Fleiri fréttir Heimildamynd um Kabúl "Íslenska sveitin" heimildamynd í fullri lengd um íslensku friðargæsluna í Kabúl, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Reykjavík á fullveldisdaginn 1. desember. 26.10.2004 00:01 Guðfríður hlaut jafnréttisverðlaun Skákfrömuðurinn, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hlýtur jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs í ár, en verðlaunin voru afhent í þrettánda sinn í dag. Guðfríður Lilja gat þó ekki sjálf veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún er stödd á ólympíuskákmótinu á Mallorka, og tóku foreldrar hennar við viðurkenningunni í fjarveru hennar. 26.10.2004 00:01 Fjölgun árangurslausra fjárnáma Árangurslaus fjárnám á einstaklinga hafa aukist um rúmlega 50 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin á milli áranna 2003 og 2004 hjá aldurshópnum 26 til 30 ára </font /></b /> 26.10.2004 00:01 Aldrei jafnara Það stefnir í æsilegar kosningar í Bandaríkjunum því að munurinn á forsetaframbjóðendunum John Kerry og George Bush er hverfandi nú þegar aðeins vika er í kosningarnar. 26.10.2004 00:01 Bæjarstjórn samþykkti blokkir Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að fjórar umdeildar blokkir yrðu byggðar á Hrólfsskálamel en ákvað um leið að koma til móts við andstæðinga framkvæmdanna með því að fækka íbúðum og lækka húsin. Minnihlutinn telur breytingarnar ganga of skammt. 26.10.2004 00:01 Blá föt og rautt bindi Þótt þeir George W. Bush og John Kerry séu á öndverðum meiði í flestum málum þá eru þeir samstiga í fatavali: dökkblá jakkföt, hvít skyrta og rautt bindi. 26.10.2004 00:01 Vísitalan hríðlækkar Verð á hlutabréfum í Kauphöll Íslands lækkaði verulega í dag, annan daginn í röð. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúm sjö prósent á tveimur dögum. 26.10.2004 00:01 Sjálfsmorð tuttugu sinnum líklegri Sjálfsmorð eru tuttugu sinnum líklegri meðal fanga en hins almenna borgara. Mesta hættan er við upphaf afplánunnar og við uppkvaðningu þungra dóma. Karlmaður sem dæmdur var í gær í þriggja ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gagnvart stjúpdóttur sinni framdi sjálfsvíg í kjölfar dómsins. 26.10.2004 00:01 Enn ekkert að gerast Enn situr allt fast í kennaradeilunni, og staðan sú sama og fyrir helgi. Ríkissáttasemjari hefur ekki miðlunartillögu í undirbúningi enn sem komið er. Formlegur sáttafundur sem átti að hefjast klukkan fimm í dag, var enn ekki hafinn skömmu fyrir fréttir. 26.10.2004 00:01 Skipverjarnir sluppu ómeiddir Þrír skipverjar á bátnum Ósk KE sluppu ómeiddir þegar eldur kviknaði í stýrishúsi bátsins út af Garðskaga í gær. Tjón hleypur á milljónum króna. 26.10.2004 00:01 Á röngum stað á röngum tíma Ellefu ára gömul afgönsk stúlka og 23 ára gömul bandarísk kona létust í sjálfsvígssprengjuárásinni sem beint var gegn íslenska friðargæsluliðinu í Kabúl á laugardag. Afganska stúlkan hefur ekki verið nefnd með nafni í erlendum fjölmiðlum. Hún var ein af fjölmörgum börnum sem lifa á því að betla og selja notaðar bækur til útlendinga á götum Kabúl. Hún lést af sárum sínum á sjúkrahúsi snemma á sunnudagsmorgun. Bandaríska konan sem lést hét Jamei Michalsky og var frá bænum Cokato í Minnesota. 26.10.2004 00:01 Áttu ekki að yfirgefa flugvöllinn Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður friðargæsluliðsins í Kabúl, segir að hann hafi verið að sækja teppi í verslun í borginni þegar ráðist var á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl á laugardag. 26.10.2004 00:01 Kristinn nýtur stuðnings Framsóknarfélög í Norðvesturkjördæmi samþykkja nú hvert af öðru stuðningsyfirlýsingar við Kristinn H. Gunnarsson alþingismann um leið og fordæmd er brottvikning hans úr þingnefndum. 26.10.2004 00:01 Staða Samfylkingar óásættanleg Staða Samfylkingarinnar innan Reykjavíkurlistans er óásættanleg miðað við fylgi flokksins í borginni. Þetta kom fram í máli Andrésar Jónssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna, á fundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur í gærkvöld þar sem rætt var um Reykjavíkurlistann, árangur hans og framtíð. 26.10.2004 00:01 Skemmdir kannaðar Kafarar hafa kannað skemmdirnar sem urðu á bryggjunni í Neskaupstað á sunnudag þegar Baldvin Þorsteinsson EA sigldi á bryggjukantinn. Erfitt reyndist að meta þær vegna lélegs skyggnis. Sérfræðingur frá Siglingamálastofnun er farinn austur til að meta tjónið. 26.10.2004 00:01 Demókratar hægrisinnaðir Það sem telst vera til hægri eða vinstri í stjórnmálum í Evrópu er alls ekki það sama og hægri og vinstri í bandarískum stjórnmálum. 26.10.2004 00:01 Eigum að leyfa fjölbreytni Tvær tólf ára stúlkur voru í síðustu viku reknar úr frönskum skóla fyrir að neita að taka ofan höfuðslæðu. Ingvill Plesner er sérfræðingur í trúfrelsismálum og mannréttindum og er stödd hér á landi við rannsóknarstörf á vegum Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérstaklega skoðað nýleg lög í Frakklandi sem banna nemendum að ganga með áberandi trúartákn. 26.10.2004 00:01 Kalkþörungaverksmiðja að rísa Gerð landfyllingar undir kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal er langt komin. Stefnt er að því að verksmiðjan taki til starfa síðla næsta árs. Heimamenn segja tilkomu hennar ígildi stóriðju fyrir byggðina. 26.10.2004 00:01 Mikið tjón vegna eldsvoða Íslendingar sýna ekki nægilega aðgæslu við eldamennskuna og gleyma sér allt of oft, með skelfilegum afleiðingum. Eignatjón vegna eldsvoða af völdum rafmagns nam um þrjú hundruð milljónum króna á síðasta ári. 26.10.2004 00:01 Ökuriti fækkar óhöppum Bílslysum hefur fækkað um fimmtíu prósent hjá þeim fyrirtækjum sem hafa sérstakan ökurita í bíl sínum, sem skráir niður allar upplýsingar um á hvaða hraða menn keyra og eftir hvaða götum á hverjum tíma. 26.10.2004 00:01 Refsilaust að kýla tönn úr löggu Dómari hjá Héraðsdómi Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fangelsa mann sem kýldi lögregluþjón í Keflavík, þannig að hann missti tönn. Lögreglumaðurinn segir ótrúlegt að lögreglan sé ekki betur varin en þetta; ódýrara sé að sparka í hund en lögregluþjóna. Hann fær enn höfuðverkjaköst. 26.10.2004 00:01 Nýr meirihluti L-lista og D-lista á Héraði Forráðamenn L-lista félagshyggjufólks og D-lista Sjálfstæðisflokks, undirrituðu í kvöld samkomulag um samstarf í meirihluta bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Listarnir eru sammála um að ganga til viðræðna við Eirík Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóra Austur-Héraðs, um starf bæjarstjóra hins nýja sveitarfélags. 26.10.2004 00:01 Kennsla í skólum Ísafjarðarbæjar Víða í grunnskólum landsins eru stundakennarar við störf. Kennt er til dæmis í öllum grunnskólum sveitarfélags Ísafjarðarbæjar nema á Flateyri. 26.10.2004 00:01 Fundartími ekki ákveðinn Ekki hefur verið ákveðið hvenær undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga fundar. Undanþágunefnd átti síðast fund á föstudag. 