Innlent

Þrettándabrennum frestað á Akranesi og í Borgarbyggð

Þrettándabrennum hefur verið frestað á Akranesi og í Borgarbyggð vegna veðurs og slæmrar veðurspár. Þrettándabrenna verður haldin á Akranesi á morgun og hefst með blysför frá Arnardal klukkan 16. Brennan verður svo á þyrlupallinum við enda knattspyrnuvallarins að Jaðarsbökkum. Kjöri íþróttamanns ársins verður sömuleiðis frestað en tilkynnt verður um kjörið að lokinni álfabrennunni á morgun í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.

Þrettándsbrenna íbúa Borgarbyggðar verður frestað til þriðjudagsins 10. janúar. Brennan hefst á sama stað klukkan 20:00. Ekki er útlit fyrir gott útivistarveður á þriðjudag og líklega munu þær furðuverur sem æltuðu að gleðja Borgfirðinga fresta komu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×