Fleiri fréttir Taka harðar á peningaþvætti Kínversk stjórnvöld hafa hert aðgerðir gegn peningaþvætti í landinu og frá og með deginum í dag, ber öllum bönkum og fjármálastofnunum að tilkynna sérstaklega um allar óvenjulega háar upphæðir, sem eru millifærðar erlendis frá. Yfirvöld vona að með þessu verði hægt að draga verulega úr peningaþvætti, en óttast er að það sé stundað í stórum stíl í Kína. 25.10.2004 00:01 Pólverjar mynda mikilvæga brú John Kerry, frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, segir Pólland vera þá mikilvægu brú, sem tengir Bandaríkin við Evrópu. Kerry segir þetta í viðtali við pólska dagblaðið Gazeta í dag og er litið á þetta sem tilraun hjá honum til þess að tryggja sér atkvæði kjósenda af pólskum uppruna í væntanlegum kosningum. 25.10.2004 00:01 Rannsókninni lokið Rannsókn á láti Sri Rhamawati er svo til lokið og verður málið sent til ríkissaksóknara á næstunni. Beðið er formlegrar niðurstöðu krufningar, en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lést hún af völdum höfuðáverka. Þá er beðið niðurstöðu DNA-rannsóknar frá Noregi. 25.10.2004 00:01 Samruninn úti Samruni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH og Sölusambands íslenskra fiskframleliðenda, SÍF er endanlega úr sögunni eftir að SÍF ákvað um helgina að kaupa stórt franskt matvælafyrirtæki og selja um leið rúmlega 22% hlut sinn í SH. 25.10.2004 00:01 Óska eftir áliti Umboðsmanns barna Fræðsluráð Reykjavíkur hefur óskað eftir áliti Umboðsmanns barna á rétti barna til náms í verkfalli og hver eigi að verja rétt þeirra þegar hagsmunir tveggja hópa rekast á, eins og í verkfalli grunnskólakennara. Áheyrnarfulltrúi foreldra lagði fram fyrirspurn um réttindi barna á fundi fræðsluráðs sjötta þessa mánaðar. 25.10.2004 00:01 Eimskip í flutning óunnins fisks Eimskip ætlar sér skerf í þeim miklu flutningum sem eru orðnir með frystan óunnin fisk úr öllum heimshornum til Kína. Þaðan er hann fluttur aftur fullunninn á markað á Vesturlöndum. 25.10.2004 00:01 Bush yfir Nýjustu skoðanakannanir vestanhafs sýna að George Bush hefur örlítið forskot á John Kerry fyrir forsetakosningarnar 2. nóvember næstkomandi. 25.10.2004 00:01 Búið að útskrifa tvo hinna slösuðu Tveir af þeim þremur Íslendingum sem slösuðust í sprengjuárásinni í Kabúl á laugardag, voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í morgun. Þeir hafa allir óskað eftir því að yfirgefa Afganistan og koma til Íslands næsta föstudag. 25.10.2004 00:01 Fundur boðaður á morgun Forsætisráðherra hvetur deilendur í kennaradeilunni til að setjast að samningaborðinu aftur og ítrekar að lög verði ekki sett á verkfallið. Launanefnd sveitarfélaganna segir gerðadóm í málinu ekki koma til greina, en að tilboð sem sáttasemjari lagði fram, standi enn. Ríkissáttasemjari var boðaður með stuttum fyrirvara á fund forsætisráðherra nú í hádeginu og þar var boðað til fundar á morgun að því er fram kom í hádegisfréttum útvarps. 25.10.2004 00:01 Fundur á morgun Nýr fundur hefur verið boðaður í kennaradeilunni á morgun samkvæmt hádegisfréttum Ríkisútvapsins. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari gekk á fund forsætisráðherra laust fyrir klukkan tólf og í útvarpsfréttum kom fram að þar hefði verið ákveðið að funda skyldi á nýjan leik á morgun. 25.10.2004 00:01 Endurkjörinn með 95% atkvæða Ben-Ali, forseti Túnis til 17 ára, hefur verið endurkjörinn með 95% greiddra atkvæða. Ali, sem er fyrrverandi hershöfðingi, þykir eiga stóran þátt í þeim stöðugleika sem einkennt hefur Túnis undanfarin ár. 25.10.2004 00:01 Segir Bush hafa misnotað 9/11 Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir George Bush hafa misnotað sér þjáningar fólks í kjölfar árásanna 11. september 2001 og hann hafi eyðilaggt áratuga viðleitni til þess að ná fram friði í heiminum. 25.10.2004 00:01 Powell þrýstir á Kínverja Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur Kínverja til þess að þrýsta á Norður-Kóreumenn um að hætta þróun kjarnavopna. Powell er nú staddur í Kína og segist hann vilja að Kínverjar verði meira en bara milliliðir í viðræðum um kjarnavopnaþróun í Norður-Kóreu. 25.10.2004 00:01 Banki tapaði slysabótum í deCODE Landsbankinn seldi Hinriki Jónssyni hlutabréf sín í deCODE á genginu 56 fyrir 5 milljónir króna en seldi þau tveimur árum síðar fyrir hann á 500 þúsund á genginu 5,95. Hinrik er 100% öryrki eftir höfuðhögg og hefur að mati geðlæknis verulega skerta hæfni til að stunda fjárhagsleg viðskipti. 25.10.2004 00:01 Fimm handteknir í Egyptalandi Fimm Egyptar hafa verið handteknir vegna sprengjuárása á ferðamannahótel fyrr í þessum mánuði. Einn mannanna fimm, Palestínumaðurinn Ayad Said Salah, er talinn forsprakki sprengjuárásanna. Að minnsta kosti 34 létust í sprengjuárásunum þremur og yfir eitt hundrað slösuðust. 25.10.2004 00:01 Clinton á fundi með Kerry í dag Bill Clinton mun í dag koma fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann var lagður inn á spítala vegna hjartaaðgerðar fyrir rúmum 2 mánuðum síðan. Clinton, sem kemur fram á kosningafundi John Kerrys í Philadelphiu, 25.10.2004 00:01 Sölvi í Versló Sölvi Sveinsson skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hefur verið ráðinn skólastjóri Verslunarskóla Íslands. Hann tekur við af Þorvarði Elíassyni sem lætur af störfum í ágúst á næsta ári. Verkefni Sölva til að byrja með verða fólgin í að starfa sem afmælisnefnd skólans, en skólinn verður hundrað ára á næsta ári, en í ágúst tekur hans svo við embætti skólastjóra. 25.10.2004 00:01 Hundur hrakti kindur fyrir björg Hundur hrakti sex kindur fyrir björg í Vestmannaeyjum á laugardag, samkvæmt Eyjafréttum. Atvikið átti sér stað ofan við Kapplagötu vestan við Herjólfsdal. Talsvert af fé er þar í fjallinu og hafði hundinum verið sleppt þar lausum. Það þarf vart að taka það fram að kindurnar sex drápust í fallinu. 25.10.2004 00:01 Ekki bindandi fyrir Þjóðverja Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu væru ekki bindandi fyrir Þýskaland, heldur aðeins leiðbeinandi. Stjórnlagadómstóllinn segir rétt að hafa þær leiðbeiningar til hliðsjónar ef þær brjóta ekki í bága við stjórnarskrá Þýskalands. 25.10.2004 00:01 Heimili og Skóli á fund ráðherra Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra fara á fund forsætisráðherra hálffimm í dag. Forsvarmenn Heimilis og skóla fóru þess á leit fyrir helgi að fá að ræða stöðu mála í verkfallsdeilunni við forsætisráðherra og var orðið við því. 25.10.2004 00:01 Öryggi minna en talið er Öryggi heimilistölvunnar eru ekki jafnmikið og eigendurnir halda samkvæmt nýrri könnun American Online og NCSA. 77% aðspurðra töldu sig örugga í könnuninni, en í ljós kom að yfir 60% þeirra höfðu ekki nýjustu veiruvarnir og notuðu ekki eldvegg. 