Fleiri fréttir

Nýnasistar boða dag hefndar

Um fimm þúsund þýskir nýnasistar fóru í göngu í Dresden í gær til að minnast þess að 60 ár voru liðin frá því 35 þúsund manns létu lífið í loftárásum bandamanna á borgina undir lok síðari heimsstyrjaldar.

Líktist mest villta vestrinu

Bandarískir hermenn og embættismenn keyrðu á milli verktaka í Bagdad með andvirði tuga og hundruða milljóna króna í seðlum og greiddu þeim í reiðufé fyrir verk sem þeir unnu. Peningarnir voru teknir úr byrgi Saddams Husseins og ekkert eftirlit með þeim eftir að þeir voru taldir út úr fjárhirslunum.

Afnotagjöld RÚV felld niður

Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð af samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Þingflokksformanni Framsóknarmanna líst best á nefskatt í staðinn.

Efnahagur heimsins í hættu

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kjarnorkuárás hryðjuverkamanna á stórborg á vesturlöndum gæti lagt efnahag heimsbyggðarinnar í rúst. Á ráðstefnu um öryggismál sem nú er haldin í Þýskalandi hvatti hann Bandaríkin og Evrópu til þess að styrkja sameiginlegar varnir heimsins gegn hryðjuverkum.

Dulbúið orð yfir flugstöð

Samgöngumiðstöð er dulbúið orð yfir flugstöð, segir formaður Samtaka um betri byggð og óttast að slík bygging muni festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Formaður Hollvinasamtaka flugvallarins fagnar hins vegar áformunum.

Tóku þriðja lægsta tilboði

Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðunum sem bárust í Suðurstrandarveg og gengið til samninga við verktaka sem átti þriðja lægsta boð.

Íslensk kona lést á Kanaríeyjum

68 ára gömul íslensk kona lést í bílslysi á Kanaríeyjum í fyrradag. Konan var að ganga yfir götu þegar ekið var á hana. Hún hét Sigurbjörg Bjarnadóttir og bjó í Neskaupstað. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn.

Fjórir á sjúkrahús eftir árekstur

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur við bæinn Fiskilæk í Mela-og Leirársveit í gærkvöld. Bifreiðarnar rákust beint framan á hvor aðra. Í öðrum var par og nota varð klippur til að ná þeim út úr bifreiðinni. Óttast er að þau séu illa slösuð að sögn lögreglu.

18 látnir, 25 særðir

Að minnsta kosti átján manns létu lífið og tuttugu og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk í bænum Músaíb í Írak í dag. Allir sem fórust og særðust voru óbreyttir borgarar. Bærinn er um sjötíu kílómetra sunnan við Bagdad.

Jökulfell: Veðrið óvenju slæmt

Sjópróf fóru fram í Færeyjum í gær vegna sjóslyssins þegar Jökulfell sökk aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Í þeim kom fram að veðrið á þessum slóðum hefði verið mun verra en áður var talið og ölduhæð meiri.

Á barnið sjálf

Kona í Flórída í Bandaríkjunum, sem kvaðst hafa séð nýfæddu barni kastað út úr bíl eins og greint er frá í frétt hér að neðan, reyndist sjálf vera móðir þess. Hún segist hafa gert þetta til þess að leyna því fyrir fjölskyldu sinni að hún hefði eignast barn. Konan er stórvaxin og bar þungunina svo vel að hún vissi það ekki sjálf fyrr en fyrir mánuði að hún væri ófrísk.

13. aftakan á árinu

Maður sem fengið hafði dóm fyrir eiturlyfjasmygl var tekinn af lífi í Sádi-Arabíu í dag. Hörð viðurlög eru við hvers kyns glæpum í þessu strangtrúaða múslimaríki og eru morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar gjarnan afhöfðaðir opinberlega, eins og í þessu tilviki.

17 ETA-meðlimir handteknir á viku

Spænska lögreglan handtók tvo meinta meðlimi ETA, samtaka aðskilnaðarsinna Baska, í tveimur bæjum á Spáni í morgun. Þar með hafa 17 manns sem taldir eru tengjast samtökunum verið handteknir í vikunni í rassíu sem lögreglan hefur staðið fyrir til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar sprengjuárásir.

Þingkosningar í Bretlandi í vor?

Búist er við að þingkosningar verði í Bretlandi í maí og útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn vinni þá þriðju kosningarnar í röð. Þrátt fyrir mikinn mótbyr, aðallega vegna Íraks, er búist við að Tony Blair leiði flokkinn til sigurs í kosningunum.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði Ísfirðinga verður opið til klukkan fimm í dag. Þar er nógur snjór og gott færi og allar lyftur opnar. Göngubrautir verða tilbúnar klukkan tólf. Á Ísafirði er logn og léttskýjað og níu stiga frost.

