Mjótt á mununum í borginni 9. júlí 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Fimmtíu komma tvö prósent þeirra sem tóku þátt sögðust ætla að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn, fjörutíu og níu prósent R-listann og núll komma átta prósent Frjálslynda flokkinn. Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar á kosningaaldri voru í úrtakinu og var svarhlutfall 56,1 eitt prósent. Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar segir það hafa gerst áður að Sjálfstæðisflokkur mælist með meira fylgi og að alltaf sé frekar mjótt á munum milli þessara fylkinga. Hann reiknar með að sá vandræðagangur sem einkennt hefur undirbúning R-lista framboðsins valdi nokkru um það að fylgið er ekki eins mikið og það ætti að vera. Hann segist taka skoðanakönnunum með varúð og hún sýni það að baráttan er hörð og að borgarstjórnarkosningar næsta árs verði spennandi. Aðspurður um það sem hann kallar vandræðagang og hvort borgarstjórnarflokkarnir þurfi ekki að taka sig saman í andlitinu segir hann að flokkarnir hafi tekið sér alltof langan tíma til að komast að niðurstöðu um áframhaldandi Reykjavíkurlistasamstarf og bendir síðan á að könnunin hljóti því að vera hvatning til þeirra að klára málið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segist þakklátur fyrir það traust sem Reykvíkingar sýna. Spurður að því hvort aukið fylgi sé starfi og stefnu Sjálfstæðisflokksins að þakka eða vandræðagangi innan R-listans, segist hann geta fullyrt að flokkurinn hafi verið að vinna vel að ýmsum hagsmunamálum borgarbúa og að bjartstýni og gleði ríki í herbúðum þeirra, á meðan R-listinn er önugur og innan hjópsins ríkir ósætti um framboðsmál. Hann segir jafnframt að störf Sjálfstæðisflokksins á undandförnum árum sé að skila sér. Aðspurður um það hvort að hann muni leiða flokkinn í næstu kosningum segist hann ekki geta sagt um það en bendir á að hann bjóði sig fram til þess og hvort aðrir bjóði sig einnig fram verði að koma í ljós. Síðast þegar Gallup kannaði fylgi í Reykjavík, í janúar á síðasta ári mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,5 prósenta fylgi, R-listinn með 54 komma þrjú prósent og Frjálslyndi flokkurinn með tveggja komma níu prósenta fylgi. Fréttir Innlent Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Fimmtíu komma tvö prósent þeirra sem tóku þátt sögðust ætla að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn, fjörutíu og níu prósent R-listann og núll komma átta prósent Frjálslynda flokkinn. Sexhundruð og sjötíu Reykvíkingar á kosningaaldri voru í úrtakinu og var svarhlutfall 56,1 eitt prósent. Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar segir það hafa gerst áður að Sjálfstæðisflokkur mælist með meira fylgi og að alltaf sé frekar mjótt á munum milli þessara fylkinga. Hann reiknar með að sá vandræðagangur sem einkennt hefur undirbúning R-lista framboðsins valdi nokkru um það að fylgið er ekki eins mikið og það ætti að vera. Hann segist taka skoðanakönnunum með varúð og hún sýni það að baráttan er hörð og að borgarstjórnarkosningar næsta árs verði spennandi. Aðspurður um það sem hann kallar vandræðagang og hvort borgarstjórnarflokkarnir þurfi ekki að taka sig saman í andlitinu segir hann að flokkarnir hafi tekið sér alltof langan tíma til að komast að niðurstöðu um áframhaldandi Reykjavíkurlistasamstarf og bendir síðan á að könnunin hljóti því að vera hvatning til þeirra að klára málið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segist þakklátur fyrir það traust sem Reykvíkingar sýna. Spurður að því hvort aukið fylgi sé starfi og stefnu Sjálfstæðisflokksins að þakka eða vandræðagangi innan R-listans, segist hann geta fullyrt að flokkurinn hafi verið að vinna vel að ýmsum hagsmunamálum borgarbúa og að bjartstýni og gleði ríki í herbúðum þeirra, á meðan R-listinn er önugur og innan hjópsins ríkir ósætti um framboðsmál. Hann segir jafnframt að störf Sjálfstæðisflokksins á undandförnum árum sé að skila sér. Aðspurður um það hvort að hann muni leiða flokkinn í næstu kosningum segist hann ekki geta sagt um það en bendir á að hann bjóði sig fram til þess og hvort aðrir bjóði sig einnig fram verði að koma í ljós. Síðast þegar Gallup kannaði fylgi í Reykjavík, í janúar á síðasta ári mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,5 prósenta fylgi, R-listinn með 54 komma þrjú prósent og Frjálslyndi flokkurinn með tveggja komma níu prósenta fylgi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira