Vatn Eyjabakka virkjað 10. júlí 2005 00:01 Við rætur Snæfells upp undir Vatnajökli vinna nú tugir manna að virkjunarframkvæmdum á Eyjabökkum. Þar verður Jökulsá í Fljótsdal beisluð til að þjóna Kárahnjúkavirkjun. Við fáum reglulega fréttir af stíflugerðinni við Kárahnjúka en þar er verið að beisla Jökulsá á Dal. Þaðan er verið að grafa 40 kílómetra löng jarðgöng sem vatninu verður veitt um að stöðvarhúsi við Valþjófsstað í Fljótsdal. En það á að ná í vatn víðar að með því að beisla annað stórfljót, Jökulsá í Fljótsdal, en það verður gert með stíflu við Eyjabakka og 13 kílómetra jarðgöngum þaðan. Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni. Með 620 metra langri og 37 metra hárri stíflu þvert yfir verður vatnsrennsli tekið að hluta af magnaðri fossaröð milli Eyjabakka og Fljótsdals og sett í neðanjarðargöng. Á vegum Arnarfells vinna nú 70 manns að því að grafa fyrsta áfanga ganganna. Þorbjörn Haraldsson, öryggisstjóri Arnarfells segir þá hafa byrjað vegaframkvæmdir og uppsetningu á búðum í ágúst í fyrra. Framkvæmdir stóðu yfir allan veturin og hann segir hafa gengið á ýmsu en veturinn hafi ekki verið harður en þó vindasamur. Þetta er langstærsta verkefni sem Arnarfell hefur tekið að sér, upp á um tvo milljarða króna. Meginþátturinn felst í að grafa 3,5 kílómetra göng á móti einum risabornum sem er ætlað að grafa á móti frá hinum endanum. Þarna eru menn að störfum upp undir Vatnajökli í 600 metra hæð yfir sjávarmáli en kvarta ekki enda í stórbrotnu umhverfi við rætur Snæfells á hreindýraslóðum. Þorbjrön segir dásamlegt að vinna í þessu umhverfi og að andstæðurnar séu miklar og náttútufegurðin einstök. Fréttir Innlent Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Við rætur Snæfells upp undir Vatnajökli vinna nú tugir manna að virkjunarframkvæmdum á Eyjabökkum. Þar verður Jökulsá í Fljótsdal beisluð til að þjóna Kárahnjúkavirkjun. Við fáum reglulega fréttir af stíflugerðinni við Kárahnjúka en þar er verið að beisla Jökulsá á Dal. Þaðan er verið að grafa 40 kílómetra löng jarðgöng sem vatninu verður veitt um að stöðvarhúsi við Valþjófsstað í Fljótsdal. En það á að ná í vatn víðar að með því að beisla annað stórfljót, Jökulsá í Fljótsdal, en það verður gert með stíflu við Eyjabakka og 13 kílómetra jarðgöngum þaðan. Upphaflega stóð til að sökkva Eyjabökkum og gera þar stórt miðlunarlón. Þau áform mættu harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka og var fallið frá þeim fyrir fimm árum þegar erlendir samningsaðilar vildu stærra álver sem kallaði á meiri orku. Það var þó aldrei hætt við að virkja vatnið af Eyjabökkum, það verður í staðinn gert með með litlu lóni. Með 620 metra langri og 37 metra hárri stíflu þvert yfir verður vatnsrennsli tekið að hluta af magnaðri fossaröð milli Eyjabakka og Fljótsdals og sett í neðanjarðargöng. Á vegum Arnarfells vinna nú 70 manns að því að grafa fyrsta áfanga ganganna. Þorbjörn Haraldsson, öryggisstjóri Arnarfells segir þá hafa byrjað vegaframkvæmdir og uppsetningu á búðum í ágúst í fyrra. Framkvæmdir stóðu yfir allan veturin og hann segir hafa gengið á ýmsu en veturinn hafi ekki verið harður en þó vindasamur. Þetta er langstærsta verkefni sem Arnarfell hefur tekið að sér, upp á um tvo milljarða króna. Meginþátturinn felst í að grafa 3,5 kílómetra göng á móti einum risabornum sem er ætlað að grafa á móti frá hinum endanum. Þarna eru menn að störfum upp undir Vatnajökli í 600 metra hæð yfir sjávarmáli en kvarta ekki enda í stórbrotnu umhverfi við rætur Snæfells á hreindýraslóðum. Þorbjrön segir dásamlegt að vinna í þessu umhverfi og að andstæðurnar séu miklar og náttútufegurðin einstök.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira