Erlent

73 milljóna króna bíll

MYND/Einar Ólason

Dýrasti bíll í heimi kostar jafnvirði rúmlega sjötíu og þriggja milljóna íslenskra króna og er um leið sá hraðskreiðasti. Bifreiðin er af gerðinni Bugatti Veyron og var kynnt á bílasýningunni í Los Angeles í gær.

Það er franska fyrirtækið Bugatti sem framleiðir bílinn en vél hans er þúsund hestöfl og sextán sílindra þannig að hraðast kemst bílinn rétt rúma fjögur hundruð kílómetra á klukkustund.

Áætlað er að framleiða um það bil fimmtíu svona bíla á ári en þetta er í fyrsta sinn í tæplega hálfa öld sem bíll af Bugatti gerð er framleiddur. Talsmaður fyrirtækisins segir þetta sannarleg evrópskan bíl, hann er hannaður á Ítalíu og samsettur í Frakklandi með þýskri vél og breskum gírkassa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×