Innlent

Glitský sjaldgæf í borginni

Glitský sáust yfir Reykjavíkurborg í gærmorgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir óvanalegt að sjá glitský á sunnanverðu landinu en ekki sé nema um mánuður síðan þau sáust síðast. Sigurður segir glitský vera ískristalla sem myndast í gríðarlegu frosti í 25 til 30 kílómetra hæð í háloftunum: "Þegar sólargeislarnir lenda á þeim brotnar ljósið í sitt litróf sem er rauður, gulur, grænn og blár." Á morgun þykknar upp og hlýnar samkvæmt spá Sigurðar: "Það eru því litlar líkur á að sjá glitský hér hjá okkur í borginni." Sigurður segir mun algengara að glitský myndist á norðanverðu landinu. Veðurlag sé annað á því sunnanverðu og úrkoma mun meiri: "Það veldur því að íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga ekki sömu möguleika og hinir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×