Fleiri fréttir Breyttu gamalli hlöðu í reiðskemmu Það er allt hægt með viljann að vopni. Þetta vita félagar í hestamannafélaginu á Álftanesi sem höfðu enga fjárhagslega burði til að byggja reiðhöll. Í staðinn unnu tugir sjálfboðaliða nótt sem nýtan dag við að breyta gamalli hlöðu í reiðskemmu, svo hægt yrði að kenna yngstu kynslóðinni reiðlistina í skjóli fyrir veðri og vindum. 5.3.2005 00:01 Grunur um skattsvik á stöðunum Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. 5.3.2005 00:01 Þingið á suðupunkti á tímabili Magnús Þór Hafsteinsson var endurkjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins með tæplega 70 prósentum atkvæða á landsþingi flokksins í dag. Landsþingið var á suðupunkti síðdegis áður en niðurstaðan fékkst en svo féll allt í ljúfa löð. 5.3.2005 00:01 Fimmfalt fleiri reyna sjálfsvíg Ætla má að fjöldi sjálfsvígstilrauna hér á landi hafi nær fimmfaldast síðustu ár samkvæmt tölum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið saman. 5.3.2005 00:01 Segja ökumann hafa óhlýðnast Talsmaður Bandaríkjahers segir að ökumaður bíls með ítölskum gísl, sem nýbúið var að leysa úr haldi í Írak, hafi ekki sinnt viðvörunarskotum. Því hafi verið skotið á bílinn með þeim afleiðingum að gíslinn særðist og björgunarmaður hans lést. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. 5.3.2005 00:01 Fischer sakaður um skattalagabrot Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. 5.3.2005 00:01 1. maí ekki haldinn 1. maí? Fyrsta maí kröfugangan gæti heyrt sögunni til. Hún er barn síns tíma og stendur ekki undir væntingum að mati miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands. Verði stjórninni að vilja sínum gæti það einnig þýtt að framvegis verði haldið upp á 1. maí þann 3. eða jafnvel 7. maí. 5.3.2005 00:01 Græddu hendur aftur á mann Bandarískum læknum tókst á ævintýralegan hátt að græða hendur á mann, sem missti þær í vinnuslysi. 5.3.2005 00:01 Fjöldi kynnti sér námsleiðir Fjöldi væntanlegra háskólanema kynnti sér starfsemi sjö háskóla á Stóra háskóladeginum sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær. Uppákomur sem Listaháskólinn stóð fyrir settu svip á daginn og skemmtu þeim sem komu til að kynna sér starfsemi skólanna. 5.3.2005 00:01 Magnús endurkjörinn Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. 5.3.2005 00:01 Kuldakast í Danmörku Hvert kuldametið á fætur öðru hefur fallið undanfarna daga í Danmörku. Frost hefur farið niður fyrir tuttugu gráður sem er það kaldasta sem mælst hefur í átján ár. 5.3.2005 00:01 Kviknaði í olíuskipi Þyrla þurfti að bjarga áhöfn norsks olíuflutningaskips eftir að eldur kom upp í því nokkra kílómetra undan strönd Noregs. Eldurinn blossaði upp í vélarrúmi skipsins og fékk áhöfn skipsins, 28 Indverjar, ekkert við eldinn ráðið. 5.3.2005 00:01 Assad lofar brotthvarfi Bashar Assad, forseti Sýrlands, hét því í gær að draga hersveitir Sýrlendinga í Líbanon til líbansk-sýrlensku landamæranna. 5.3.2005 00:01 Töldu sig úr hættu "Við töldum hættuna að baki eftir að búið var að bjarga mér. Þess í stað lentum við allt í einu í skothríð," sagði Giuliana Sgrena blaðamaður sem haldið var í gíslingu í mánuð í Írak. 5.3.2005 00:01 17 milljónir í einbýlishúsalóð Tilboð í lóðir í þriðja hluta Norðlingaholts eru mun hærri en í fyrri hluta hverfisins. Verktakar bjóða andvirði tæpra sjö milljóna króna á hverja íbúð í fjölbýlishúsum. Sá sem hæst bauð í einbýlishús dregur tilboðið til baka. </font /></b /> 5.3.2005 00:01 Tugmilljóna hækkun milli ára "Þetta eru tilboð upp á fimmtíu prósenta hækkun frá því sem nú er," segir Ragnar Gunnlaugsson á Bakka, formaður veiðifélagsins sem á Víðidalsá, um tilboðin sem bárust í leigu árinnar næsta ár. 5.3.2005 00:01 Órói vegna veru Ísraela Það kemst enginn friður á í borgum Palestínumanna á Vesturbakkanum fyrr en Ísraelar fara þaðan með herlið sitt, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. 5.3.2005 00:01 Leituðu sannana fyrir skattsvikum Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. 