ferð er að hún hefur sýnt fram á að vegna þess hversu lítil áhrif menn hafa haft á þessum slóðum eru þær næstum eins og Nýja-Gínea var fyrir 50 þúsund árum," segir Richards.Einhver bið verður hins vegar á að dýrin og jurtirnar verði tekin inn í fánu og flóru heimsins því fyrst verða kollegar vísindamannanna að leggja blessun sína yfir niðurstöður rannsókna þeirra.Papúa Nýja-Gínea er næst stærsta eyja í heimi. Bróðurpartur hennar er þakinn regnskógi og því er hún svo erfið yfirferðar að dýrin hafa fengið að lifa þar alla tíð óáreitt. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Paradísarfugl, trjákengúra og urmull áður óþekktra froskategunda er á meðal þess sem fjölþjóðlegt lið vísindamanna hefur fundið í regnskógum eyjarinnar Papúa Nýju-Gíneu. Enginn virðist áður hafa farið um þessar slóðir því dýrin voru með öllu óhrædd þegar vísindamennirnir nálguðust þau.Á tímum þegar fréttir af útrýmingu dýrategunda og umhverfisvár af ýmsu tagi eru áberandi eru tíðindi af hverri nýrri tegund sem uppgötvast sérstakt fagnaðarefni. Að þessu sinni virðist hópur vísindamanna frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Indónesíu hafa svo sannarlega komist í feitt á indónesíska hluta Nýju Gíneu Papúa, svæði sem þeir líktu við aldingarðinn Eden."Það sem við fundum í Foja-fjöllunum var ekki aðeins urmull af nýjum tegundum, sem eru sumar hverjar stórar og mikilfenglegar, svo sem fyrsta fuglategundin sem uppgötvast í 70 ár, heldur margar aðrar tegundir sem hafa horfið frá öðrum stöðum í Nýju-Gíneu en er ennþá að finna þarna," sagði Stephen Richards, vísindamaður við South Australian Museum.Á meðal þess sem vísindamennirnir fundu voru froskar af þrjátíu mismunandi tegundum, svonefndur Berlpepsch-paradísarfugl, sem fyrir löngu var talinn útdauður, afar sjaldgæfir mjónefir, sem eru spendýr sem verpa eggjum, og síðast en ekki síst gulltrjákengúra sem aldrei hefur fundist áður í Indónesíu.Svæðið sem dýrin og jurtirnar fundust á er djúpt inni í frumskóginum og afar afskekkt en fjölda leyfa frá ríkisstjórn Indónesíu þurfti til að komast þangað. Því virtist svæðið vera með öllu ósnortið enda undruðust vísindamennirnir mjög að dýrin hefðu verið algerlega óttalaus í kringum."Ég held að eitt það merkilegasta sem hefur komið út úr þessari ferð er að hún hefur sýnt fram á að vegna þess hversu lítil áhrif menn hafa haft á þessum slóðum eru þær næstum eins og Nýja-Gínea var fyrir 50 þúsund árum," segir Richards.Einhver bið verður hins vegar á að dýrin og jurtirnar verði tekin inn í fánu og flóru heimsins því fyrst verða kollegar vísindamannanna að leggja blessun sína yfir niðurstöður rannsókna þeirra.Papúa Nýja-Gínea er næst stærsta eyja í heimi. Bróðurpartur hennar er þakinn regnskógi og því er hún svo erfið yfirferðar að dýrin hafa fengið að lifa þar alla tíð óáreitt.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira