Erlent

Pútín treystir Írönum

Vladímír Pútín, forseti Rússland, lýsti því yfir í dag að hann væri sannfærður um að Íranar hygðust ekki smíða kjarnorkuvopn heldur nýta kjarnorkuframleiðslu sína eingöngu í friðsamlegum tilgangi. Þetta lét forsetinn hafa eftir sér fyrir fund með aðalsamningamanni Írana í kjarnorkudeilum Írans við Bandaríkin og Evrópusambandið. Rússar reisa nú kjarnorkuver í Íran og segist Pútín vona að Íranar fari í einu og öllu að þeim samningum sem þeir hafi gert við Rússa og á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Rússa fyrir að reisa kjarnakljúf í suðurhluta Írans, sem taka á í gagnið síðar á árinu, og þykir víst að George Bush Bandaríkjaforseti muni taka málið upp á fundi sínum með Pútín Rússlandsforseta í Bratislava í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×