5.3.2005 00:01 Lágmarkslaunin fara í 113 þúsund Laun félaga í SFR - stéttarfélagi í almannaþágu hækka um átján prósent samkvæmt nýgerðum samningi við fjármálaráðuneytið. Samningurinn verður undirritaður næsta miðvikudag og mun gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. apríl 2008. 5.3.2005 00:01 Eldur í togaranum Breka í gærkvöld Talsverður eldur kom upp í togaranum Breka KE í Njarðvíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu vegna eldsins í svokallaðri stakkageymslu eða þar sem yfirhafnir áhafnar eru geymdar. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og tókst reykköfurum að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. 28.2.2005 00:01 Mótmæla banni við mótmælum Þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í nótt til þess að mótmæla fyrirhuguðu banni stjórnvalda við opinberum mótmælum. Bannið, sem á að taka gildi í dag, var ákveðið eftir að ljóst var að andstæðingar og stuðningsmenn stjórnvalda höfðu boðað til mótmæla á sama tíma og sama stað í höfuðborginni. 28.2.2005 00:01 Fagna nýrri stefnu varðandi ESB Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili. 28.2.2005 00:01 Fagna eflingu jafnréttis Landssamband framsóknarkvenna telur að djúp spor hafi verið mörkuð í sögu framsóknarkvenna og þar með sögu flokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti innan flokksins. Framsóknarkonur telja að þau skref muni án efa leiða Framsóknarflokkinn áfram til aukinna áhrifa og framgöngu í íslenskum stjórnmálum. 28.2.2005 00:01 Samskipti við ferðamenn í lágmarki Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Kúbu hefur verið skipað að halda samskiptum sínum við erlenda ferðamenn í lágmarki. Ferðamálaráð Kúbu hefur sent frá sér ályktun þar sem starfsmenn þess eru hvattir til þess að minnka samskipti sín við erlenda ferðamenn. 28.2.2005 00:01 Kynna skuldbreytingar námslána Menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa boðað til blaðamannafundar í dag til að kynna rétt lánþega til skuldbreytingar námslána í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN er rétturinn til að skuldbreyta láni afmarkaður við ákveðinn hóp lánþega, samtals tæplega 27 þúsund manns. 28.2.2005 00:01 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega. 28.2.2005 00:01 Sýrlendingar gripu bróður Saddams Það voru yfirvöld í Sýrlandi sem handtóku Sabawi Ibrahim Hasan, hálfbróður Saddams Husseins, og afhentu hann yfirvöldum í Írak. Þetta þykir til marks um það að Sýrlendingar séu tilbúnir til samvinnu við Bandaríkjastjórn sem hefur leynt og ljóst haldið því fram að þarlend yfirvöld hafi skotið skjólshúsi yfir uppreisnarmenn í Írak. 28.2.2005 00:01 Bera fram vantrauststillögu Stjórnarandstaðan í Líbanon hyggst freista þess á þingi í dag að fá samþykkta vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni vegna deilna í tengslum við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mikil óánægja er með ríkisstjórnina, sem er höll undir Sýrlendinga, og hefur stjórnarandstaðan haldið því fram að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðtilræðið fyrir tæpum tveimur vikum. 28.2.2005 00:01 Mannskæðasta árás frá kosningum Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01 Ólga vegna uppsagna Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hefur boðað til blaðamannafundar í Þjóðleikhúsinu í dag, en mikil ólga er meðal leikara sem starfa þar vegna fyrirhugaðra uppsagna tíu leikara frá og með morgundeginum, 1. mars. Leikarar í Þjóðleikhúsinu segja það óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum en þjóðleikhússtjóri segir búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. 28.2.2005 00:01 Býst við innrás Bandaríkjamanna Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak. 28.2.2005 00:01 Yfir 100 létust í sprengjuárás 105 létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum en hún átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það enn á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01 Forsætisráðherra til Danmerkur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur. Í heimsókninni mun Halldór hitta marga málsmetandi Dani og einnig forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja í Danmörku. Heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur lýkur á miðvikudag. 28.2.2005 00:01 Lifði af tvö skot í höfuðið Þrjátíu og sex ára gamall maður í Danmörku lifði það af að fá tvö byssuskot í ennið. Maðurinn var á heimili sínu þegar skotið var á hann í gegnum gluggarúðu og gardínu. Lögreglan segir að fyrirstaðan hafi verið nógu mikil til þess að draga úr afli kúlnanna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlurnar voru fjarlægðar. Lögreglan segist hafa grun um hver skotmaðurinn sé og er hans nú leitað. 28.2.2005 00:01 Samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað Neytendasamtökin telja að breyta eigi dómsmeðferð samkeppnismála á þann veg að samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað dómum líkt og í Svíþjóð. Þar voru í síðustu viku fimm sænsk olíufélög dæmd í sænska markaðsdómstólnum til að greiða tæpan milljarð íslenskra króna fyrir ólöglegt samráð. Markaðsdómstóllinn, æðsta dómsstig Svía í samkeppnismálum, hækkaði þær sektir sem kveðnar höfðu verið upp í undirrétti um ríflega helming. 28.2.2005 00:01 Legókubbur stóð í dreng Drengur á sjötta ári varð fyrir því síðdegis á laugardag að gleypa legókubb sem stóð í hálsi hans og olli honum öndunarörðugleikum. Ekki tókst að losa um kubbinn og því var drengurinn fluttur með hraði á slysadeild Landspítalans. 28.2.2005 00:01 Leikarar verði verkefnaráðnir Óánægju gætir meðal leikara Þjóðleikhússins eftir að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tilkynnti á fundi í morgun með þeim um uppsagnir tíu fastráðinna leikara af 33. Markmiðið er að verkefnaráða leikara frekar framvegis. Þeim sem skemmst hafa starfað við leikhúsið verður sagt upp. 28.2.2005 00:01 Bryndís hættir á þingi 1. ágúst Bryndís Hlöðversdóttir ætlar að hætta þingmennsku til að taka við stöðu deildarforseta lagadeildar Viðskiptaháskólans í Bifröst. Gert er ráð fyrir að hún hætti þingstörfum 1. ágúst. Næsti maður inn á þing er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 28.2.2005 00:01 Forseti Íslands fær heiðursorðu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður í dag sæmdur heiðursorðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, orðu heilags Valdimars konungs. Alexei II patríarki ákvað þann 17. febrúar að Ólafur Ragnar skyldi fá orðuna fyrir stuðning sinn við starf safnaðar rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og baráttu fyrir því að hér verði byggð kirkja. 28.2.2005 00:01 Gjaldskrá hækkar ef ekki semst Gjaldskrá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hækkar um þúsundir króna náist ekki nýir samningar við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fyrir kvöldið. Deilt er um svokallað afsláttarþak sem sjúkraþjálfarar segja að hafi lamandi áhrif á starfsemina. 28.2.2005 00:01 Segir blað brotið í sögu flokksins Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður. 28.2.2005 00:01 Bjartsýnni á lausn Fischer Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. 28.2.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd skilar áliti í mars Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, stefnir að því að skila áliti sínu seint í mars. Til stóð að skila álitinu 1. febrúar en strax þá var ljóst að það gengi ekki. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, sagði að nefndinni hefði verið ætlaður of naumur tími til verksins og tímasetningin hefði verið óraunhæf. Karl segir nú að verkið gangi vel og vonandi verði því lokið um eða eftir páska. 28.2.2005 00:01 Páfi sagður á góðum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega. 28.2.2005 00:01 Drukknuðu við skírnarathöfn Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. 28.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Breyttu gamalli hlöðu í reiðskemmu Það er allt hægt með viljann að vopni. Þetta vita félagar í hestamannafélaginu á Álftanesi sem höfðu enga fjárhagslega burði til að byggja reiðhöll. Í staðinn unnu tugir sjálfboðaliða nótt sem nýtan dag við að breyta gamalli hlöðu í reiðskemmu, svo hægt yrði að kenna yngstu kynslóðinni reiðlistina í skjóli fyrir veðri og vindum. 5.3.2005 00:01
Grunur um skattsvik á stöðunum Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. 5.3.2005 00:01
Þingið á suðupunkti á tímabili Magnús Þór Hafsteinsson var endurkjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins með tæplega 70 prósentum atkvæða á landsþingi flokksins í dag. Landsþingið var á suðupunkti síðdegis áður en niðurstaðan fékkst en svo féll allt í ljúfa löð. 5.3.2005 00:01
Fimmfalt fleiri reyna sjálfsvíg Ætla má að fjöldi sjálfsvígstilrauna hér á landi hafi nær fimmfaldast síðustu ár samkvæmt tölum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið saman. 5.3.2005 00:01
Segja ökumann hafa óhlýðnast Talsmaður Bandaríkjahers segir að ökumaður bíls með ítölskum gísl, sem nýbúið var að leysa úr haldi í Írak, hafi ekki sinnt viðvörunarskotum. Því hafi verið skotið á bílinn með þeim afleiðingum að gíslinn særðist og björgunarmaður hans lést. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. 5.3.2005 00:01
Fischer sakaður um skattalagabrot Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. 5.3.2005 00:01
1. maí ekki haldinn 1. maí? Fyrsta maí kröfugangan gæti heyrt sögunni til. Hún er barn síns tíma og stendur ekki undir væntingum að mati miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands. Verði stjórninni að vilja sínum gæti það einnig þýtt að framvegis verði haldið upp á 1. maí þann 3. eða jafnvel 7. maí. 5.3.2005 00:01
Græddu hendur aftur á mann Bandarískum læknum tókst á ævintýralegan hátt að græða hendur á mann, sem missti þær í vinnuslysi. 5.3.2005 00:01
Fjöldi kynnti sér námsleiðir Fjöldi væntanlegra háskólanema kynnti sér starfsemi sjö háskóla á Stóra háskóladeginum sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær. Uppákomur sem Listaháskólinn stóð fyrir settu svip á daginn og skemmtu þeim sem komu til að kynna sér starfsemi skólanna. 5.3.2005 00:01
Magnús endurkjörinn Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða. 5.3.2005 00:01
Kuldakast í Danmörku Hvert kuldametið á fætur öðru hefur fallið undanfarna daga í Danmörku. Frost hefur farið niður fyrir tuttugu gráður sem er það kaldasta sem mælst hefur í átján ár. 5.3.2005 00:01
Kviknaði í olíuskipi Þyrla þurfti að bjarga áhöfn norsks olíuflutningaskips eftir að eldur kom upp í því nokkra kílómetra undan strönd Noregs. Eldurinn blossaði upp í vélarrúmi skipsins og fékk áhöfn skipsins, 28 Indverjar, ekkert við eldinn ráðið. 5.3.2005 00:01
Assad lofar brotthvarfi Bashar Assad, forseti Sýrlands, hét því í gær að draga hersveitir Sýrlendinga í Líbanon til líbansk-sýrlensku landamæranna. 5.3.2005 00:01
Töldu sig úr hættu "Við töldum hættuna að baki eftir að búið var að bjarga mér. Þess í stað lentum við allt í einu í skothríð," sagði Giuliana Sgrena blaðamaður sem haldið var í gíslingu í mánuð í Írak. 5.3.2005 00:01
17 milljónir í einbýlishúsalóð Tilboð í lóðir í þriðja hluta Norðlingaholts eru mun hærri en í fyrri hluta hverfisins. Verktakar bjóða andvirði tæpra sjö milljóna króna á hverja íbúð í fjölbýlishúsum. Sá sem hæst bauð í einbýlishús dregur tilboðið til baka. </font /></b /> 5.3.2005 00:01
Tugmilljóna hækkun milli ára "Þetta eru tilboð upp á fimmtíu prósenta hækkun frá því sem nú er," segir Ragnar Gunnlaugsson á Bakka, formaður veiðifélagsins sem á Víðidalsá, um tilboðin sem bárust í leigu árinnar næsta ár. 5.3.2005 00:01
Órói vegna veru Ísraela Það kemst enginn friður á í borgum Palestínumanna á Vesturbakkanum fyrr en Ísraelar fara þaðan með herlið sitt, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. 5.3.2005 00:01
Leituðu sannana fyrir skattsvikum Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. 5.3.2005 00:01
Lágmarkslaunin fara í 113 þúsund Laun félaga í SFR - stéttarfélagi í almannaþágu hækka um átján prósent samkvæmt nýgerðum samningi við fjármálaráðuneytið. Samningurinn verður undirritaður næsta miðvikudag og mun gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. apríl 2008. 5.3.2005 00:01
Eldur í togaranum Breka í gærkvöld Talsverður eldur kom upp í togaranum Breka KE í Njarðvíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu vegna eldsins í svokallaðri stakkageymslu eða þar sem yfirhafnir áhafnar eru geymdar. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og tókst reykköfurum að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. 28.2.2005 00:01
Mótmæla banni við mótmælum Þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í nótt til þess að mótmæla fyrirhuguðu banni stjórnvalda við opinberum mótmælum. Bannið, sem á að taka gildi í dag, var ákveðið eftir að ljóst var að andstæðingar og stuðningsmenn stjórnvalda höfðu boðað til mótmæla á sama tíma og sama stað í höfuðborginni. 28.2.2005 00:01
Fagna nýrri stefnu varðandi ESB Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili. 28.2.2005 00:01
Fagna eflingu jafnréttis Landssamband framsóknarkvenna telur að djúp spor hafi verið mörkuð í sögu framsóknarkvenna og þar með sögu flokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti innan flokksins. Framsóknarkonur telja að þau skref muni án efa leiða Framsóknarflokkinn áfram til aukinna áhrifa og framgöngu í íslenskum stjórnmálum. 28.2.2005 00:01
Samskipti við ferðamenn í lágmarki Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Kúbu hefur verið skipað að halda samskiptum sínum við erlenda ferðamenn í lágmarki. Ferðamálaráð Kúbu hefur sent frá sér ályktun þar sem starfsmenn þess eru hvattir til þess að minnka samskipti sín við erlenda ferðamenn. 28.2.2005 00:01
Kynna skuldbreytingar námslána Menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa boðað til blaðamannafundar í dag til að kynna rétt lánþega til skuldbreytingar námslána í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN er rétturinn til að skuldbreyta láni afmarkaður við ákveðinn hóp lánþega, samtals tæplega 27 þúsund manns. 28.2.2005 00:01
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega. 28.2.2005 00:01
Sýrlendingar gripu bróður Saddams Það voru yfirvöld í Sýrlandi sem handtóku Sabawi Ibrahim Hasan, hálfbróður Saddams Husseins, og afhentu hann yfirvöldum í Írak. Þetta þykir til marks um það að Sýrlendingar séu tilbúnir til samvinnu við Bandaríkjastjórn sem hefur leynt og ljóst haldið því fram að þarlend yfirvöld hafi skotið skjólshúsi yfir uppreisnarmenn í Írak. 28.2.2005 00:01
Bera fram vantrauststillögu Stjórnarandstaðan í Líbanon hyggst freista þess á þingi í dag að fá samþykkta vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni vegna deilna í tengslum við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mikil óánægja er með ríkisstjórnina, sem er höll undir Sýrlendinga, og hefur stjórnarandstaðan haldið því fram að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðtilræðið fyrir tæpum tveimur vikum. 28.2.2005 00:01
Mannskæðasta árás frá kosningum Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01
Ólga vegna uppsagna Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hefur boðað til blaðamannafundar í Þjóðleikhúsinu í dag, en mikil ólga er meðal leikara sem starfa þar vegna fyrirhugaðra uppsagna tíu leikara frá og með morgundeginum, 1. mars. Leikarar í Þjóðleikhúsinu segja það óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum en þjóðleikhússtjóri segir búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. 28.2.2005 00:01
Býst við innrás Bandaríkjamanna Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak. 28.2.2005 00:01
Yfir 100 létust í sprengjuárás 105 létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum en hún átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það enn á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01
