Fleiri fréttir Stjórnarformaður FL fær ádrepu Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, sakaði Hannes Smárason stjórnarformann um að virða hvorki starfsreglur né samþykktir félagsins á hluthafafundi í dag. Þrír stjórnarmenn sögðu af sér í lok júní og þrír aðrir seldu allan hlut sinn í félaginu og hurfu á braut. 9.7.2005 00:01 Miðborg Birmingham rýmd Lögreglan í Birmingham hefur fyrirskipað fólki að yfirgefa skemmtanahverfið í miðborg borgarinnar. Um 30 þúsund manns þurftu því að hverfa á brott. Þetta er gert eftir að lögreglu bárust vísbendingar um að hætta væri á hryðjuverkaárásum. Lögregla umkringdi miðborgina og lokaði öllum leiðum inn í hana. 9.7.2005 00:01 Kennsl ekki borin á líkin Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað en draga í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. 9.7.2005 00:01 Björgunarfólkið hinar nýju hetjur Bretar tala þessa dagana um nýjar hetjur, fólkið sem fór niður í lestargöngin til að hjálpa þeim sem særðust í sprengjuárásunum á fimmtudag og gátu ekki bjargað sér út sjálfir. 9.7.2005 00:01 Tvenn samtök ábyrgð á hendur sér Abu Hafs al Masri hersveitin, sem segist tengjast al-Kaída, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á hryðjuverkunum í Lundúnum. Sannleiksgildið hefur þó ekki fengist staðfest og leggja sérfræðingar í hryðjuverkamálum lítinn trúnað á tilkynninguna þar sem hópurinn hefur áður eignað sér verk sem hann hefur ekki staðið fyrir. 9.7.2005 00:01 142 handteknir Ítalskir lögreglumenn handtóku 142 einstaklinga í viðamiklum aðgerðum í og við Mílanó á föstudag og laugardag. Handtökurnar eru hluti af stórauknum viðbúnaði á Ítalíu í kjölfar hryðjuverkanna í Lundúnum og hótana um hryðjuverk á Ítalíu. 9.7.2005 00:01 Tugir drukkna í Kaspíahafi Rúmlega 32 einstaklingar drukknuðu í Kaspíahafi þegar þeir voru á sundi undan norðurströnd Írans. Lík 32 einstaklinga fundust á sjö stöðum á ströndinni við Kaspíahaf á föstudag að sögn þeirra sem skipulögðu hjálparstarf. 9.7.2005 00:01 Ráðast verður að rótum hryðjuverka Ráðast verður að félagslegum orsökum hryðjuverka ef takast á að vinna bug á þeim sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Orsakirnar sagði hann vera fátækt, skort á lýðræði og áframhaldandi átök í Mið-Austurlöndum. 9.7.2005 00:01 Fjórir fengu að kenna á hornunum Naut stungu fjóra hlaupara með hornum sínum í nautahlaupinu í Pamplona í gær. Fjöldi annarra hlaupara slasaðist lítillega í hlaupinu sem dregið hefur að sér mikinn mannfjölda líkt og undanfarin ár. 9.7.2005 00:01 Erlendir fangar á Íslandi Náin tengsl skapast milli erlendra og íslenskra fanga þegar þeir sitja saman í fangelsum landsins. Skiptar skoðanir eru um hvort eigi að aðskilja þá eins og gert er í Finnlandi. Á Litla Hrauni sitja allir helstu glæpamenn landsins og innan um eru erlendir glæpamenn, sem hafa verið dæmdir af íslensku réttarkerfi fyrir fíkniefnainnflutning, fjársvik, mansal og aðra glæpi. 9.7.2005 00:01 Hvert dauðsfall er harmleikur Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudagskvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. 9.7.2005 00:01 Fólk er bæði skelkað og hissa Sendiráðspresturinn í Lundúnum segir að mestu samstöðuna sýni fólk með því að halda sínu striki. 9.7.2005 00:01 Landspítali hyggst áfrýja Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið. 9.7.2005 00:01 Ágreiningur um vandræðagang Fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans í Reykjavík er nánast hnífjafnt. Um er að kenna vandræðagangi innan R-listans að sögn forseta borgarstjórnar, en við það vill formaður Borgarráðs þó ekki kannast. Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga. 9.7.2005 00:01 Veislan er að hefjast Veislan er að hefjast auglýsa hrefnuveiðimenn þessa dagana og vísa til þess að nú er hægt að nálgast ferskt hrefnukjöt í næstu nýlenduvörubúð. Kílóverðið af hrefnulundum úr kjötborði er í kringum 1300 krónur út úr búð, en hægt er að fá frosið hrefnukjöt á undir sex hundruð krónum kílóið. Konráð Eggertsson og félagar á Halldóri Sigurðssyni hafa landað tveimur skepnum. 9.7.2005 00:01 Hefndin má ekki ná undirtökum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er staddur í London. Hann segir að hefndin megi ekki ná undirtökum í kjölfar atburðanna í London í morgun. 8.7.2005 00:01 Þjappar þjóðum saman Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkin í London. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á lýðræðisleg gildi hins frjálsa heims. Hann segir að þessi atburður muni þjappa þjóðum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. 8.7.2005 00:01 Ekki vitað um afdrif 20 Íslendinga Ekki er vitað til þess að neinn Íslendingur hafi slasast í árásunum í morgun. Utanríkisráðuneytið setti þegar í morgun upp miðstöð til að miðla upplýsingum um afdrif Íslendinga. Síðdegis hafði ekki tekist að ná sambandi við yfir tuttugu Íslendinga sem staddir eru í London. 8.7.2005 00:01 Ekki gripið til öryggisráðstafana Ekki hefur verið gripið til sérstakra öryggisráðstafana hérlendis í dag vegna atburðanna í London. Dómsmálaráðherra segir að öryggiskerfi landsins hafi verið styrkt á undanförnum misserum. 8.7.2005 00:01 Mikilvægasta viðskiptamiðstöðin Yfir tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Þá er talið að annar eins fjöldi íslenskra ferðamanna geti verið staddur í borginni en hún er langmikilvægasta viðskiptamiðstöð Íslendinga erlendis. 8.7.2005 00:01 London í morgun Lundúnarlögreglan fann grunsamlegan böggul nærri Liverpool lestarstöðinni í London upp úr klukkan átta í morgun og var vegfarendum beint frá, en hættuástandi hefur verið aflýst. Á áttunda tímanum í morgun var Euston brautarstöðin í miðborginni líka rýmd í öryggisskyni, en rétt fyrir klukkan átta var hættuástandi þar aflýst. 8.7.2005 00:01 Öryggisgæsla í Evrópu aukin Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist, en hvaðanæva að berast fregnir af því að fleiri en fimmtíu hafi týnt lífi í árásunum í gær. Öruggt er talið að þegar öll kurl verða komin til grafar verði talan hærri, enda slösuðust meira en sjö hundruð manns, þar af um fimmtíu lífshættulega. 8.7.2005 00:01 Talibanar fagna hvorki né syrgja Talsmaður uppreisnarmanna í Afghanistan sagði í morgun bresku þjóðina vera að gjalda fyrir voðaverk stjórnvalda sinna. Hann segir Talibana hvorki fagna árásinni né syrgja hana, en hins vegar hefðu þeir fagnað ef ráðist hefði verið á breska hermenn eða stjórnmálamenn. Hann segir Talibana ekkert hafa komið nálægt árásunum í gær. 8.7.2005 00:01 Akureyringar ánægðir Akureyringar virðast vera ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins á mörgum sviðum ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og íbúum höfuðborgarsvæðisins hins vegar. 8.7.2005 00:01 Íslendingar í London Engar fréttir höfðu borist af Íslendingum á sjúkrahúsum í Lundúnum í gærkvöldi og engin íslendingur er meðal hinna látnu. Fjöldi manns hafði samband við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í gær, bæði til að spyrjast fyrir um vini og ættingja, og til að láta vita af sér. Nú munu aðeins vera þrír Íslendingar í Lundúnum, sem ekki er vitað nákvæmlega um, en ekki er þó óttast um þá. 8.7.2005 00:01 Vilja jarðstreng á Reykjanes Náttúrverndarsamtök Íslands krefjast þess að Hitaveita Suðurnesja leggi jarðstreng frá Reykjanesvirkjun í stað háspennulínu eins og hitaveitan áformar. Samtökin hafa sent skipulagsstofnun umsögn varðandi áform hitaveitunnar þar sem háspennulínunni er mótmælt. 