Erlent

benedictxvi@vatican.va

Aðdáendaklúbbur Benedikts XVI páfa var starfræktur þegar var kardínáli og hét Joseph Ratzinger og hélt úti heimasíðu honum til heiðurs. Páfagarður hefur nú ákveðið að láta æðsta mann kirkjunnar fá netfang svo guðhræddir menn geta sent páfanum bænir eða létt á hjarta sínu. Um leið og nafn hins nýja páfa spurðist út tryggði fjöldi fólks sér lén og vefslóðir með ýmsum útgáfum af nafninu. Á uppboðssíðunni eBay býður kanadamaður vefslóðina PopeBenedictXVI.com til sölu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn til að taka netið í sína þjónustu. Síðustu daga hans hér á jörðu bárust honum tugir þúsunda af bréfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×