Innlent

Sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag skaðabótakröfu og sýknaði mann sem kona hafði sakað um að hafa sært blygðunarkennd sína þegar hann tók um rass hennar, sleikti andlit hennar og káfaði á kynfærum hennar utan klæða. Í framburði konunnar átti þetta að hfa átt sér stað á heimili hennar í nóvember árið 2003

Samkvæmt úrskurði héraðsdóms var maðurinn sýknaður og skaðabótakröfunni vísað frá dómi.

Allur sakarkostnaður, 314.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda mannsins 193.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Auk þess skal greiða réttargæsluþóknun skipaðs réttargæslumanns, 121.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×