Innlent

Gagnrýndi Vatnsmýrarhugmyndir

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, gagnrýndi harðlega þær hugmyndir að safna helstu háskólum og rannsóknarstofnunum landsins á einn stað í miðborg Reykjavíkur, í Vatnsmýrinni, í ræðu sem hann hélt við útskrift við skólann í gær. Sagði Runólfur að slíkar hugmyndir, að safna stofnununum á einn stað, væru í besta falli úreltar og í versta falli til þess ætlaðar að skipta þjóðinni í tvær þjóðir. Runólfur spurði hvort Íslendingar vildu sjá þróað þekkingarsamfélag á höfuðborgarsvæðinu og vanþróað frumframleiðslusamfélag á landsbyggðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×