10. bekkingar með í formannskjöri 25. apríl 2005 00:01 Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. Helgi Steinar Gunnlaugsson er nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla. Hann er á sextánda ári og hann er líka félagi í Samfylkingunni. Hann er því einn þeirra sem tekur þátt í formannskjöri flokksins sem nú stendur yfir. Helgi segir að bekkjarbróðir hans, sem sé mjög pólitískur eins og hann sjálfur, hafi komið með lista þar sem fram hafi komið að best væri fyrir Samfylkinguna að koma Ingibjörgu Sólrúnu út. Því hafi hann verið sammála og því hafi hann skrifað sig á listann ásamt mörgum krökkum í bekknum sínum. Hann hafi ekki vitað að hann væri að skrá sig í flokkinn þótt hann sé mjög ánægður með að vera í honum núna. Helgi Steinar fékk því sendan atkvæðaseðil vegna formannskjörsins, hann er búinn að kjósa og nú ætlar hann að senda kjörseðilinn. Hann segir að viðbrögð við inngöngu í flokkinn hafi verið góð í hans bekk. Næstum allir í bekknum hafi skráð sig og þá hafi bekkjarbróðir hans líka farið í aðra bekki með listann. Einn bekkjarfélaganna hafi þó viljað skrá sig úr flokknum um leið og í ljós hafi komið að hann væri skráður í hann. Þó að unglingar eins og Helgi Steinar séu ekki komnir með kosningarétt almennt er þessi framkvæmd í samræmi við lög Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að félagar í ungum jafnaðarmönnum megi vera það frá 16 til 18 ára og sum félög ungra jafnaðarmanna hafi þær reglur að unglingar megi ganga í félagið á því ári sem þeir verði 16 ára og því sjái hann ekki annað en að þetta sé í samræmi við reglur flokksins. Að sögn Flosa er þetta arfur frá gamalli tíð þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ár en þegar hann var hækkaður í 18 ár hafi þessu ekki verið breytt. Hann segir kjörstjórn ekki hafa fengið kvartanir vegna svona mála og hann veit ekki til að verið sé að smala í grunnskólunum. Hann hafi ekki heyrt af því en reiknar með að menn reyni að draga alla þá sem þeir telji að hafi áhuga á Samfylkingunni og framgangi hennar í flokkinn. Samfylkingarfólki hafi fjölgað um sjö þúsund fyrir kosningarnar svo það hafi verið róið á ýmis mið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. Helgi Steinar Gunnlaugsson er nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla. Hann er á sextánda ári og hann er líka félagi í Samfylkingunni. Hann er því einn þeirra sem tekur þátt í formannskjöri flokksins sem nú stendur yfir. Helgi segir að bekkjarbróðir hans, sem sé mjög pólitískur eins og hann sjálfur, hafi komið með lista þar sem fram hafi komið að best væri fyrir Samfylkinguna að koma Ingibjörgu Sólrúnu út. Því hafi hann verið sammála og því hafi hann skrifað sig á listann ásamt mörgum krökkum í bekknum sínum. Hann hafi ekki vitað að hann væri að skrá sig í flokkinn þótt hann sé mjög ánægður með að vera í honum núna. Helgi Steinar fékk því sendan atkvæðaseðil vegna formannskjörsins, hann er búinn að kjósa og nú ætlar hann að senda kjörseðilinn. Hann segir að viðbrögð við inngöngu í flokkinn hafi verið góð í hans bekk. Næstum allir í bekknum hafi skráð sig og þá hafi bekkjarbróðir hans líka farið í aðra bekki með listann. Einn bekkjarfélaganna hafi þó viljað skrá sig úr flokknum um leið og í ljós hafi komið að hann væri skráður í hann. Þó að unglingar eins og Helgi Steinar séu ekki komnir með kosningarétt almennt er þessi framkvæmd í samræmi við lög Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að félagar í ungum jafnaðarmönnum megi vera það frá 16 til 18 ára og sum félög ungra jafnaðarmanna hafi þær reglur að unglingar megi ganga í félagið á því ári sem þeir verði 16 ára og því sjái hann ekki annað en að þetta sé í samræmi við reglur flokksins. Að sögn Flosa er þetta arfur frá gamalli tíð þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ár en þegar hann var hækkaður í 18 ár hafi þessu ekki verið breytt. Hann segir kjörstjórn ekki hafa fengið kvartanir vegna svona mála og hann veit ekki til að verið sé að smala í grunnskólunum. Hann hafi ekki heyrt af því en reiknar með að menn reyni að draga alla þá sem þeir telji að hafi áhuga á Samfylkingunni og framgangi hennar í flokkinn. Samfylkingarfólki hafi fjölgað um sjö þúsund fyrir kosningarnar svo það hafi verið róið á ýmis mið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira