Innlent

Samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað

Neytendasamtökin telja að breyta eigi dómsmeðferð samkeppnismála á þann veg að samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað dómum líkt og í Svíþjóð. Þar voru í síðustu viku fimm sænsk olíufélög dæmd í sænska markaðsdómstólnum til að greiða tæpan milljarð íslenskra króna fyrir ólöglegt samráð. Markaðsdómstóllinn, æðsta dómsstig Svía í samkeppnismálum, hækkaði þær sektir sem kveðnar höfðu verið upp í undirrétti um ríflega helming. Cleas Norgren, formaður sænsku samkeppnisstofnunarinnar, tekur sérstaklega fram að sektirnar eigi að koma í veg fyrir að samráð borgi sig. Þetta taka íslensku neytendasamtökin undir og benda á að sambærilegar sektir íslensku olíufélaganna hafi verið mun lægri en reiknaður hagnaður þeirra af samráðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×