25.10.2004 00:01 380 tonn af sprengiefni týnd Ekki er vitað um afdrif 380 tonna af sprengiefni, sem talið var að væru í írakskri vopnageymslu undir stjórn Bandaríkjamanna. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna segjast óttast að sprengiefnin seú ef til vill í höndum hryðjuverkamanna, sem gætu gert með þeim mikinn óskunda. 25.10.2004 00:01 3 ár fyrir ítrekuð kynferðisbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fertugan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn fjórtán ára dóttur sinni og annarri stúlku, fimmtán ára. Brotin stóðu yfir í tvö ár og fólust meðal annars í samförum. Maðurinn neitaði sök, en framburður stúlknanna þótti trúverðugur. 25.10.2004 00:01 Olían enn í hámarki Olíuverð heldur áfram að hækka, en það fór upp í 55 Dali og 67 sent í dag, en lækkaði síðan aftur þegar norsk stjórnvöld gripu til aðgerða sem koma í veg fyrir verkfall olíustarfsmanna þar í landi. Hefði komið til verkfalls hefði framleiðslan stöðvast, en Noregur er þriðji mesti olíuútflytjandi heims. 25.10.2004 00:01 Boðað til fundar í kennaradeilu Ríkissátasemjari boðaði til fundar í kennaradeilunni í dag eftir fund ríkisstjórnarinnar með deilendum í gær. 25.10.2004 00:01 Hjálmar gagnrýnir uppsögn samninga Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins gagnrýnir í pistli á heimasíðu sinni þá innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar sem hafa hótað uppsögn kjarasamninga ef kennarar nái góðum samningum. 25.10.2004 00:01 Áttu ekki að fara af flugvelli Upplýst hefur verið að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sjálfsmorðsárás í miðborg Kabúl hafi verið í einkaerindum. Arnór Sigurjónsson yfirmaður Friðargæslunnar sagði í DV í vor eftir að norskur hermaður var myrtur að Íslendingarnir færu ekki útaf vallarsvæðinu nema brýna nauðsyn bæri til. 25.10.2004 00:01 Þinghlé eftir mánuð Alþingi Íslendinga kemur ekki saman til fundar alla þessa viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík segist undrandi á þessu vikufríi frá þingstörfum." 25.10.2004 00:01 Ömurlegar aðstæður Ömurlegar aðstæður blasa við þeim sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir norðurhluta Japans um helgina og kostaði minnst tuttugu og fimm manns lífið. Þúsundir manna þurfa að hafast við á götum úti og reyna hjálparstarfsmenn að koma mat og teppi til þeirra sem urðu hvað verst úti. 25.10.2004 00:01 Segist sterkari gegn hryðjuverkum George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að úrslit forsetakosninganna eftir rúma viku skipti sköpum fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að á síðastliðnum fjórum árum, hafi Bush einungis tekist að hræða bandarísku þjóðina. 25.10.2004 00:01 Fá úrræði eftir Fá úrræði eru nú til lausnar kennaradeilunni. Tromp ríkissáttasemjara er að leggja fram miðlunartillögu fram hjá samninganefndunum, sem færi beint í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum. Miðlunartillaga er þó ekki lögð fram nema með samráði við samninganefndirnar. 25.10.2004 00:01 Margar hliðar kjörmannakerfis Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta. 25.10.2004 00:01 Þrjú ár fyrir kynferðisbrot Fertugur karl var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa beitt fósturdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi og leitað á vinkonu hennar. Dómarinn segir ákærða ekki eiga sér neinar málsbætur og ljóst að brot hans geti valdið stúlkunum margvíslegum sálrænum erfiðleikum. 