26.10.2004 00:01 Leiðbeinendum í skólum fækkar Leiðbeinendur, þeir sem ekki hafa lokið kennaranámi, starfa í rétt tæplega 70 prósentum grunnskóla landsins. Þeim hefur fækkað um 216 milli áranna 2003 og 2004. 26.10.2004 00:01 Óbreytt staða í kennaradeilunni "Það gerðist ekkert á fundinum. Staðan er ekki önnur en var kvöldinu áður," sagði Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands eftir að fundi þeirra og launanefndar sveitarfélaganna lauk rétt um átta leytið í gærkvöldi. 26.10.2004 00:01 Kærði viku eftir árásina Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. 26.10.2004 00:01 Bílþjófur kominn í fangelsi Maður fæddur árið 1982 var handtekinn í fyrrakvöld í tengslum við rannsókn fjölda bílþjófnaða sem lögreglan í Reykjavík og lögreglan í Kópavogi unnu saman að. 26.10.2004 00:01 Stal páskaeggi og átti hass Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli. 26.10.2004 00:01 Skilorð fyrir ýmis brot Rúmlega tvítugur maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir, brot gegn lögreglulögum, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. 26.10.2004 00:01 Komst ekki hjá sektinni Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. 26.10.2004 00:01 Hefur dælt peningum í borgina Stefán Jón Hafstein er að snúa málum á haus með því að saka ríkisstjórnina um að halda Reykjavíkurborg og sveitarfélögunum í fjársvelti að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 26.10.2004 00:01 Þingflokkur biðjist afsökunar Málflutningur Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, er í fullu samræmi við almennan vilja kjósenda flokksins. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknarfélagsins í Dalasýslu. Á fundinum var stuðningsyfirlýsing við Kristinn samþykkt einróma. 26.10.2004 00:01 Jarðakaup gagnrýnd Framsóknarfélagið Dalasýslu lýsir þungum áhyggjum af söfnun fárra auðmanna á jörðum, og ríkisstuðningi þeim tengdum. 26.10.2004 00:01 300 miljóna tjón vegna bruna Eignatjón vegna eldsvoða af völdum rafmagns nam um 300 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársskýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2003. Áætlað er að brunar vegna rafmagns hafi verið um 850 í fyrra. Fækkaði þeim töluvert miðað við árið 2002 og eignatjón dróst saman. 26.10.2004 00:01 Úrslit standa þrátt fyrir svindl Þó að kosningasvindl hafi augljóslega átt sér stað í kosningunum í Afganistan er nánast útilokað að kosningarnar verði dæmdar ógildar að sögn kosningaeftirlitsmanns. 26.10.2004 00:01 Samþykktu brottflutning landnema Ísraelska þingið samþykkti í gærkvöld áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra um brottflutning ísraelskra landnema frá Gaza og fjórum svæðum á Vesturbakkanum. Auk landnemanna draga Ísraelsmenn herlið, sem verndað hefur landnemabyggðirnar á þessum svæðum, til baka. 26.10.2004 00:01 Ekki kjósa Bush frænda Sjö fjarskyldir ættingjar George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa opnað vefsíðu þar sem kjósendur eru beðnir um að kjósa ekki frænda þeirra. 26.10.2004 00:01 Rice vill að Arafat hætti Þeir þjóðarleiðtogar sem enn ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, eiga að þrýsta á hann að hætta. Þetta segir Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta. 26.10.2004 00:01 Umdeildur stuðningur Pútíns Viðtal við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, birtist í úkraínsku sjónvarpi í gær, aðeins sex dögum fyrir umdeildar forsetakosningar í landinu. Talið er að viðtalið hafi verið birt til að styðja annan frambjóðandann, forsætisráðherra Úkraínu Viktor Yanukovych. 26.10.2004 00:01 Lögregla stöðvaði sjálfsvíg Lögreglan á Kristjánssandi stöðvaði ungt þýskt par sem hafði áætlað að fremja sjálfsvíg með því að stökkva fram af Prekestolen, 600 metra háu bjargi sem er vinsæll ferðamannastaður á vesturströnd Noregs, nærri Stavangri. 26.10.2004 00:01 Lélegt sjónvarpsefni bannað Ríkisstjórn Spánar og helstu sjónvarpsstöðvar landsins hafa samþykkt að banna "rusl" sjónvarpsþætti á þeim tímum sólarhrings þegar börn gætu verið að horfa. 26.10.2004 00:01 6 farast á Gasa Sex palestínumenn fórust og sextán særðust þegar ísraelsmenn gerðu árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gasa í gærkvöldi, að þeirar sögn, og beittu til þess fjarstýrðri flugvél. Ísraelskir hermenn og skriðdrekasveit fylgdu í kjölfarið og fóru hús úr húsi í þeim tilgangi að koma í veg fyirr árásir palestínumanna á landtökubyggð gyðinga á Gush Katif svæðinu. <font size="4"></font> 25.10.2004 00:01 Ræða við Halldór Samningamenn kennara og sveitarfélaga eru væntanlegir til fundar við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra klukkan tíu til að ræða stöðuna í kennaradeilunni. Hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm og að blása verkfallið strax af, gætu komið þar til umræðu, en samþykki beggja deilenda þarf til að vísa málinu þangað. 25.10.2004 00:01 Sluppu vel eftir að hafa fest bíl Fjórir útlendingar sem festu bíl sinn í sandbleytu norðan við Mýrdalsjökul á laugardag, geta þakkað sínum sæla fyrir veðurblíðuna um helgina. Fólkið lagði af stað fótgangandi eftir aðstoð og var það illa búið til útivistar. Það komst í skála í fyrrinótt og gisti þar. 25.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Heimildamynd um Kabúl "Íslenska sveitin" heimildamynd í fullri lengd um íslensku friðargæsluna í Kabúl, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Reykjavík á fullveldisdaginn 1. desember. 26.10.2004 00:01
Guðfríður hlaut jafnréttisverðlaun Skákfrömuðurinn, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hlýtur jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs í ár, en verðlaunin voru afhent í þrettánda sinn í dag. Guðfríður Lilja gat þó ekki sjálf veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún er stödd á ólympíuskákmótinu á Mallorka, og tóku foreldrar hennar við viðurkenningunni í fjarveru hennar. 26.10.2004 00:01
Fjölgun árangurslausra fjárnáma Árangurslaus fjárnám á einstaklinga hafa aukist um rúmlega 50 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin á milli áranna 2003 og 2004 hjá aldurshópnum 26 til 30 ára </font /></b /> 26.10.2004 00:01
Aldrei jafnara Það stefnir í æsilegar kosningar í Bandaríkjunum því að munurinn á forsetaframbjóðendunum John Kerry og George Bush er hverfandi nú þegar aðeins vika er í kosningarnar. 26.10.2004 00:01
Bæjarstjórn samþykkti blokkir Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að fjórar umdeildar blokkir yrðu byggðar á Hrólfsskálamel en ákvað um leið að koma til móts við andstæðinga framkvæmdanna með því að fækka íbúðum og lækka húsin. Minnihlutinn telur breytingarnar ganga of skammt. 26.10.2004 00:01
Blá föt og rautt bindi Þótt þeir George W. Bush og John Kerry séu á öndverðum meiði í flestum málum þá eru þeir samstiga í fatavali: dökkblá jakkföt, hvít skyrta og rautt bindi. 26.10.2004 00:01
Vísitalan hríðlækkar Verð á hlutabréfum í Kauphöll Íslands lækkaði verulega í dag, annan daginn í röð. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúm sjö prósent á tveimur dögum. 26.10.2004 00:01
Sjálfsmorð tuttugu sinnum líklegri Sjálfsmorð eru tuttugu sinnum líklegri meðal fanga en hins almenna borgara. Mesta hættan er við upphaf afplánunnar og við uppkvaðningu þungra dóma. Karlmaður sem dæmdur var í gær í þriggja ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gagnvart stjúpdóttur sinni framdi sjálfsvíg í kjölfar dómsins. 26.10.2004 00:01
Enn ekkert að gerast Enn situr allt fast í kennaradeilunni, og staðan sú sama og fyrir helgi. Ríkissáttasemjari hefur ekki miðlunartillögu í undirbúningi enn sem komið er. Formlegur sáttafundur sem átti að hefjast klukkan fimm í dag, var enn ekki hafinn skömmu fyrir fréttir. 26.10.2004 00:01
Skipverjarnir sluppu ómeiddir Þrír skipverjar á bátnum Ósk KE sluppu ómeiddir þegar eldur kviknaði í stýrishúsi bátsins út af Garðskaga í gær. Tjón hleypur á milljónum króna. 26.10.2004 00:01
Á röngum stað á röngum tíma Ellefu ára gömul afgönsk stúlka og 23 ára gömul bandarísk kona létust í sjálfsvígssprengjuárásinni sem beint var gegn íslenska friðargæsluliðinu í Kabúl á laugardag. Afganska stúlkan hefur ekki verið nefnd með nafni í erlendum fjölmiðlum. Hún var ein af fjölmörgum börnum sem lifa á því að betla og selja notaðar bækur til útlendinga á götum Kabúl. Hún lést af sárum sínum á sjúkrahúsi snemma á sunnudagsmorgun. Bandaríska konan sem lést hét Jamei Michalsky og var frá bænum Cokato í Minnesota. 26.10.2004 00:01
Áttu ekki að yfirgefa flugvöllinn Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður friðargæsluliðsins í Kabúl, segir að hann hafi verið að sækja teppi í verslun í borginni þegar ráðist var á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl á laugardag. 26.10.2004 00:01
Kristinn nýtur stuðnings Framsóknarfélög í Norðvesturkjördæmi samþykkja nú hvert af öðru stuðningsyfirlýsingar við Kristinn H. Gunnarsson alþingismann um leið og fordæmd er brottvikning hans úr þingnefndum. 26.10.2004 00:01
Staða Samfylkingar óásættanleg Staða Samfylkingarinnar innan Reykjavíkurlistans er óásættanleg miðað við fylgi flokksins í borginni. Þetta kom fram í máli Andrésar Jónssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna, á fundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur í gærkvöld þar sem rætt var um Reykjavíkurlistann, árangur hans og framtíð. 26.10.2004 00:01
Skemmdir kannaðar Kafarar hafa kannað skemmdirnar sem urðu á bryggjunni í Neskaupstað á sunnudag þegar Baldvin Þorsteinsson EA sigldi á bryggjukantinn. Erfitt reyndist að meta þær vegna lélegs skyggnis. Sérfræðingur frá Siglingamálastofnun er farinn austur til að meta tjónið. 26.10.2004 00:01
Demókratar hægrisinnaðir Það sem telst vera til hægri eða vinstri í stjórnmálum í Evrópu er alls ekki það sama og hægri og vinstri í bandarískum stjórnmálum. 26.10.2004 00:01
Eigum að leyfa fjölbreytni Tvær tólf ára stúlkur voru í síðustu viku reknar úr frönskum skóla fyrir að neita að taka ofan höfuðslæðu. Ingvill Plesner er sérfræðingur í trúfrelsismálum og mannréttindum og er stödd hér á landi við rannsóknarstörf á vegum Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérstaklega skoðað nýleg lög í Frakklandi sem banna nemendum að ganga með áberandi trúartákn. 26.10.2004 00:01
Kalkþörungaverksmiðja að rísa Gerð landfyllingar undir kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal er langt komin. Stefnt er að því að verksmiðjan taki til starfa síðla næsta árs. Heimamenn segja tilkomu hennar ígildi stóriðju fyrir byggðina. 26.10.2004 00:01
