Erlent

Sjálfsmorðsárás í Bagdad

Átján fórust og yfir fjörutíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun. Árásin var gerð á skráningarstöð nýliða fyrir írakska herinn. Þetta er mannskæðasta árásin í Írak í þessari viku, en vikan þykir raunar hafa verið hlutfallslega róleg. Þrír fórust í annarri sjálfsmorðsárás í morgun í borginni Kirkúk og tíu særðust. Í Kirkúk hefur verið mikil spenna milli ólíkra þjóðarbrota en svæðið er auðugt af olíu og vilja allir fá yfirráð yfir því



Fleiri fréttir

Sjá meira


×