Ekki úr greipum Bandaríkjamanna 18. febrúar 2005 00:01 Það sækir enginn menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilja ekki láta þá lausa, segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og telur allt hafa verið gert til að hjálpa Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í stofufangelsi í Texas. Vonbrigði, segja ættingjar Arons. Aron Pálmi Ágústsson var þrettán ára þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sér yngri dreng. Hann var sjálfur ellefu ára þegar hann framdi brotið. Aron afplánaði 7 ár af dómnum í rammgerðu fangelsi og eru nú í stofufangelsi í Texas. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr nema hafa staðsetningartæki bundið um ökklann. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að beiðni ættingja Arons tekið málið upp við yfirvöld í Washington og í Texas en án árangurs. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir málið allt hið dapurlegasta en utanríkisráðuneytið hafi gert það sem það hafi getað eftir því sem honum sýnist. Hann hafi lesið yfir hvað fyrri utanríkisráðherra hafi gert og hann viðist hafa farið í málið af fullkominni einurð og gert það sem hægt var að gera. Íslendingar sæki ekki menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilji ekki láta þá lausa, það sé algjörlega ljóst. Fréttastofa Stöðvar 2 sýndi Valgerði Hermannsdóttur, frænku Arons og helsta talsmanni hans, svör Davíðs en ættingjar hans hér á landi vonuðust til þess að Aron fengi að afplána það sem eftir væri af dómnum hér á landi. Valgerður segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði en hún komi ekki á óvart. Litlu sé við þetta að bæta öðru en því að heitasta ósk Arons Pálma sé að komast til Íslands. Hún voni ef þetta gangi ekki að Aron Pálmi haldi vistina ytra út. Valgerður segir að ættingjar Arons gefist ekki upp en þeir viti ekki hvað hægt sér að gera í stöðunni. Þeir muni styðja Aron en allt líti út fyrir að hann þurfi að vera í stofufangelsi og megi ekki fara út fyrir hússins dyr nema að hafa staðsetningartæki bundið um ökklann á sér í tvö ár og sex mánuði til viðbótar. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Það sækir enginn menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilja ekki láta þá lausa, segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og telur allt hafa verið gert til að hjálpa Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í stofufangelsi í Texas. Vonbrigði, segja ættingjar Arons. Aron Pálmi Ágústsson var þrettán ára þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sér yngri dreng. Hann var sjálfur ellefu ára þegar hann framdi brotið. Aron afplánaði 7 ár af dómnum í rammgerðu fangelsi og eru nú í stofufangelsi í Texas. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr nema hafa staðsetningartæki bundið um ökklann. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að beiðni ættingja Arons tekið málið upp við yfirvöld í Washington og í Texas en án árangurs. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir málið allt hið dapurlegasta en utanríkisráðuneytið hafi gert það sem það hafi getað eftir því sem honum sýnist. Hann hafi lesið yfir hvað fyrri utanríkisráðherra hafi gert og hann viðist hafa farið í málið af fullkominni einurð og gert það sem hægt var að gera. Íslendingar sæki ekki menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilji ekki láta þá lausa, það sé algjörlega ljóst. Fréttastofa Stöðvar 2 sýndi Valgerði Hermannsdóttur, frænku Arons og helsta talsmanni hans, svör Davíðs en ættingjar hans hér á landi vonuðust til þess að Aron fengi að afplána það sem eftir væri af dómnum hér á landi. Valgerður segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði en hún komi ekki á óvart. Litlu sé við þetta að bæta öðru en því að heitasta ósk Arons Pálma sé að komast til Íslands. Hún voni ef þetta gangi ekki að Aron Pálmi haldi vistina ytra út. Valgerður segir að ættingjar Arons gefist ekki upp en þeir viti ekki hvað hægt sér að gera í stöðunni. Þeir muni styðja Aron en allt líti út fyrir að hann þurfi að vera í stofufangelsi og megi ekki fara út fyrir hússins dyr nema að hafa staðsetningartæki bundið um ökklann á sér í tvö ár og sex mánuði til viðbótar.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði