Fá greiddar 450 krónur á tímann 18. febrúar 2005 00:01 Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann. Undanfarna mánuði hefur Samiðn kannað hversu margir útlendingar starfa sem iðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru um 15 prósent, þar af eru 10 prósent svokallaðir draugaverkamenn. Þeir koma frá Evrópsambandslöndunum, sumir sem ferðamenn. Nafngiftin kemur til vegna þess að engar skrár eða pappírar eru til um þessa menn. Vitað er að fyrirtæki gera út erlent vinnuafl til að gera nánast hvað sem er, hvort heldur er að moka sand eða byggja hús. Oft og tíðum er aðbúnaður þessa fólks fyrir neðan allar hellur. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ hafi menn heyrt sögur af því að erlendir verkamenn séu látnir gista á þeim vinnustöðum sem þeir eru að vinna í. Vitað sé að þeir hafi verið geymdir í íbúðargámum og hjólhýsum. Það er þó ekki aðeins ólöglegt, erlent vinnuafl sem býr við slíkar aðstæður því dæmi eru um að eins sé ástatt fyrir þeim sem hafa öll tilskilin leyfi. Fólkið er þá skráð á einum stað en er svo látið hírast í skúrum eða á verkstæðum. Þessi starfsemi þar sem aðstæður eru óviðunandi hafa þó sloppið í gegnum lagarammann og einnig það að borga fólkinu lág laun. Finnbjörn segir að Samiðnarmenn viti ekki annað en það sem þeir fáu sem þorað hafa að að leita til þeirra hafi sagt þeim og þar sé rætt um að erlendir starfsmenn fái 450-600 krónur á tímann. Aðspurður hvers vegna þetta sé látið viðgangast segir Finnbjörn að það sé ekki gert. Að stórum hluta sé um að ræða neðanjarðarstarfsemi sem erfitt sé að taka á. Samiðn hafi reynt það, að hluta til í samstarfi við lögreglu, og hann viti að Útlendingastofnun kanni málið. Það vinnist hins vegar ákaflega lítið en Samiðn reyni að uppræta þessa starfsemi með eftirliti. Þetta verði ekki látið viðgangast því það skekki samkeppni bæði félagsmanna í Samiðn og fyrirtækjanna sem reyni að halda úti eðlilegri atvinnustarfsemi hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann. Undanfarna mánuði hefur Samiðn kannað hversu margir útlendingar starfa sem iðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru um 15 prósent, þar af eru 10 prósent svokallaðir draugaverkamenn. Þeir koma frá Evrópsambandslöndunum, sumir sem ferðamenn. Nafngiftin kemur til vegna þess að engar skrár eða pappírar eru til um þessa menn. Vitað er að fyrirtæki gera út erlent vinnuafl til að gera nánast hvað sem er, hvort heldur er að moka sand eða byggja hús. Oft og tíðum er aðbúnaður þessa fólks fyrir neðan allar hellur. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ hafi menn heyrt sögur af því að erlendir verkamenn séu látnir gista á þeim vinnustöðum sem þeir eru að vinna í. Vitað sé að þeir hafi verið geymdir í íbúðargámum og hjólhýsum. Það er þó ekki aðeins ólöglegt, erlent vinnuafl sem býr við slíkar aðstæður því dæmi eru um að eins sé ástatt fyrir þeim sem hafa öll tilskilin leyfi. Fólkið er þá skráð á einum stað en er svo látið hírast í skúrum eða á verkstæðum. Þessi starfsemi þar sem aðstæður eru óviðunandi hafa þó sloppið í gegnum lagarammann og einnig það að borga fólkinu lág laun. Finnbjörn segir að Samiðnarmenn viti ekki annað en það sem þeir fáu sem þorað hafa að að leita til þeirra hafi sagt þeim og þar sé rætt um að erlendir starfsmenn fái 450-600 krónur á tímann. Aðspurður hvers vegna þetta sé látið viðgangast segir Finnbjörn að það sé ekki gert. Að stórum hluta sé um að ræða neðanjarðarstarfsemi sem erfitt sé að taka á. Samiðn hafi reynt það, að hluta til í samstarfi við lögreglu, og hann viti að Útlendingastofnun kanni málið. Það vinnist hins vegar ákaflega lítið en Samiðn reyni að uppræta þessa starfsemi með eftirliti. Þetta verði ekki látið viðgangast því það skekki samkeppni bæði félagsmanna í Samiðn og fyrirtækjanna sem reyni að halda úti eðlilegri atvinnustarfsemi hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira