Innlent

Hálf milljón í sekt fyrir að halda ólöglegt vinnuafl

Karlmaður á sextugsaldri var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga með því að hafa á tímabilinu frá því í september 2002 til september 2003 ráðið til sína sex Litháa í vinnu án þess að hafa aflað þeim atvinnuleyfa. Mennirnir, sex að tölu, voru allir Litháar og störfuðu hjá ákærða í byggingarvinnu. Ákærði var dæmdur til greiðslu hálfrar milljónar í sekt, og einnig gert að greiða málskostnað.

Upphaf máls þessa má rekja til þess er lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafði afskipti af einum Litháanum 6. október 2003 sem var að taka á móti tveimur löndum sínum á Keflavíkurflugvelli sem voru að koma með flugi frá Frankfurt. Lögreglan grunaði Dapkus um að dvelja ólöglega í landinu en hann sagðist ekki vera með vegabréf á sér. Var honum fylgt heim til hans að Háaleiti 24, Keflavík þar sem hittust fyrir fjórir aðrir Litháar. Meðan athugað var með vegabréf Dapkus hurfu fjórmenningarnir og virtist lögreglunni að þeir hefðu spennt upp gluggajárn og farið út um glugga á íbúðinni en þeir höfðu lokað að sér í einu herbergi íbúðarinnar.

Skýringar ákærða á leyfisleysi Litháanna voru meðal annars þær að hann sagðist hafa rekið fyrirtæki í Danmörku þar sem Litháarnir unni og þar hafði hann aflað þeim atvinnuleyfa. Dómurinn tók þá skýringu ekki gilda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×