Erlent

Verður ekki haldið á lífi

Breskir dómstólar hafa staðfest úrskurð um að eins og hálfs árs gömlu alvarlega veiku barni skuli leyft að deyja hætti það að anda. Foreldrar barnsins höfðu áfrýjað fyrri dómi og freistuðu þess að fá honum hnekkt. Charlotte Wyatt er fyrirburi og var innan við hálft kíló á þyngd þegar hún fæddist. Hún er nánast blind og heyrnarlaus og læknar segja heilaskemmdir hennar svo miklar að eina tilfinningin sem hún upplifi sé stöðugur sársauki. Því sé mannúðlegast að reyna ekki að lífga hana við ef hún hættir að anda. Foreldrar stúlkunnar trúa að lífi stúlkunnar skuli reyna að bjarga hvað sem það kostar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×