Matargjafir notaðar pólitískt

Stjórnarandstaðan í afríkuríkinu Zimbabwe segir að ríkisstjórnin noti matargjafir til þess að þvinga fólk til stuðnings við sig í komandi kosningum. Alþjóðlegar hjálparstofnanir sögðu í síðasta mánuði að tæplega sex milljónir manna líði skort í Zimbabwe en íbúar landsins eru tæpar þrettán milljónir.

Eftirlitið samkvæmt reglum

Jóel undir Lætinum, umboðsmaður Samskipa sem fylgdist með sjóprófum á ástæðum þess að Jökulfell sökk, segir að eftirlit skipverja með farminum, 2000 tonnum af stáli, hafi verið reglum samkvæmt.

Vann prófmál gegn Skífunni

Gunnlaugur Briem trommuleikari vann í gær dómsmál gegn Skífunni. Málið snýst um rétt Skífunnar til að gefa út hljóðfæraleik Gunnlaugs á alls kyns safnplötum, án þess að greiða Gunnlaugi sérstaklega fyrir. Þetta mál var prófmál og snérist um eina útgáfu geisladisks sem gefin var með pulsupökkum í stórmörkuðum.

18 kynferðisglæpamenn handteknir

Spænska lögreglan handtók í dag 18 menn sem taldir eru tilheyra glæpahring sem misnotað hefur börn kynferðislega og dreift myndum af slíku athæfi á Netinu. Mennirnir voru búsettir víða um Spán, þar á meðal í Madríd, Barcelona og Valencia.

NATO komi að friðarmálum

Atlantshafsbandalagið á að koma að friðarmálum í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna að sögn Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra bandalagsins. „Við eigum ekki að veigra okkur við stíga fram og bjóða aðstoð okkar til að koma á friðarsamkomulagi í Miðausturlöndum,“ sagði Scheffer á ráðstefnu í Þýskalandi í dag.

Amnesty óskar eftir andlitum

Amnesty International á Íslandi hefur fengið 233 einstaklinga til að leggja andlit sitt við herferð fyrir alþjóðlegum vopnaviðskiptasáttmála. Stefnt er að því að fá 1000 Íslendinga til að styðja herferðina með því að setja andlit sitt á alþjóðlega vefsíðu átaksins.

Vaknar eftir 20 ára dá

Bandarísk kona sem legið hefur lömuð og í hálfgerðu dái í 20 ár byrjaði að tala upp úr þurru í síðasta mánuði. Konan lenti í umferðarslysi í september 1984 þegar ekið var á hana. Hún lamaðist að öllu leyti og hefur síðan starað tómum augum á umhverfi sitt.

Vilja Rushdie enn feigan

Rithöfundurinn Salman Rushdie er enn á dauðalista öfgatrúaðra múslima í Íran að sögn talsmanns samtaka þeirra. Rushdie, sem af mörgum er talinn á meðal merkilegustu rithöfunda samtímans, lenti á þessum lista árið 1989 í kjölfar útgáfu skáldsögu hans, <em>Söngvar Satans</em>.

Töluverð ófærð í borginni

Töluverð ófærð hefur verið í borginni í dag vegna ofankomu, og þá sérstaklega í Grafarvogi, og óskaði gatnamálatjóri eftir aðstoð lögreglu við koma þar skikki á málin. Bílar hafa verið að festast og sérstaklega í íbúðargötum. Fjórir árekstrar hafa átt sér stað í borginni sem rekja má til færðarinnar en engin slys hafa orðið á fólki.

Færri reknir vegna kynhneigðar

Miklu færri hermönnum er nú vikið úr bandaríska hernum á þeim forsendum að þeir séu samkynhneigðir að því er kemur fram í skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og greint er frá í <em>Washington Post</em> í dag. Frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september 2001 hefur talan lækkað um helming.

Lögreglubifreið stórskemmdist

Ein bifreið lögreglunnar í Hafnarfirði embættisins er óökufær eftir gærkvöldið þar sem ökumaður annars fólksbíls keyrði þá inn í hlið hennar. Lögreglubíllinn var stórskemmdur að sjá, að sögn vegfaranda sem hafði samband við fréttastofuna, en lögreglumennirnir sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir að sögn varðstjóra á vakt.

Þjóðvegurinn styttist um 50 km

Þjóðvegurinn milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fimmtíu kílómetra á næstu átta árum samkvæmt stefnumörkun sem samgönguráðherra hefur kynnt. Þrír firðir á sunnanverðum Vestfjörðum verða brúaðir og göng grafin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Hundruð sópuðust á haf út

Hundruð manna sópuðust á haf út þegar stífla brast í suðurhluta Pakistans í gær. Skip frá strandgæslunni leita nú að fólki í sjónum. 

