Erlent

Styrjaldarloka minnst í Lundúnum

Tugþúsundir manna tóku þátt í hátíðahöldum í Lundúnum í dag þar sem fórna þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni var minnst.  Elísabet Englandsdrottning og Tony Blair forsætisráðherra mættu til messu í Westminster Abbey í dag, ásamt hundruðum uppgjafa hermanna. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman við kirkjuna og Erkibiskupinn af Kantaraborg Rowan Williams sagði að þessi mikli mannfjöldi væri einnig viðbrögð við árásunum á miðvikudag. Guðsþjónustan var hápunktur atburða sem staðið hafa í heila viku til að minnast sextíu ára afmælis styrjaldarlokanna. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×