Fleiri fréttir

Sagði upp á röngum forsendum

Kona sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík skrifaði undir uppsagnarbréf sitt á röngum forsendum að mati umboðsmanns Alþingis. Konunni var gefinn kostur á að segja upp starfi sínu vegna ávirðinga sem á hana voru bornar og henni sagt að gerði hún það ekki íhugaði embættið að segja henni upp störfum án áminningar.

Sigrast á fuglaflensu í N-Kóreu

Tekist hefur að hefta útbreiðslu fuglaflensu í Norður-Kóreu og reyndist veiran ekki skyld þeirri sem borist getur úr fuglum í menn. Frá þessu greindi Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag. Að sögn talsmanna stofnunarinnar reyndist fuglaflensuveiran af stofninum H7 sem veldur alvarlegum veikindum í fiðurfénaði en hann er ekki skyldur H5N1-stofninum sem borist hefur í menn og dregið 52 til dauða í Kambódíu, Víetnam og Taílandi.

Ein miðstöð starfsendurhæfingar

Sjö manna starfshópur um starfsendurhæfingu hefur lagt til við Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að komið verði á fót einni miðstöð fyrir starfsendurhæfingu í landinu.

Bíður niðurstöðu ráðuneytis

Framkvæmdaáætlun Fangelsismálastofnunar er enn til athugunar í dómsmálaráðuneytinu, að sögn Valtýs Sigurðssonar forstjóra stofnunarinnar. Hann segist telja biðina eftir niðurstöðum í dögum en ekki vikum.

Uppsögn á röngum forsendum

Kona, sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík, var látin skrifa undir uppsagnarbréf á röngum forsendum, samkvæmt nýframkomnu áliti Umboðsmanns Alþingis.

Gagnrýndi Vatnsmýrarhugmyndir

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, gagnrýndi harðlega þær hugmyndir að safna helstu háskólum og rannsóknarstofnunum landsins á einn stað í miðborg Reykjavíkur, í Vatnsmýrinni, í ræðu sem hann hélt við útskrift við skólann í gær. Sagði Runólfur að slíkar hugmyndir, að safna stofnununum á einn stað, væru í besta falli úreltar og í versta falli til þess ætlaðar að skipta þjóðinni í tvær þjóðir.

Vantar fjármagn

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á Háskóla Íslands er fagnað. Í skýrslunni kemur fram að skólinn hafi staðið sig vel miðað við það fjármagn sem hann hafi haft úr að spila.

Veðsetning fyrr heimil

Reglur um veðsetningu lóða við Lambasel í Reykjavík hafa verið rýmkaðar. Lóðarhöfum er nú heimilt að veðsetja lóðirnar fyrr en áður og á það að auðvelda þeim að fjármagna framkvæmdirnar.

Úthlutun dregin til baka

Einn umsækjenda um lóð í Lambaseli hefur fengið afsvar. Ekki kemur til greina að hann fái lóð þar sem hann fékk úthlutað lóð árið 2001 þó að hann hafi ekki nýtt sér þá úthlutun.

Óánægja með drasl

Íbúar við Miðtún í Reykjavík eru óánægðir með að Íslenskir aðalverktakar geymi spýtnahrúgu, steypujárn og annað drasl við skúr sinn við Sóltún, því að eldri krakkarnir draga draslið yfir á leiksvæði þarna í grennd.

Mannstraumurinn fer hægt af stað

Mannfjölgunin á Reyðarfirði fer hægar af stað en búist var við. Búist var við að straumurinn hæfist í apríl til maí en nú er ljóst að aðeins 20 til 30 starfsmenn fluttust til landsins í apríl.

Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002.

20 prósenta bónus

Starfsmenn Impregilo, sem starfa við að reisa stífluna á Kárahnjúkum, fá 19,46 prósenta bónusgreiðslur ofan á öll laun um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við aukin afköst við stíflugerðina.

Hunangsflugur snemma á ferð

Hunangsflugurnar voru óvenjusnemma á ferð þetta árið. Samkvæmt frétt á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar var sú fyrsta færð til bókar þann 23. mars í Reykjavík, rúmum mánuði fyrr en venjulega en það hefur gjarnan mátt ganga að því sem vísu að hunangsflugurnar hringi inn vorið í kringum 20. apríl ár hvert.

Lithái dæmdur í farbann

Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða.

Grunaður um morðið í Kristjaníu

Tuttugu og fimm ára gamall maður af írökskum uppruna hefur verið handtekinn í tengslum við morðárásina í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í síðustu viku.

Neita öllum sakargiftum

Réttarhöldin yfir 24 meintum al-Kaída-liðum á Spáni sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 standa nú sem hæst.

Tekist á í Nepal

Stjórnarherinn í Nepal hóf í gær stórsókn gegn uppreisnarmönnum í landinu og létu þyrlur meðal annars sprengjur rigna yfir búðir þeirra.

Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA

Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra.

Allt í hnút í Írak

Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviðræðunum í Írak og á meðan berast landsmenn á banaspjót.

Glæpaalda í Svíþjóð

Fleiri lík finnast grafin á víðavangi í Svíþjóð. Tvennt fannst myrt grafið í malargryfju á Gotlandi um helgina.

