Rógburður ástæða siðareglna 25. apríl 2005 00:01 Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur. Siðareglur Framsóknarflokksins voru kynntar og samþykktar á þingflokksfundi í dag en verið er að safna saman upplýsingum um tengsl flokksmanna við viðskiptalífið sem verða kynntar ásamt reglunum á morgun. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók hins vegar forskot á sæluna og kynnti reglurnar á heimasíðu sinni ásamt upplýsingum um fjárhagsleg tengsl sín. Þar kemur fram að þingmenn þurfa framvegis að gefa upp hlutabréfaeign sína í skráðum og óskráðum félögum, stofnsjóðsinneignir og upplýsingar um fasteignir sínar og maka sem ekki eru notaðar til eigin búsetu. Þá þurfa þeir að gera grein fyrir sjálfstæðri atvinnustarfsemi eða atvinnurekstri sem þeir eiga aðild að og aukastörfum utan þings, hvort sem er á vegum opinberra aðila eða einkaaðila. Þá á að skýra frá öllum boðsferðum sem ekki eru greiddar af opinberum aðilum eða flokknum og gjöfum, hlunninndum eða styrkjum sem nema hærri upphæð en tuttugu þúsundum. Þá verða þessar upplýsingar uppfærðar og gerðar opinberar í síðasta lagi 1. apríl ár hvert. Framsóknarflokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna innri mála flokksins og tengsla flokksmanna við viðskiptalífið. Aðspuður hvort það sé þess vegna sem siðareglurnar séu settar segir Hjálmar Árnason þingflokksformaður að það hafi örugglega haft einhver áhrif vegna þess að það hafi verið borinn fram rógur og framsóknarmenn vilji leggja allar upplýsingar á borðið. Þannig hafi þeir alltaf viljað vinna og þannig eigi menn að vinna og m.a. þess vegna séu þessi skref stigin. En það er einnig verið að semja siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar. Formaður þingflokksins, Margrét Frímannsdóttir, vonast til að þær geti legið fyrir á næstu dögum. Hún segir að siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar komi í framhaldi af þingsályktunartillögu sem Samfylkingin hafi ítrekað lagt fram og feli í sér að settar verði siðareglur fyrir þingmenn. Ekki hafi verið áhugi hjá stjórnarflokkunum til þessa. Hjálmar Árnason segir ekki rétt að framsóknarmenn hafi lagst gegn málinu. Þvert á móti hafi þeir tekið undir það og sú umræða hafi farið fram hjá þingmönnum Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Rógburður veldur miklu um það að þingmenn Framsóknar ákváðu að setja sér nýjar siðareglur, segir formaður þingflokksins. Þingmenn Samfylkingarinnar eru að semja sér siðareglur. Siðareglur Framsóknarflokksins voru kynntar og samþykktar á þingflokksfundi í dag en verið er að safna saman upplýsingum um tengsl flokksmanna við viðskiptalífið sem verða kynntar ásamt reglunum á morgun. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók hins vegar forskot á sæluna og kynnti reglurnar á heimasíðu sinni ásamt upplýsingum um fjárhagsleg tengsl sín. Þar kemur fram að þingmenn þurfa framvegis að gefa upp hlutabréfaeign sína í skráðum og óskráðum félögum, stofnsjóðsinneignir og upplýsingar um fasteignir sínar og maka sem ekki eru notaðar til eigin búsetu. Þá þurfa þeir að gera grein fyrir sjálfstæðri atvinnustarfsemi eða atvinnurekstri sem þeir eiga aðild að og aukastörfum utan þings, hvort sem er á vegum opinberra aðila eða einkaaðila. Þá á að skýra frá öllum boðsferðum sem ekki eru greiddar af opinberum aðilum eða flokknum og gjöfum, hlunninndum eða styrkjum sem nema hærri upphæð en tuttugu þúsundum. Þá verða þessar upplýsingar uppfærðar og gerðar opinberar í síðasta lagi 1. apríl ár hvert. Framsóknarflokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna innri mála flokksins og tengsla flokksmanna við viðskiptalífið. Aðspuður hvort það sé þess vegna sem siðareglurnar séu settar segir Hjálmar Árnason þingflokksformaður að það hafi örugglega haft einhver áhrif vegna þess að það hafi verið borinn fram rógur og framsóknarmenn vilji leggja allar upplýsingar á borðið. Þannig hafi þeir alltaf viljað vinna og þannig eigi menn að vinna og m.a. þess vegna séu þessi skref stigin. En það er einnig verið að semja siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar. Formaður þingflokksins, Margrét Frímannsdóttir, vonast til að þær geti legið fyrir á næstu dögum. Hún segir að siðareglur fyrir þingmenn Samfylkingarinnar komi í framhaldi af þingsályktunartillögu sem Samfylkingin hafi ítrekað lagt fram og feli í sér að settar verði siðareglur fyrir þingmenn. Ekki hafi verið áhugi hjá stjórnarflokkunum til þessa. Hjálmar Árnason segir ekki rétt að framsóknarmenn hafi lagst gegn málinu. Þvert á móti hafi þeir tekið undir það og sú umræða hafi farið fram hjá þingmönnum Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira