Innlent

300 miljóna tjón vegna bruna

Eignatjón vegna eldsvoða af völdum rafmagns nam um 300 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársskýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2003. Áætlað er að brunar vegna rafmagns hafi verið um 850 í fyrra. Fækkaði þeim töluvert miðað við árið 2002 og eignatjón dróst saman. Ekkert dauðsfall varð í fyrra vegna rafmagnsbruna eða slyss af völdum rafmagns. Síðustu tíu ár hafa dauðsföll vegna rafmagnsslysa verið um 0,3 að jafnaði á ári og um 0,2 vegna rafmagnsbruna. Flestir brunanna tengdust aðgæsluleysi við notkun eldavéla eða um 23 prósent þeirra. Í skýrslunni er tekið fram að brunum vegna sjónvarpa hafi fjölgað talsvert í fyrra. Rekja má um 20 prósenta rafmagnsbruna til bilana sjónvarpstækjum. Einnig kviknaði nokkuð oft í út frá þvottavélum. Langflest rafmagnsslys, eða um 77 prósent þeirra, má rekja til mannlegra mistaka, aðgæsluleysis eða rangra vinnubragða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×