Innlent

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2%

Góðir dagar hafa verið á hlutabréfamarkaði nú í upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka . Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,2% það sem af er ári. Af þeim 15 félögum sem mynda vísitöluna hafa þrettán hækkað , eitt staðið í stað og eitt lækkað. Mest hefur gengi bréfa í Actavis hækkað eða um 8,4%. Fast á hæla þess fylgja síðan Straumur-Burðarás, Bakkavör, Marel og Íslandsbanki. Hækkanirnar í upphafi vikunnar voru einkum í bönkunum en síðan hafa önnur félög einnig hækkað.

Þær fáu fréttir sem birtar hafa verið af starfsemi þessara félaga á árinu geta ekki skýrt þessar hækkanir. Ástæður þeirra felast því í öðru. Nærtækast er að ætla að hér sé á ferðinni vangaveltur um tilfærslur í eignarhaldi einstakra félaga og þá sérstaklega fjármálafyrirtækja ásamt almennum vangaveltum um hvað sé framundan á árinu s.s. í afkomu þeirra félaga sem vega þyngst á markaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×