Fleiri fréttir

Pútín treystir Írönum

Vladímír Pútín, forseti Rússland, lýsti því yfir í dag að hann væri sannfærður um að Íranar hygðust ekki smíða kjarnorkuvopn heldur nýta kjarnorkuframleiðslu sína eingöngu í friðsamlegum tilgangi. Þetta lét forsetinn hafa eftir sér fyrir fund með aðalsamningamanni Írana í kjarnorkudeilum Írans við Bandaríkin og Evrópusambandið.

Fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi

Finnska ríkisráðið hefur veitt Industrins Kraft leyfi til að byggja fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi. Bygging versins, sem mun bera heitið Olkiluoto 3, mun sennilega hefjast nú þegar. Pólitísk ákvörðun um bygginguna var tekin í þinginu fyrir þremur árum og sveitarfélagið Eurajoki, þar sem verið kjarnorkuverður byggt, veitti fyrr í þessari viku byggingarleyfi.

Mágurinn yfirmaður leyniþjónustu

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur skipað mág sinn yfirmann leyniþjónustu hersins. Bashar al-Assad erfði forsetaembættið eftir föður sinn, Hafes al-Assad, og því má segja að fjölskylda þeirra sé æði valdamikil í Sýrlandi.

Handtekinn fyrir að hjóla nakinn

Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var handtekinn á Nýja-Sjálandi síðastliðinn sunnudag fyrir að hjóla um berrassaður á reiðhjóli sínu. Hann var að mótmæla of mikilli bílanotkun og mengun sem af henni stafaði. Honum var gert að mæta fyrir dómara vegna ósiðsamlegs framferðis og hann mætti samviskusamlega - enn þá berrassaður.

Fegurðardrottning tapar máli

Fyrrverandi þátttakandi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is tapaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur máli sem hún höfðaði á hendur aðstandendum keppninnar og íslenska ríkinu. Stúlkan hafði tekið þátt í kynningu á torfærukeppni og slasast þegar hún keyrði yfir sandbing. Hún krafðist bóta upp á tæplega tvær milljónir króna.

Hótar að boða til kosninga

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hótar að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður flokks síns. Hans Enoksen er formaður Síúmút sem er stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer formannskjör fram á morgun.

Níu mosa - tilfelli frá áramótum

Mosa - sýkingabakteríur hafa fundist í níu manns hér frá áramótum, að sögn Ólafs Guðlaugssonar yfirlæknis sýkingavarnadeildar á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Hryðjuverkaleiðtogi bjó í Danmörku

Líbanskur maður, sem bjó í Danmörku í fjórtán ár, er nú leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ansar al-Islam sem hafa myrt að minnsta kosti eitt þúsund manns í Írak. Í Danmörku var maðurinn dæmdur fyrir rán á peningaflutningabíl og er einnig talinn hafa átt þátt í öðru ráni.

Þúsundir hrafna skotnar árlega

Fjöldi þeirra dýra sem veidd eru hérlendis ár hvert skiptir hundruðum þúsunda. Flest þessara dýra eru veidd til matar en nokkrar tegundir teljast meindýr. Þar á meðal eru hrafnar.

Kakkalakkar fangaðir með eigin þef

Hugsanlegt er að hægt verði að nota sérstaka lykt sem kvenkyns kakkalakkar gefa frá sér til þess að hafa hemil á dýrategundinni. Að þessu hafa vísindamenn við ríkisháskólann í New York komist, en þeir hafa unnið að því að efnagreina ferómón sem kvenkyns kakkalakkar senda út til þess að lokka karldýr til sín.

Yfir 120 rænt í Írak undanfarið ár

Yfir 120 útlendingum hefur verið rænt í Írak síðastliðið ár og hefur um þriðjungur þeirra verið tekinn af lífi en sumum sleppt eftir að komið hefur verið til móts við kröfur mannræningja. Tyrkir eru fjölmennastir á lista þeirra sem rænt hefur verið, eða alls 14, en 12 Nepölum var rænt í fyrra og þeir allir teknir af lífi.