Pútín flytur stefnuræðu sína

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, flutti í gær sjöttu stefnuræðu sína. Hann eyddi mestu púðri í að fullvissa fjárfesta um að gráðugir embættismenn, óstöðugt efnahagsástand og umfangsmiklar skattrannsóknir heyrðu sögunni til.

Níutíu ár frá Gallipoli

Í gær voru liðin níutíu ár síðan einn mannskæðasti bardagi heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst, orrustan á Gallipoli-skaga í Tyrklandi. Þúsundir manna minntust atburðarins í Canakkale í Tyrklandi í gær.

Boðar viðræður um varnarsamstarf

Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda.

Finni misnotaði 445 unga drengi

Finnskur karlmaður hefur verið handtekinn í Finnlandi vegna gruns um að hann hafi misnotað 445 drengi í Taílandi síðastliðin 15 ár.

Sauðfé fjölgar á Álftanesi

Sauðfé á Álftanesi hefur fjölgað um ríflega 100 prósent samkvæmt tölum um búfé sveitarfélaga sem heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur gefið út. Samkvæmt þeim tölum eru 39 ær nú á Álftanesi nú en voru 19 á sama tíma í fyrra, en frá þessu er greint á fréttavef <em>Víkurfrétta</em> í Hafnarfirði. Í Garðabæ hefur sauðfé fjölgað lítillega, eða úr 130 í 143 en fækkað lítillega í Hafnarfirði, úr 127 í 103.

Verður að synda til Ameríku

Nú hefur komið á daginn að hinn hálfíslenski eigandi og forstjóri tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, Jón Stephenson von Tetzchner, verður að standa við stóru orðin og synda til Ameríku frá Noregi.

Stúlkur eru hin gleymdu fórnarlömb

Tæpur helmingur barna sem þvinguð eru til að taka þátt í stríðsátökum er stúlkur. Í hernaðinum eru þær beittar margvíslegu oftbeldi og að átökum loknum eiga þær erfiðara en piltar með að laga sig að þjóðfélaginu á ný.

Nýir ríkisarfar væntanlegir

Nýr danskur ríkisarfi er væntanlegur í heiminn í haust og undir áramót er fjölgunar von í norsku konungsfjölskyldunni.

Íraksmálin aftur í brennidepli

Íhaldsmenn kalla Tony Blair lygara og frjálslyndir krefjast þess að hann upplýsi um samskipti þeirra Goldsmith lávarðar, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Ávarpaði jarðhitaráðstefnu

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna.

Ríflega fimmtíu dóu í lestarslysi

Nær 60 manns fórust og á fimmta hundrað slösuðust í miklu lestarslysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu.

Segist hafa rænt sex Súdönum

Íslamskur uppreisnarhópur, Her Ansars al-Sunna, lýsti því yfir í dag að hann hefði rænt sex súdönskum bílstjórum sem störfuðu á vegum Bandaríkjahers í Írak. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hópnum sem birt var á Netinu í dag. Uppreisnarmennirnir sögðust einnig ætla senda frá sér myndband fljótlega af sexmenningunum, en þeim var rænt skömmu eftir að þeir höfðu yfirgefið herstöð vestur af Bagdad í dag.

Segjast saklausir af nánast öllu

Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós.

Samstaða sé um lagabreytingu

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð.

10. bekkingar með í formannskjöri

Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn.

Fólks enn leitað eftir lestarslys

Fólks er enn leitað í flaki japanskrar farþegalestar sem þeyttist út af sporinu í morgun. 57 fórust og á fimmta hundrað slasaðist.

Rógburður ástæða siðareglna

Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur.

Fischer ofar í huga en varnarmál

Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst.

Eftirlaunamálið enn óútkljáð

Framsóknarmenn standa fastir við fyrirætlan sína að afnema rétt fyrrverandi stjórnmálamanna á tvöföldum launum og ræddu það á þingflokksfundi í gær. Sjálfstæðismenn tóku málið ekki til umræðu og segja óþarfi að ræða það. </font /></b />

Fiskveiðistjórnun hafi mistekist

Ástand þorsksins á Íslandsmiðum er áhyggjuefni, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Fiskveiðistjórnunin hefur mistekist, að mati minnihlutans í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

Eftirlaunafrumvarp í bígerð

Óljósar afleiðingar breytinga á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna gætu komið í veg fyrir að lögunum verði breytt. Verið er að kanna það í forsætisráðuneytinu hvaða möguleikar eru til staðar lagalega. Málið var rætt á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær en ekki sjálfstæðismanna. </font /></b />

Fundu lyf sem frestar Alzheimer

Lyf hefur fundist sem virðist fresta því að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn. Það vekur vonir um að hægt sé að fyrirbyggja sjúkdóminn með öllu.

Mótmæltu nýjum samkeppnislögum

Starfsmenn Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu mótmæltu harðlega fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Fulltrúi starfsmanna furðar sig á að það eigi að gera slíkar breytingar án þess að stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á núverandi fyrirkomulagi.

Barðist fyrir pólitísku lífi sínu

Einn litríkasti stjórnmálamaður Evrópu barðist fyrir pólitísku lífi sínu í beinni sjónvarpsútsendingu í morgun. Joscka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, bar þá vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins, en mikil spenna ríkti vegna vitnisburðarins.

Sjá næstu 50 fréttir