Innlent

Mannstraumurinn fer hægt af stað

Mannfjölgunin á Reyðarfirði fer hægar af stað en búist var við. Búist var við að straumurinn hæfist í apríl til maí en nú er ljóst að aðeins 20 til 30 starfsmenn fluttust til landsins í apríl. Talið er að straumurinn liggi til landsins í maí og júní. Í þorpinu FTV, eða Fjardaál Team Village, skammt utan við Reyðarfjörð búa nú um 300 manns en gert er ráð fyrir að íbúar þar verði um 800 í lok ársins. Á næsta ári verður svo enn meiri fjölgun en þá komast framkvæmdirnar á fullan skrið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×