Mótmælir ákvörðun vegna auglýsinga

Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, mótmælir þeirri ákvörðun Samkeppnisstofnunar að mælast til þess að Umferðarstofa taki þrjár sjónvarpsauglýsingar sínar úr umferð. Í yfirlýsingu frá SÍA segir meðal annars: „Ekki verður séð að sú fullyrðing Samkeppnisstofnunar fái staðist, að í auglýsingum Umferðarstofu sé sýnt hættulegt atferli sem haft geti þannig áhrif á börn að þau líki eftir þeirri hegðun sem sýnd er í auglýsingunum.“

Nota krana og vélmenni í niðurrif

Fjarstýrðir kranar verða notaðir til þess að rífa niður skelina af Windsor-skýjakljúfinum sem brann í Madríd um síðustu helgi. Byggingin er þrjátíu og tvær hæðir. Ekkert er eftir af henni nema burðargrindin en hún er svo veikburða eftir eldinn að ekki er talið óhætt að senda menn inn í hana til vinnu.

Aðgerðir vegna gigtarlyfja

Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2 lyfjaflokksins, sem fela í sér viðvaranir til lækna um ávísun lyfjanna. Þessar aðgerðir eiga einnig við á Íslandi.

Aðgerðir vegna COX-2 hemla

Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun.

Skoðar viðskipti með fasteignir

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir.

Áfram í 96 milljóna ábyrgð

Reykjavíkurborg verður áfram í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun þó að 44,5 prósenta hlutur borgarinnar í fyrirtækinu verði seldur.

Reynt að afstýra trúarbragðastríði

Öfgahópar súnnímúslima í Írak hafa ráðið að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í dag. Árásir súnníta á sjíta fara vaxandi dag frá degi en yfirvöld reyna hvað þau geta til að afstýra trúarbragðastríði í landinu.

Ísraelar hætta niðurrifi

Stjórnvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna að brjóta og eyðileggja hús aðstandenda sjálfsmorðsárásarmanna skili engum árangri og hafa ákveðið að hætta þeirri iðju. Þetta er í anda þeirrar þíðu sem nú er brostin á í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna.

Kosið um stjórnarskrá ESB á Spáni

Spánverjar verða fyrstir Evrópusambandsþjóða til að kjósa um nýja stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Spænska ríkisstjórnin hefur varið stórfé til að kynna stjórnarskrána en þrátt fyrir það er búist við lélegri kosningaþátttöku enda virðast fáir Spánverjar hafa áhuga á málinu.

Thatcher neitar aðild að valdaráni

Sonur Margrétar Thatchers, Mark Thatcher, mætti fyrir rétt í morgun vegna gruns um að hann hafi fjármagnað misheppnað valdarán í Miðbaugs-Gíneu í Afríku á síðasta ári. Thatcher yngri, sem hefur stundað almennt brask um alla Afríku og keypti meðal annars þyrlu fyrir valdaránsmennina, harðneitar sök.

Nokkurra saknað eftir fellibyl

Nokkurra manna er saknað á smáeyjum á Suður-Kyrrahafi en tveir fellibyljir, Nancy og Ólafur, hafa gengið yfir svæðið síðustu daga. Alls er fjögurra fiskibáta saknað og hafa flugvélar og þyrlur frá Nýja-Sjálandi leitað á hafsvæðinu.

Konungshjón Svíþjóðar í Taílandi

Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru nú í opinberri heimsókn í Taílandi þar sem þau hafa skoðað þau svæði sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan gekk þar á land á öðrum degi jóla. Að minnsta kosti 113 Svíar létu lífið í hamförunum í Taílandi.

Kim Jong-il fagnar afmæli sínu

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hélt upp á sextugasta og þriðja afmælisdag sinn í dag með því að koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í tvo mánuði. Sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi Kims en hann virtist við hestaheilsu og sat rússneska danssýningu.

bjorn.is tíu ára

"Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan.

Magni hættir í haust

"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein.

Ekki úr greipum Bandaríkjamanna

Það sækir enginn menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilja ekki láta þá lausa, segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og telur allt hafa verið gert til að hjálpa Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í stofufangelsi í Texas. Vonbrigði, segja ættingjar Arons.