Harður árekstur í Borgarnesi

Harður árekstur varð við Fiskilæk í Leirársveit á föstudagskvöldið þegar tveir bílar skullu beint framan á hvorn annan.

Beraði kynfæri sín

Maður, sem talinn er vera á bilinu tuttugu til þrjátíu ára, beraði kynfæri sín á Austurvegi á Ísafirði síðdegis á fimmtudaginn.

Skafrenningur, snjóblinda og hálka

Færð var ekki sem best á höfuðborgarsvæðinu í gær. Færð í efri byggðunum í Grafarvogi var slæm og mikið fjúk. Íbúar áttu í vandræðum með akstur en lögreglan í Reykjavík veitti þeim hjálp sem þurftu.

Lettar í vinnu án leyfa

Vinnumálastofnun hefur kært fyrirtækið GT-verktakar til sýslumanns á Seyðisfirði. Fyrirtækið er með fjóra Letta í vinnu á Kárahnjúkum án dvalarleyfa eða atvinnuleyfa. Samkvæmt talsmanni GT-verktaka telur fyrirtækið sig vera réttum megin við lögin.

Bílvelta við Hvammstanga

Bifreið fór út af vegi og valt rétt fyrir þrjú í gærdag við Hvammstanga í Hrútafjarðarhálsi.

Íslensk kona lést

Íslensk kona lést í fyrradag eftir að ekið var á hana á Kanaríeyjum

Bestu myndir ársins valdar

Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands var opnuð í Gerðarsafni í dag. Um er að ræða nokkurs konar fréttaannál fyrir síðasta ár sem gerð eru skil á 200 ljósmyndum. Þetta er í tíunda sinn sem félagið stendur fyrir slíkri sýningu í Gerðarsafni en á henni eru jafnframt veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins.

Unglingspilti bjargað úr fljóti

Slökkviliðsmenn í Los Angeles björguðu í gær unglingspilti sem hafði fallið í Los Angeles fljót en það er nú í miklum vexti.

Fjöldi húsa við Laugaveg rifinn

Borgarstjórn hefur samþykkt niðurrif á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg. Það er þó algerlega á huldu hvernig þær byggingar munu líta út sem fylla munu skörðin.

Erfitt að greina orsök skipsskaða

Það verður erfitt að komast að því hvers vegna Jökulfellið sökk aðfaranótt mánudags samkvæmt frétt Útvarps Færeyja eftir sjópróf sem fram fóru í Færeyjum. Þar segir að litlar upplýsingar sé að hafa þar sem yfirmenn skipsins fórust þegar skipið sökk og þeir skipsmenn sem lifðu af geta litla grein gert fyrir atburðum síðustu mínúturnar.

Réðist á ófríska konu

Kona, sem komin er níu mánuði á leið, banaði konu sem réðist á hana vopnuð hníf. Talið er að árásarkonan hafi ætlað að ræna barninu sem ófríska konan gekk með.

Fann ekki barnið heldur átti það

Miskunnsami samverjinn sem sagðist hafa fundið nýfætt barn sem hent hefði verið út úr bíl var í raun og veru móðir barnsins. Hún viðurkenndi þetta fyrir lögreglu eftir að hafa upphaflega sagt að hún hefði séð par í bíl rífast og henda barninu út.

2/3 vöruflutninga hjá Flugleiðum

Tveir þriðju hlutar vöruflutninga í flugi milli Íslands og annarra landa eru nú í höndum Flugleiða eftir að félagið keypti flugfélagið Bláfugl í vikunni.

Greiða hálfan milljarð í bætur

Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda endi á málaferli gegn fyrirtækinu.

30 manns falla daglega

Írösku kosningarnar eru afstaðnar en ekkert lát er á bardögum og voðaverkum. Það sýna atburðir síðustu daga. Á aðeins einni viku hafa rúmlega 200 manns látið lífið, flestir í árásum vígamanna en aðrir í bardögum vígamanna við bandaríska hermenn og íraska þjóðvarðliða.

Hátt í 300 fórust í vatnaveðri

Nú er ljóst að í það minnsta 135 létu lífið af völdum flóðsins sem skall yfir Pasni-héraði í Pakistan þegar stífla brast þar á föstudag. Fimm hundruð manna er saknað eftir flóðið. Mikil rigning síðustu vikuna hefur valdið flóðum og aurskriðum í Pakistan sem hafa kostað 278 manns lífið.

Ódýrara að dópa en drekka

Að mati áfengisheildsala ætti fjármálaráðherra að endurskoða álögur ríkisins á áfengi í stað þess að hvetja heildsala til að gera betur. Þá segir hann að nú sé orðið ódýrara að dópa en drekka á Íslandi. 

Sjá næstu 50 fréttir