Mikið tjón vegna eldsvoða Íslendingar sýna ekki nægilega aðgæslu við eldamennskuna og gleyma sér allt of oft, með skelfilegum afleiðingum. Eignatjón vegna eldsvoða af völdum rafmagns nam um þrjú hundruð milljónum króna á síðasta ári. 26.10.2004 00:01
Ökuriti fækkar óhöppum Bílslysum hefur fækkað um fimmtíu prósent hjá þeim fyrirtækjum sem hafa sérstakan ökurita í bíl sínum, sem skráir niður allar upplýsingar um á hvaða hraða menn keyra og eftir hvaða götum á hverjum tíma. 26.10.2004 00:01
Refsilaust að kýla tönn úr löggu Dómari hjá Héraðsdómi Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að fangelsa mann sem kýldi lögregluþjón í Keflavík, þannig að hann missti tönn. Lögreglumaðurinn segir ótrúlegt að lögreglan sé ekki betur varin en þetta; ódýrara sé að sparka í hund en lögregluþjóna. Hann fær enn höfuðverkjaköst. 26.10.2004 00:01
Nýr meirihluti L-lista og D-lista á Héraði Forráðamenn L-lista félagshyggjufólks og D-lista Sjálfstæðisflokks, undirrituðu í kvöld samkomulag um samstarf í meirihluta bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Listarnir eru sammála um að ganga til viðræðna við Eirík Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóra Austur-Héraðs, um starf bæjarstjóra hins nýja sveitarfélags. 26.10.2004 00:01
Kennsla í skólum Ísafjarðarbæjar Víða í grunnskólum landsins eru stundakennarar við störf. Kennt er til dæmis í öllum grunnskólum sveitarfélags Ísafjarðarbæjar nema á Flateyri. 26.10.2004 00:01
Fundartími ekki ákveðinn Ekki hefur verið ákveðið hvenær undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga fundar. Undanþágunefnd átti síðast fund á föstudag. 26.10.2004 00:01
Leiðbeinendum í skólum fækkar Leiðbeinendur, þeir sem ekki hafa lokið kennaranámi, starfa í rétt tæplega 70 prósentum grunnskóla landsins. Þeim hefur fækkað um 216 milli áranna 2003 og 2004. 26.10.2004 00:01
Óbreytt staða í kennaradeilunni "Það gerðist ekkert á fundinum. Staðan er ekki önnur en var kvöldinu áður," sagði Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands eftir að fundi þeirra og launanefndar sveitarfélaganna lauk rétt um átta leytið í gærkvöldi. 26.10.2004 00:01
Kærði viku eftir árásina Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. 26.10.2004 00:01
Bílþjófur kominn í fangelsi Maður fæddur árið 1982 var handtekinn í fyrrakvöld í tengslum við rannsókn fjölda bílþjófnaða sem lögreglan í Reykjavík og lögreglan í Kópavogi unnu saman að. 26.10.2004 00:01
Stal páskaeggi og átti hass Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli. 26.10.2004 00:01
Skilorð fyrir ýmis brot Rúmlega tvítugur maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir, brot gegn lögreglulögum, fíkniefnabrot og vopnalagabrot. 26.10.2004 00:01
Komst ekki hjá sektinni Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. 26.10.2004 00:01
Hefur dælt peningum í borgina Stefán Jón Hafstein er að snúa málum á haus með því að saka ríkisstjórnina um að halda Reykjavíkurborg og sveitarfélögunum í fjársvelti að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 26.10.2004 00:01
Þingflokkur biðjist afsökunar Málflutningur Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, er í fullu samræmi við almennan vilja kjósenda flokksins. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknarfélagsins í Dalasýslu. Á fundinum var stuðningsyfirlýsing við Kristinn samþykkt einróma. 26.10.2004 00:01
