Innlent

Vatnstjón við Höfn nemur milljónum

Ljóst er að tjónið sem varð þegar Jökulsá í Lóni flæddi yfir þjóðveginn austan við Höfn í fyrakvöld, nemur mörgum milljónum króna. Verulegt magn af efni skolaðist burt úr vegöxlum, svo minnstu munaði að vegurinn rofnaði. Er nú verið að byggja vegkantana aftur upp.

Þá rofnaði 80 metra skarð í rúmlega hálfrar aldar gamlan varnargarð á Jökulsár-aurum og beljaði vatn þar í gegn, sem flæddi yfir veginn í stað þess að renna undir brú í grenndinni. Að sögn Vegagerðarmanna mun taka nokkurn tíma að byggja varnargarðinn upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×