8.7.2005 00:01 Hálendisvegir orðnir færir Hálendisvegirnir eru loks orðnir færir, sem er nokkru seinna en undanfarin ár vegna kuldakastsins í vor. Þessi seinkun er til komin vegna þess að klaki hvarf seint úr jörðu því það er ekki fyrr en hann er horfinn og farið þorna að óhætt er ða hleypa umferð á þessa vegi, sem eru ekkert undirbyggðir. 8.7.2005 00:01 Tvö lömb drápust Tvö lömb drápust þegar þau hlupu fyrir bíl á Siglufjarðarvegi síðdegis í gær og minnstu munaði að ökumaður missti stjórn á bílnum eftir áreksturinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 8.7.2005 00:01 Viðræður um varnarsamstarf í bið Viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna sem lauk í Washington í gær, skiluðu ekki þeim árangri sem íslensk stjórnvöld vonuðust eftir. Engin niðurstaða fékkst á fundum sendinefndar á vegum íslenskra stjórnvalda og bandarískra embættismanna. 8.7.2005 00:01 Olívuerð hækkar enn Olíuverð hefur enn hækkað og er nú komið nærri sextíu og einum dollar á fatið. Það komst raunar í ríflega sextíu og tvo dollara um skamma stund eftir hryðjuverkaárásirnar í London í gær en efnahagssérfræðingar segja nú ljóst að þær árásir muni ekki hafa nein mælanleg áhrif á efnahagsþróun á heimsmarkaði.</font /> 8.7.2005 00:01 Vinnubrögð benda á al-Qaeda Talsmenn lögreglunnar í Lundúnum segja nú að hryðjuverkin bera ummerki þess að hryðjuverkamenn al-Qaeda hafi verið að verki, og hryðjuverkasérfræðingar taka í sama streng. Eftirfarandi ummerki og vinnubrögð benda öll til þess: einföld skotmörk eða svokölluð mjúk skotmörk, tímasetning árásanna á meðan fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims stendur og frumstæð og ódýr tækni. 8.7.2005 00:01 Trassaskapur sýslumanna Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála, sem kemur sakborningum til góða í vægari refsingu en ella. Nýjasta dæmið er frá því í fyrradag þegar Héraðsdómur Reykjaness setti ofan í við sýslumann í Keflavík því sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk. 8.7.2005 00:01 Útgerðarmaður sýknaður Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað fyrrverandi útgerðarmann í Nirði ehf, af ákæru Ríkislögreglustjóra um fjársvik upp á liðlega fjörutíu milljónir króna. 8.7.2005 00:01 Þristurinn í heiðurssæti Gamla landgræðsluvélin, Þristurinn, er í sérstöku heiðurssæti á flugsýningu í Bretlandi um helgina. Vélinni verður flogið yfir svæðið á bæði laugardag og sunnudag og verður hún ein í loftinu yfir svæðinu og þykir það mikill heiður. 8.7.2005 00:01 Launadeila á Suðurnesjum Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar á mánudag þar sem reyna á að leysa deilu félaganna. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni, en deiluaðilar hafa ekki fundað frá því kjarasamningur féll úr gildi þann 31. mars síðastliðinn. 8.7.2005 00:01 Farþegum fjölgar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúmlega 12 prósent í júní miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 193 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 217 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10 prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúmlega 21 prósent. 8.7.2005 00:01 Veðurstofan varar við hvassviðri Húsbíll fauk á hliðina skammt frá Hólmavík í morgun en þar er nú mjög hvasst og varar lögreglan á Hólmavík ökumenn á húsbílum eða með fellihýsi við að vera þar á ferð. Þessa stundina er mjög hvasst á norðanverðu landinu og hálendinu. Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á miðhálendinu fram eftir degi, en reiknað er með veðrið gangi niður í kvöld og í nótt. 8.7.2005 00:01 Níu ára fangelsi fyrir manndráp Magnús Einarsson var í dag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra að Hamraborg 38 í Kópavogi þann fyrsta nóvember síðastliðinn. Magnús brá þvottasnúru um háls eiginkonu sinnar og herti að með þeim afleiðingum að hún lést vegna kyrkingar. 