Hægt að rýma miðbæinn á 20 mínútum

Það gæti tekið á aðra klukkustund að rýma miðbæ Reykjavíkur ef öryggi fólks þar væri ógnað þar sem ekki er til nein rýmingaráætlun. Væri hún til tæki aðeins innan við tuttugu mínútur að rýma miðborgina á menningarnótt.

Fá greiddar 450 krónur á tímann

Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann.

Hljóta að geta fyrirgefið Fischer

Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka.

Segir seinagang óviðunandi

Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé.

Í fótspor Vesturfara

Hópur reiðmanna mun feta í fótspor íslenskra landnema í Kanada í sumar og ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á íslenskum hrossum. Það er ungur Kanadamaður sem skipuleggur ferðina en segja má að kveikjan að þessum leiðangri hafi verið snjóbrettaiðkun í kanadískum fjallshlíðum.

Berklar í Hollandi

Berklasjúkdómurinn hefur gert vart við sig í borginni Zeist í Hollandi. Fyrr í mánuðinum greindist kona sem vinnur á búðarkassa í matvöruverslun með sjúkdóminn. Í kjölfarið fóru 21 þúsund manns, sem töldu sig mögulega hafa komist í snertingu við konuna, í berklapróf.

Lungnabólgufaraldur í Kongó

Að minnsta kosti 60 hafa látist í mannskæðum lungnabólgufaraldri sem nú geisar í Kongó í Afríku. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er þetta versti lungnabólgufaraldur sem greinst hefur í heiminum í 50 ár.

Rússar styðja Írani

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segist sannfærður um að Íranir séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Eftir fund í Moskvu með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarnorkumála Írana, sagði Pútín að rússnesk stjórnvöld myndu áfram vinna með Írönum og hjálpa að ljúka smíði kjarnakljúfs í borginni Bushehr í suðurhluta Írans.

Ekki aðeins pyntingar í Abu Ghraib

Svo virðist sem Bandaríkjaher noti pyntingar á kerfisbundinn hátt til að yfirheyra fanga. Komið hefur í ljós að bandarískir hermenn hafa ekki bara stundað pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og á Guantanamo á Kúbu, heldur líka í Afganistan.

Fundu 4 tonn af maríjúana

Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna.

Starfsfólkið með súrefnisgrímur

Eigandi kaffishússins Prikið á Laugarveginum er æfur vegna fyrirhugaðs reykingabanns á veitingastöðum. Í lok vikunnar var lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. "Ég vil fá að hafa reykingarfólk inni á Prikinu" segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins.

Ráðist á síja-múslíma í Írak

Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag.

Glitský sjaldgæf í borginni

Glitský sáust yfir Reykjavíkurborg í gærmorgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir óvanalegt að sjá glitský á sunnanverðu landinu en ekki sé nema um mánuður síðan þau sáust síðast.

Vélstjórar bíða Sólbaksdóms

Félagsdómur hefur ekki kveðið upp dóm í Sólbaksmálinu. Vélstjórafélag Íslands kærði og vill láta ógilda Sólbakssamninginn sem útgerðin Brim hf. gerði um skipið Sólbak og við áhöfn þess. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins átti von á úrskurði dómsins í vikunni:

Stálu þriggja tonna tjakki

Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk.

Brotist inn í skóla á Stokkseyri

Fartölvum, skjám og öðrum tölvubúnaði var stolið úr skóla á Stokkseyri þegar brotist var þar inn í fyrrinótt. Þegar Fréttablaðið fór prentun í gærkvöldi hafði löreglan ekki náð þjófinum.

Fimm handteknir vegna fíkniefna

Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af fimm manns í þremur óskyldum fíkniefnamálum í fyrri nótt. Bifreið var stöðvuð í Garðabæ og fannst þá lítið magn af amfetamíni og maríjúana. Í framhaldinu var gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust þá 50 grömm af amfetamíni. Tveir menn voru handteknir og gistu fangsklefa. 

Rúta fauk af veginum á Söndum

Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur.

Sjá næstu 50 fréttir