Jarðakaup gagnrýnd Framsóknarfélagið Dalasýslu lýsir þungum áhyggjum af söfnun fárra auðmanna á jörðum, og ríkisstuðningi þeim tengdum. 26.10.2004 00:01
300 miljóna tjón vegna bruna Eignatjón vegna eldsvoða af völdum rafmagns nam um 300 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársskýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2003. Áætlað er að brunar vegna rafmagns hafi verið um 850 í fyrra. Fækkaði þeim töluvert miðað við árið 2002 og eignatjón dróst saman. 26.10.2004 00:01
Úrslit standa þrátt fyrir svindl Þó að kosningasvindl hafi augljóslega átt sér stað í kosningunum í Afganistan er nánast útilokað að kosningarnar verði dæmdar ógildar að sögn kosningaeftirlitsmanns. 26.10.2004 00:01
Samþykktu brottflutning landnema Ísraelska þingið samþykkti í gærkvöld áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra um brottflutning ísraelskra landnema frá Gaza og fjórum svæðum á Vesturbakkanum. Auk landnemanna draga Ísraelsmenn herlið, sem verndað hefur landnemabyggðirnar á þessum svæðum, til baka. 26.10.2004 00:01
Ekki kjósa Bush frænda Sjö fjarskyldir ættingjar George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa opnað vefsíðu þar sem kjósendur eru beðnir um að kjósa ekki frænda þeirra. 26.10.2004 00:01
Rice vill að Arafat hætti Þeir þjóðarleiðtogar sem enn ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, eiga að þrýsta á hann að hætta. Þetta segir Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta. 26.10.2004 00:01
Umdeildur stuðningur Pútíns Viðtal við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, birtist í úkraínsku sjónvarpi í gær, aðeins sex dögum fyrir umdeildar forsetakosningar í landinu. Talið er að viðtalið hafi verið birt til að styðja annan frambjóðandann, forsætisráðherra Úkraínu Viktor Yanukovych. 26.10.2004 00:01
Lögregla stöðvaði sjálfsvíg Lögreglan á Kristjánssandi stöðvaði ungt þýskt par sem hafði áætlað að fremja sjálfsvíg með því að stökkva fram af Prekestolen, 600 metra háu bjargi sem er vinsæll ferðamannastaður á vesturströnd Noregs, nærri Stavangri. 26.10.2004 00:01
Lélegt sjónvarpsefni bannað Ríkisstjórn Spánar og helstu sjónvarpsstöðvar landsins hafa samþykkt að banna "rusl" sjónvarpsþætti á þeim tímum sólarhrings þegar börn gætu verið að horfa. 26.10.2004 00:01
6 farast á Gasa Sex palestínumenn fórust og sextán særðust þegar ísraelsmenn gerðu árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gasa í gærkvöldi, að þeirar sögn, og beittu til þess fjarstýrðri flugvél. Ísraelskir hermenn og skriðdrekasveit fylgdu í kjölfarið og fóru hús úr húsi í þeim tilgangi að koma í veg fyirr árásir palestínumanna á landtökubyggð gyðinga á Gush Katif svæðinu. <font size="4"></font> 25.10.2004 00:01
Ræða við Halldór Samningamenn kennara og sveitarfélaga eru væntanlegir til fundar við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra klukkan tíu til að ræða stöðuna í kennaradeilunni. Hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm og að blása verkfallið strax af, gætu komið þar til umræðu, en samþykki beggja deilenda þarf til að vísa málinu þangað. 25.10.2004 00:01
Sluppu vel eftir að hafa fest bíl Fjórir útlendingar sem festu bíl sinn í sandbleytu norðan við Mýrdalsjökul á laugardag, geta þakkað sínum sæla fyrir veðurblíðuna um helgina. Fólkið lagði af stað fótgangandi eftir aðstoð og var það illa búið til útivistar. Það komst í skála í fyrrinótt og gisti þar. 25.10.2004 00:01