8.7.2005 00:01 Þrír handteknir í Leifsstöð Bandarískur karlmaður af filippískum ættum var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness til 21. júlí þar sem hann er grunaður um að hafa ætlað að smygla tveimur kínverjum, konu og karli til Bandaríkjanna. Kínverjarnir voru með fölsuð japönsk skilríki en fylgdarmaðurinn er með bandarískt vegabréf. 8.7.2005 00:01 Hættulegt birgðahald í heimahúsum "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið. 8.7.2005 00:01 Skora á stjórnvöld Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu. 8.7.2005 00:01 Gengið á tinda Norðurlanda Sænsku fjallgöngumennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjalltinda Norðurlandanna á innan við viku. 8.7.2005 00:01 Byggingarfyrirtæki í rannsókn Grunur leikur á að íslenskt byggingarfyrirtæki standi að innflutningi erlendra verkamanna sem starfa án tilskilinna leyfa hér á landi. Alþýðusamband Ísland hefur upplýsingar um aðkomu fyrirtækisins að slíkum málum og rætt hefur verið við forsvarsmenn þess. Lögreglu hefur jafnframt verið tilkynnt um málið. 8.7.2005 00:01 Rússnesk herskip til landsins Tvö rússnesk herskip, kafbátavarnaskip og olíubirgðaskip, eru væntanleg í vináttuheimsókn hingað til lands um helgina. Kafbátavarnaskipið skýtur við komuna til Reykjavíkur á sunnudag 21 fallbyssuskoti frá borði skipsins í virðingarskyni við Ísland. 8.7.2005 00:01 Forsætisráðherra á EXPO Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða viðstödd opnun íslenska skálans á Heimssýningunni, EXPO 2005, í Japan í næstu viku. Þá tekur forsætisráðherra þátt í ýmsum viðburðum tengdum þátttöku Íslands á Heimssýningunni. 8.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnarformaður FL fær ádrepu Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, sakaði Hannes Smárason stjórnarformann um að virða hvorki starfsreglur né samþykktir félagsins á hluthafafundi í dag. Þrír stjórnarmenn sögðu af sér í lok júní og þrír aðrir seldu allan hlut sinn í félaginu og hurfu á braut. 9.7.2005 00:01
Miðborg Birmingham rýmd Lögreglan í Birmingham hefur fyrirskipað fólki að yfirgefa skemmtanahverfið í miðborg borgarinnar. Um 30 þúsund manns þurftu því að hverfa á brott. Þetta er gert eftir að lögreglu bárust vísbendingar um að hætta væri á hryðjuverkaárásum. Lögregla umkringdi miðborgina og lokaði öllum leiðum inn í hana. 9.7.2005 00:01
Kennsl ekki borin á líkin Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað en draga í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. 9.7.2005 00:01
Björgunarfólkið hinar nýju hetjur Bretar tala þessa dagana um nýjar hetjur, fólkið sem fór niður í lestargöngin til að hjálpa þeim sem særðust í sprengjuárásunum á fimmtudag og gátu ekki bjargað sér út sjálfir. 9.7.2005 00:01
Tvenn samtök ábyrgð á hendur sér Abu Hafs al Masri hersveitin, sem segist tengjast al-Kaída, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á hryðjuverkunum í Lundúnum. Sannleiksgildið hefur þó ekki fengist staðfest og leggja sérfræðingar í hryðjuverkamálum lítinn trúnað á tilkynninguna þar sem hópurinn hefur áður eignað sér verk sem hann hefur ekki staðið fyrir. 9.7.2005 00:01
142 handteknir Ítalskir lögreglumenn handtóku 142 einstaklinga í viðamiklum aðgerðum í og við Mílanó á föstudag og laugardag. Handtökurnar eru hluti af stórauknum viðbúnaði á Ítalíu í kjölfar hryðjuverkanna í Lundúnum og hótana um hryðjuverk á Ítalíu. 9.7.2005 00:01
Tugir drukkna í Kaspíahafi Rúmlega 32 einstaklingar drukknuðu í Kaspíahafi þegar þeir voru á sundi undan norðurströnd Írans. Lík 32 einstaklinga fundust á sjö stöðum á ströndinni við Kaspíahaf á föstudag að sögn þeirra sem skipulögðu hjálparstarf. 9.7.2005 00:01
Ráðast verður að rótum hryðjuverka Ráðast verður að félagslegum orsökum hryðjuverka ef takast á að vinna bug á þeim sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Orsakirnar sagði hann vera fátækt, skort á lýðræði og áframhaldandi átök í Mið-Austurlöndum. 9.7.2005 00:01
Fjórir fengu að kenna á hornunum Naut stungu fjóra hlaupara með hornum sínum í nautahlaupinu í Pamplona í gær. Fjöldi annarra hlaupara slasaðist lítillega í hlaupinu sem dregið hefur að sér mikinn mannfjölda líkt og undanfarin ár. 9.7.2005 00:01
Erlendir fangar á Íslandi Náin tengsl skapast milli erlendra og íslenskra fanga þegar þeir sitja saman í fangelsum landsins. Skiptar skoðanir eru um hvort eigi að aðskilja þá eins og gert er í Finnlandi. Á Litla Hrauni sitja allir helstu glæpamenn landsins og innan um eru erlendir glæpamenn, sem hafa verið dæmdir af íslensku réttarkerfi fyrir fíkniefnainnflutning, fjársvik, mansal og aðra glæpi. 9.7.2005 00:01
Hvert dauðsfall er harmleikur Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudagskvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. 9.7.2005 00:01
Fólk er bæði skelkað og hissa Sendiráðspresturinn í Lundúnum segir að mestu samstöðuna sýni fólk með því að halda sínu striki. 9.7.2005 00:01
Landspítali hyggst áfrýja Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið. 9.7.2005 00:01
Ágreiningur um vandræðagang Fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans í Reykjavík er nánast hnífjafnt. Um er að kenna vandræðagangi innan R-listans að sögn forseta borgarstjórnar, en við það vill formaður Borgarráðs þó ekki kannast. Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn ef nú yrði gengið til kosninga. 9.7.2005 00:01
Veislan er að hefjast Veislan er að hefjast auglýsa hrefnuveiðimenn þessa dagana og vísa til þess að nú er hægt að nálgast ferskt hrefnukjöt í næstu nýlenduvörubúð. Kílóverðið af hrefnulundum úr kjötborði er í kringum 1300 krónur út úr búð, en hægt er að fá frosið hrefnukjöt á undir sex hundruð krónum kílóið. Konráð Eggertsson og félagar á Halldóri Sigurðssyni hafa landað tveimur skepnum. 9.7.2005 00:01
Hefndin má ekki ná undirtökum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er staddur í London. Hann segir að hefndin megi ekki ná undirtökum í kjölfar atburðanna í London í morgun. 8.7.2005 00:01
Þjappar þjóðum saman Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkin í London. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á lýðræðisleg gildi hins frjálsa heims. Hann segir að þessi atburður muni þjappa þjóðum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. 8.7.2005 00:01
Ekki vitað um afdrif 20 Íslendinga Ekki er vitað til þess að neinn Íslendingur hafi slasast í árásunum í morgun. Utanríkisráðuneytið setti þegar í morgun upp miðstöð til að miðla upplýsingum um afdrif Íslendinga. Síðdegis hafði ekki tekist að ná sambandi við yfir tuttugu Íslendinga sem staddir eru í London. 8.7.2005 00:01
Ekki gripið til öryggisráðstafana Ekki hefur verið gripið til sérstakra öryggisráðstafana hérlendis í dag vegna atburðanna í London. Dómsmálaráðherra segir að öryggiskerfi landsins hafi verið styrkt á undanförnum misserum. 8.7.2005 00:01
Mikilvægasta viðskiptamiðstöðin Yfir tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Þá er talið að annar eins fjöldi íslenskra ferðamanna geti verið staddur í borginni en hún er langmikilvægasta viðskiptamiðstöð Íslendinga erlendis. 8.7.2005 00:01
London í morgun Lundúnarlögreglan fann grunsamlegan böggul nærri Liverpool lestarstöðinni í London upp úr klukkan átta í morgun og var vegfarendum beint frá, en hættuástandi hefur verið aflýst. Á áttunda tímanum í morgun var Euston brautarstöðin í miðborginni líka rýmd í öryggisskyni, en rétt fyrir klukkan átta var hættuástandi þar aflýst. 8.7.2005 00:01
Öryggisgæsla í Evrópu aukin Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist, en hvaðanæva að berast fregnir af því að fleiri en fimmtíu hafi týnt lífi í árásunum í gær. Öruggt er talið að þegar öll kurl verða komin til grafar verði talan hærri, enda slösuðust meira en sjö hundruð manns, þar af um fimmtíu lífshættulega. 8.7.2005 00:01
Talibanar fagna hvorki né syrgja Talsmaður uppreisnarmanna í Afghanistan sagði í morgun bresku þjóðina vera að gjalda fyrir voðaverk stjórnvalda sinna. Hann segir Talibana hvorki fagna árásinni né syrgja hana, en hins vegar hefðu þeir fagnað ef ráðist hefði verið á breska hermenn eða stjórnmálamenn. Hann segir Talibana ekkert hafa komið nálægt árásunum í gær. 8.7.2005 00:01
Akureyringar ánægðir Akureyringar virðast vera ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins á mörgum sviðum ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og íbúum höfuðborgarsvæðisins hins vegar. 8.7.2005 00:01
Íslendingar í London Engar fréttir höfðu borist af Íslendingum á sjúkrahúsum í Lundúnum í gærkvöldi og engin íslendingur er meðal hinna látnu. Fjöldi manns hafði samband við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í gær, bæði til að spyrjast fyrir um vini og ættingja, og til að láta vita af sér. Nú munu aðeins vera þrír Íslendingar í Lundúnum, sem ekki er vitað nákvæmlega um, en ekki er þó óttast um þá. 8.7.2005 00:01
Vilja jarðstreng á Reykjanes Náttúrverndarsamtök Íslands krefjast þess að Hitaveita Suðurnesja leggi jarðstreng frá Reykjanesvirkjun í stað háspennulínu eins og hitaveitan áformar. Samtökin hafa sent skipulagsstofnun umsögn varðandi áform hitaveitunnar þar sem háspennulínunni er mótmælt. 8.7.2005 00:01
Hálendisvegir orðnir færir Hálendisvegirnir eru loks orðnir færir, sem er nokkru seinna en undanfarin ár vegna kuldakastsins í vor. Þessi seinkun er til komin vegna þess að klaki hvarf seint úr jörðu því það er ekki fyrr en hann er horfinn og farið þorna að óhætt er ða hleypa umferð á þessa vegi, sem eru ekkert undirbyggðir. 8.7.2005 00:01
Tvö lömb drápust Tvö lömb drápust þegar þau hlupu fyrir bíl á Siglufjarðarvegi síðdegis í gær og minnstu munaði að ökumaður missti stjórn á bílnum eftir áreksturinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 8.7.2005 00:01
Viðræður um varnarsamstarf í bið Viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna sem lauk í Washington í gær, skiluðu ekki þeim árangri sem íslensk stjórnvöld vonuðust eftir. Engin niðurstaða fékkst á fundum sendinefndar á vegum íslenskra stjórnvalda og bandarískra embættismanna. 8.7.2005 00:01
Olívuerð hækkar enn Olíuverð hefur enn hækkað og er nú komið nærri sextíu og einum dollar á fatið. Það komst raunar í ríflega sextíu og tvo dollara um skamma stund eftir hryðjuverkaárásirnar í London í gær en efnahagssérfræðingar segja nú ljóst að þær árásir muni ekki hafa nein mælanleg áhrif á efnahagsþróun á heimsmarkaði.</font /> 8.7.2005 00:01
Vinnubrögð benda á al-Qaeda Talsmenn lögreglunnar í Lundúnum segja nú að hryðjuverkin bera ummerki þess að hryðjuverkamenn al-Qaeda hafi verið að verki, og hryðjuverkasérfræðingar taka í sama streng. Eftirfarandi ummerki og vinnubrögð benda öll til þess: einföld skotmörk eða svokölluð mjúk skotmörk, tímasetning árásanna á meðan fundi leiðtoga stærstu iðnríkja heims stendur og frumstæð og ódýr tækni. 8.7.2005 00:01
