Innlent

Bakgrunnur einkaþjálfara misjafn.

Einkaþjálfurum hefur fjölgað síðustu ár og boðið er upp á ýmsa skóla og námskeið fyrir þá sem vilja bætast í hópinn.

Á heimasíðu World Class má sjá að einkaþjálfarnir hafa mismunandi bakgrunn sem nýtist trúlega flestur til þjálfunarinnar en líklega þó misvel. Þeirra á meðal eru húsasmiðir, flugmenn, verslunarmenn, bakarar, sjúkraliðar og mannfræðingar. Einnig er einn með BA próf í sálfræði og annar er alþjóðlegur kynbótadómari hesta.Til þess að geta kallað sig einkaþjálfara þarf oft ekki meira en námskeið sem klárað er á þremur til fjórum helgum.

Margir af þeim sem starfa við einkaþjálfun hafa bætt við sig námskeiðum sem varða heilbrigði, hreyfingu, mataræði, líkamsbyggingu og fleira. Ásdís Sigurðardóttir, formaður Íþróttakennarfélags Íslands, segir einkaþjálfara hafa langt frá því þá þekkingu sem íþróttakennarar hafa þó það sé auðvitað misjafnt. Hún vill benda fólki á að kynna sér menntun og reynslu einkaþjálfara.

Mikilvægt er að í einkaþjálfun sé ekki farið út í öfgar því ekki sé raunhæft fyrir marga að líta út eins og fitnesskeppendur, því sé heilsurækt oft betri en líkamsrækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×