Innlent

Enn finnst engin loðna við landið

MYND/365

Enn finnst engin loðna við landið og eru loðnuskipin fimm, sem tóku þátt í skipulagðri leit Hafrannsóknastofnunar, búin að leita árangurslaust á sínum svæðum og eru á landleið.

Leitin hófst í fyrradag og var hverju skipi úthlutað ákveðnu leitarsvæði, alveg frá Reyðarfirði norðurum og vestur fyrir land að Látrabjargi. Þetta eru allt öflug skip búin bestu fiskileitartækjum sem völ er á og segja sjómenn að fyrst þau finni ekki loðnu á svæðinu þá sé hún ekki þar.

Engin loðna fanst heldur í haust þannig að ekki er búið að gefa út neinn kvóta fyrir vertíðina, sem ætti að vera hafin. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fann reyndar smávegis af loðnu út af Héraðsflóa í nótt en það var ekki nema rétt sýnishorn, eins og það var orðað á miðunum í morgun.

Áður hefur komið fyrir að ekki hafi verið búið að finna loðnu á þessum tíma eftir áramót en það sem vekur sérsatkar áhyggjur núna er að óvenjulítið fannst á sínum tíma af seiðum, sem ætti að bera uppi veiðina núna sem fullvaxin loðna .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×