Erlent

Ár frá sprengjuárásunum í Madríd

Spánverjar minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því hryðjuverkaárás var gerð á lestarstöðvar í Madríd með þeim afleiðingum að 191 maður lét lífið. Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída lýstu ábyrgð á árásunum, þeim mannskæðustu sem samtökin hafa skipulagt í Evrópu. Kirkjuklukkum var hringt í meira en 650 kirkjum í Madríd í morgun til þess að minnast þeirra sem fórust. Hófust hringingarnar klukkan 7.37 að staðartíma en á nákvæmlega sama tíma þann 11. mars í fyrra urðu sprengjuárásirnar í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×