Erlent

Morðinginn handtekinn

Lögreglu í Atlanta í Bandaríkjunum tókst seinni partinn í gær að hafa hendur í hári mannsins sem skaut þrjá til bana í réttarsal í fyrradag. Verið var að rétta yfir viðkomandi þegar hann greip byssu réttarvarðar og drap dómarann, dómsritara og einn til áður en hann flýði á brott. Eftir einhverja mestu leit sem gerð hefur verið í fylkinu náðist maðurinn í úthverfi borgarinnar og hafði hann tekið konu sem gísl. Tókst þó að handtaka manninn án þess að henni væri mein gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×