Innlent

Vélstjórar bíða Sólbaksdóms

Félagsdómur hefur ekki kveðið upp dóm í Sólbaksmálinu. Vélstjórafélag Íslands kærði og vill láta ógilda Sólbakssamninginn sem útgerðin Brim hf. gerði um skipið Sólbak og við áhöfn þess. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins átti von á úrskurði dómsins í vikunni: "Þetta á nú að vera flýtidómstóll og skrítið að hann sé ekki búinn að kveða upp sinn dóm," segir Helgi. Vélstjórafélagið hafi kært fyrir nær mánuði síðan og dómnum skylt að skila niðurstöðunni innan mánaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×