Innlent

Rússar fagna jólum í dag

Rússar halda upp á jólin í dag en rússnesk jólin voru hringd inn eftir miðmætti í nótt víða um heim, meðal annars á Íslandi. Samkvæmt rússneska tímatalinu eru ganga jólin í garð 6.janúar sem samsvarar aðfangadag í kristinni trú. Jóladagur er því í dag hjá þeim sem eru í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Fjölmargir Rússar og nokkrir Íslendingar komu saman í Landkotskirkju í gærkvöldi þar sem framfór morgunþjónusta og síðan guðsþjónusta. Milli morgunþjónustu og guðsþjónustu gátu allir fengið blessun prests með heilagri olíu. Allir sem aðhyllast kristna trú gátu fengið blessun, en blessunin er tákn sameingar ólíkra trúarhópa innan kristinnar trúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×