Rændu apótek og pítsustað 10. júlí 2005 00:01 "Auðvitað var okkur brugðið enda alveg fáránlegt að ræna pítsustað á þessum tíma," segir Ingólfur Kristinsson, starfsmaður á Domino´s pítsustaðnum í Spönginni í Reykjavík, þar sem vopnaður maður framdi rán í gær. Maður með nælonsokkabuxur yfir höfði sér kom inn á staðinn laust fyrir tvö í gær og ógnaði starfsfólki með hníf sem hann sagðist hafa í vasanum. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík náði maðurinn um tíu þúsund krónum en svo fór hann akandi á brott ásamt kollega sínum sem beðið hafði fyrir utan. Um það bil klukkutíma áður höfðu sömu menn farið í lyfjaverslunina Lyf og heilsa á Háaleitisbraut og brotið þar og bramlað í leit af lyfjum sem þeir sóttust eftir. Starfsfólk varð svo skelkað að það flúði og er því óljóst hvað mennirnir tóku með sér af lyfjum. Skömmu eftir ránið á Domino´s barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda um ökumann í annarlegu ástandi í Grafarvogi. Lögreglan hafði upp á þeim ökumanni og kom þá í ljós að þar reyndust ræningjarnir á ferð, voru þeir umsvifalaust handteknir. Einnig fann lögreglan hníf í bifreiðinni. Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Domino´s pizza, segir að starfsfólkinu hafi eðlilega verið brugðið og verði því boðin og hvatt til að þiggja áfallahjálp. "Annars skil ég ekki hvað fólki gengur til með svona löguðu því það er að leggja mikið á sig fyrir lítið," segir Páll. Hann segir að fyrir nokkrum vikum hafi maður rænt einn af pítsusendlum fyrirtækisins og hafi ódæðismaðurinn sá haft tæpar þrjú þúsund krónur upp úr krafsinu. "Öryggisreglur fyrirtækisins eru þannig að aldrei er miklu reiðufé fyrir að fara á þjónustustöðum okkar og svo fer mest af viðskiðtunum fram með kortum þannig að þrjótar eins og þessir bera sjaldnast mikið úr bítum. Svo skil ég ekkert í þessum mönnum því það er örugglega alveg sama á hvaða veitingastað þú kemur um klukkan tvö á sunnudegi; það er örugglega ekki komið mikið í kassann," bætir Páll við. Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
"Auðvitað var okkur brugðið enda alveg fáránlegt að ræna pítsustað á þessum tíma," segir Ingólfur Kristinsson, starfsmaður á Domino´s pítsustaðnum í Spönginni í Reykjavík, þar sem vopnaður maður framdi rán í gær. Maður með nælonsokkabuxur yfir höfði sér kom inn á staðinn laust fyrir tvö í gær og ógnaði starfsfólki með hníf sem hann sagðist hafa í vasanum. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík náði maðurinn um tíu þúsund krónum en svo fór hann akandi á brott ásamt kollega sínum sem beðið hafði fyrir utan. Um það bil klukkutíma áður höfðu sömu menn farið í lyfjaverslunina Lyf og heilsa á Háaleitisbraut og brotið þar og bramlað í leit af lyfjum sem þeir sóttust eftir. Starfsfólk varð svo skelkað að það flúði og er því óljóst hvað mennirnir tóku með sér af lyfjum. Skömmu eftir ránið á Domino´s barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda um ökumann í annarlegu ástandi í Grafarvogi. Lögreglan hafði upp á þeim ökumanni og kom þá í ljós að þar reyndust ræningjarnir á ferð, voru þeir umsvifalaust handteknir. Einnig fann lögreglan hníf í bifreiðinni. Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Domino´s pizza, segir að starfsfólkinu hafi eðlilega verið brugðið og verði því boðin og hvatt til að þiggja áfallahjálp. "Annars skil ég ekki hvað fólki gengur til með svona löguðu því það er að leggja mikið á sig fyrir lítið," segir Páll. Hann segir að fyrir nokkrum vikum hafi maður rænt einn af pítsusendlum fyrirtækisins og hafi ódæðismaðurinn sá haft tæpar þrjú þúsund krónur upp úr krafsinu. "Öryggisreglur fyrirtækisins eru þannig að aldrei er miklu reiðufé fyrir að fara á þjónustustöðum okkar og svo fer mest af viðskiðtunum fram með kortum þannig að þrjótar eins og þessir bera sjaldnast mikið úr bítum. Svo skil ég ekkert í þessum mönnum því það er örugglega alveg sama á hvaða veitingastað þú kemur um klukkan tvö á sunnudegi; það er örugglega ekki komið mikið í kassann," bætir Páll við.
Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira