Innlent

Uppsögn á röngum forsendum

Tveir yfirmenn konunnar höfðu gefið henni kost á að segja upp starfi sínu í ljósi ávirðinga sem á hana voru bornar. Færi hún ekki að því íhugaði embættið að veita henni lausn frá starfi án áminningar. Umboðsmaður segir í áliti sínu, að sér virðist sem það hefði verið forsenda þess að ákveðið var að gefa konunni kost á því að segja upp starfi sínu að heimilt hefði verið að segja henni upp án áminningar. Hann telji hins vegar ótvírætt að ekki hafi verið skilyrði í máli konunnar til að víkja frá almennri reglu laga um opinbera starfsmenn, en þar er kveðið á um skyldu til að áminna ríkisstarfsmann og gefa honum kost á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp. Umboðsmaður telur því að ætla megi, að konan hafi ritað undir uppsagnarbréfið á röngum forsendum. Hann beinir þeim tilmælum til tollstjórans að mál konunnar verði tekið til athugunar á ný með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu og að afstaða verði jafnframt tekin til þess hvernig rétta megi hlut hennar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×