Innlent

Róleg nótt hjá lögreglu víða um land

Nóttin var róleg hjá lögreglu víða um land og má telja líklegt að vont veður hafi sett strik í reikninginn. Vestmannaeyingar létu þó vonskuveður ekki stoppa sig en um sex hundruð manns voru samankomnir á balli í eyjum í gærkvöldi. Slökkvilið Akureyrar var kallað út fjórum sinnum í gærkvöldi vegna sinuelda. Ekki er vitað hvort um íkveikju var að ræða eða hvort flugeldar hafi kveikt sinueldana. Þá var haldin þrettándahátíð á Akureyri og fór hún vel fram að sögn lögreglu. Tveir ökumenn voru stoppaði í Hafnarfirði í nótt, grunaðir um ölvun. Blóðsýni var tekið úr þeim til rannsóknar og fengu þeir að fara heim að því loknu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×