Forsætisráðherra til Danmerkur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur. Í heimsókninni mun Halldór hitta marga málsmetandi Dani og einnig forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja í Danmörku. Heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur lýkur á miðvikudag. 28.2.2005 00:01
Lifði af tvö skot í höfuðið Þrjátíu og sex ára gamall maður í Danmörku lifði það af að fá tvö byssuskot í ennið. Maðurinn var á heimili sínu þegar skotið var á hann í gegnum gluggarúðu og gardínu. Lögreglan segir að fyrirstaðan hafi verið nógu mikil til þess að draga úr afli kúlnanna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlurnar voru fjarlægðar. Lögreglan segist hafa grun um hver skotmaðurinn sé og er hans nú leitað. 28.2.2005 00:01
Samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað Neytendasamtökin telja að breyta eigi dómsmeðferð samkeppnismála á þann veg að samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað dómum líkt og í Svíþjóð. Þar voru í síðustu viku fimm sænsk olíufélög dæmd í sænska markaðsdómstólnum til að greiða tæpan milljarð íslenskra króna fyrir ólöglegt samráð. Markaðsdómstóllinn, æðsta dómsstig Svía í samkeppnismálum, hækkaði þær sektir sem kveðnar höfðu verið upp í undirrétti um ríflega helming. 28.2.2005 00:01
Legókubbur stóð í dreng Drengur á sjötta ári varð fyrir því síðdegis á laugardag að gleypa legókubb sem stóð í hálsi hans og olli honum öndunarörðugleikum. Ekki tókst að losa um kubbinn og því var drengurinn fluttur með hraði á slysadeild Landspítalans. 28.2.2005 00:01
Leikarar verði verkefnaráðnir Óánægju gætir meðal leikara Þjóðleikhússins eftir að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tilkynnti á fundi í morgun með þeim um uppsagnir tíu fastráðinna leikara af 33. Markmiðið er að verkefnaráða leikara frekar framvegis. Þeim sem skemmst hafa starfað við leikhúsið verður sagt upp. 28.2.2005 00:01
Bryndís hættir á þingi 1. ágúst Bryndís Hlöðversdóttir ætlar að hætta þingmennsku til að taka við stöðu deildarforseta lagadeildar Viðskiptaháskólans í Bifröst. Gert er ráð fyrir að hún hætti þingstörfum 1. ágúst. Næsti maður inn á þing er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 28.2.2005 00:01
Forseti Íslands fær heiðursorðu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður í dag sæmdur heiðursorðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, orðu heilags Valdimars konungs. Alexei II patríarki ákvað þann 17. febrúar að Ólafur Ragnar skyldi fá orðuna fyrir stuðning sinn við starf safnaðar rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og baráttu fyrir því að hér verði byggð kirkja. 28.2.2005 00:01
Gjaldskrá hækkar ef ekki semst Gjaldskrá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hækkar um þúsundir króna náist ekki nýir samningar við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fyrir kvöldið. Deilt er um svokallað afsláttarþak sem sjúkraþjálfarar segja að hafi lamandi áhrif á starfsemina. 28.2.2005 00:01
Segir blað brotið í sögu flokksins Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður. 28.2.2005 00:01
Bjartsýnni á lausn Fischer Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. 28.2.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd skilar áliti í mars Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, stefnir að því að skila áliti sínu seint í mars. Til stóð að skila álitinu 1. febrúar en strax þá var ljóst að það gengi ekki. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, sagði að nefndinni hefði verið ætlaður of naumur tími til verksins og tímasetningin hefði verið óraunhæf. Karl segir nú að verkið gangi vel og vonandi verði því lokið um eða eftir páska. 28.2.2005 00:01
Páfi sagður á góðum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega. 28.2.2005 00:01
Drukknuðu við skírnarathöfn Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. 28.2.2005 00:01