Trassaskapur sýslumanna Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála, sem kemur sakborningum til góða í vægari refsingu en ella. Nýjasta dæmið er frá því í fyrradag þegar Héraðsdómur Reykjaness setti ofan í við sýslumann í Keflavík því sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk. 8.7.2005 00:01
Útgerðarmaður sýknaður Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað fyrrverandi útgerðarmann í Nirði ehf, af ákæru Ríkislögreglustjóra um fjársvik upp á liðlega fjörutíu milljónir króna. 8.7.2005 00:01
Þristurinn í heiðurssæti Gamla landgræðsluvélin, Þristurinn, er í sérstöku heiðurssæti á flugsýningu í Bretlandi um helgina. Vélinni verður flogið yfir svæðið á bæði laugardag og sunnudag og verður hún ein í loftinu yfir svæðinu og þykir það mikill heiður. 8.7.2005 00:01
Launadeila á Suðurnesjum Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar á mánudag þar sem reyna á að leysa deilu félaganna. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni, en deiluaðilar hafa ekki fundað frá því kjarasamningur féll úr gildi þann 31. mars síðastliðinn. 8.7.2005 00:01
Farþegum fjölgar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúmlega 12 prósent í júní miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 193 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 217 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10 prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúmlega 21 prósent. 8.7.2005 00:01
Veðurstofan varar við hvassviðri Húsbíll fauk á hliðina skammt frá Hólmavík í morgun en þar er nú mjög hvasst og varar lögreglan á Hólmavík ökumenn á húsbílum eða með fellihýsi við að vera þar á ferð. Þessa stundina er mjög hvasst á norðanverðu landinu og hálendinu. Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á miðhálendinu fram eftir degi, en reiknað er með veðrið gangi niður í kvöld og í nótt. 8.7.2005 00:01
Níu ára fangelsi fyrir manndráp Magnús Einarsson var í dag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra að Hamraborg 38 í Kópavogi þann fyrsta nóvember síðastliðinn. Magnús brá þvottasnúru um háls eiginkonu sinnar og herti að með þeim afleiðingum að hún lést vegna kyrkingar. 8.7.2005 00:01
Þrír handteknir í Leifsstöð Bandarískur karlmaður af filippískum ættum var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness til 21. júlí þar sem hann er grunaður um að hafa ætlað að smygla tveimur kínverjum, konu og karli til Bandaríkjanna. Kínverjarnir voru með fölsuð japönsk skilríki en fylgdarmaðurinn er með bandarískt vegabréf. 8.7.2005 00:01
Hættulegt birgðahald í heimahúsum "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið. 8.7.2005 00:01
Skora á stjórnvöld Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu. 8.7.2005 00:01
Gengið á tinda Norðurlanda Sænsku fjallgöngumennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjalltinda Norðurlandanna á innan við viku. 8.7.2005 00:01
Byggingarfyrirtæki í rannsókn Grunur leikur á að íslenskt byggingarfyrirtæki standi að innflutningi erlendra verkamanna sem starfa án tilskilinna leyfa hér á landi. Alþýðusamband Ísland hefur upplýsingar um aðkomu fyrirtækisins að slíkum málum og rætt hefur verið við forsvarsmenn þess. Lögreglu hefur jafnframt verið tilkynnt um málið. 8.7.2005 00:01
Rússnesk herskip til landsins Tvö rússnesk herskip, kafbátavarnaskip og olíubirgðaskip, eru væntanleg í vináttuheimsókn hingað til lands um helgina. Kafbátavarnaskipið skýtur við komuna til Reykjavíkur á sunnudag 21 fallbyssuskoti frá borði skipsins í virðingarskyni við Ísland. 8.7.2005 00:01
Forsætisráðherra á EXPO Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða viðstödd opnun íslenska skálans á Heimssýningunni, EXPO 2005, í Japan í næstu viku. Þá tekur forsætisráðherra þátt í ýmsum viðburðum tengdum þátttöku Íslands á Heimssýningunni. 8.7.2005 00:01