25.10.2004 00:01 Góð rödd gerir gæfumuninn Nýleg rannsókn á röddum formanna íslensku stjórnmálaflokkanna sýnir að djúpar, yfirvegaðar raddir eru mest sannfærandi. Leiðtogarnir fimm eru afar misjafnir í þessu tilliti. 25.10.2004 00:01 Clinton skammaði repúblikana Repúblikanar reyna að hræða óákveðna kjósendur frá John Kerry og reyna að hræða stuðningsmenn hans frá því að kjósa, sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann kom fram á kosningafundi með Kerry í gær. Clinton hóf þar þátttöku sína í kosningabaráttunni eftir langa sjúkralegu. 25.10.2004 00:01 Brotthvarf rætt í skugga ofbeldis Blóðsúthellingar í flóttamannabúðum á Gaza og mesta öryggisgæsla í sögu Ísraelsþing voru í algleymingi þegar Ariel Sharon forsætisráðherra tók til máls í ísraelska þinginu og hvatti þingmenn til að styðja áætlun sína um brotthvarf ísraelskra hermanna og landtökumanna frá Gaza. 25.10.2004 00:01 Vímuefnaneysla eykst í verkfalli Kennaraverkfallið er að skapa hættulegt ástand í sumum hverfum borgarinnar að mati Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar. Félagsmálaráð borgarinnar ákvað að fylgjast sérstaklega með ungmennum í borginni eftir að verkfallið hófst. Unglingafulltrúar sem hafa farið um hverfin sjá að vímuefnaneysla unglinga er að aukast að sögn Láru. 25.10.2004 00:01 Miklu magni sprengiefna stolið Nokkur hundruð tonn af sprengiefnum eru horfin úr vopnabúri Írakshers. Sprengiefnunum var stolið úr vopnabúri sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hafði bent Bandaríkjaher sérstaklega á að hafa eftirlit með. Þjófar hafa ítrekað stolið sprengiefnum þar og hafa líkur verið leiddar að því að hluti efnisins hafi verið notaður í árásum vígamanna í Írak. 25.10.2004 00:01 Þremenningarnir á leiðinni heim Íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl í Afganistan á laugardag koma heim í sjúkraleyfi á föstudag. Tveir þeirra fara aftur til Kabúl eftir viku til tíu daga en óvíst er hvort Stefán Gunnarsson fari aftur út. Hann slasaðist mest af Íslendingunum í árásinni, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létust í árásinni. 25.10.2004 00:01 Fjölgar í 30 ár enn Kínverjar telja tæpan einn og hálfan milljarð eftir þrjátíu ár en eftir það fer þeim að fækka. Þannig hljómar ný mannfjöldaspá kínverskra stjórnvalda. "Landsmönnum fjölgar um tíu milljónir árlega og verða flestir 1.460 milljónir um miðjan fjórða áratuginn," sagði Zhang Weiqing, yfirmaður mannfjöldamála, í viðtali við kínverskt dagblað. 25.10.2004 00:01 Kratar stærstir í sveitarstjórnum Finnskir jafnaðarmenn bættu við sig fylgi í sveitarstjórnarkosningum á sunnudag. Þeir fengu 24 prósent atkvæða og eru öflugasti flokkurinn í finnskum sveitarstjórnum á nýjan leik. Næstur kemur Íhaldsflokkurinn sem fór úr 21 prósenti í 22 prósent. Miðflokkurinn tapaði fylgi og fékk 23 prósent atkvæða. 25.10.2004 00:01 Milljónir þjást vegna mengunar Tveir af hverjum fimm íbúum Nýju Delí eiga við lungnasjúkdóma að stríða af völdum loftmengunar í þessari fjórtán milljón manna höfuðborg Indlands. 25.10.2004 00:01 Tóku ástina fram yfir munkslífið Tveir búddamunkar sneru baki við skírlífsheiti sínu eftir að þeir urðu ástfangnir af unglingsstúlkum sem hafa þann starfa að selja bjór nærri musteri munkanna. 25.10.2004 00:01 Fékk aðeins 95 prósent atkvæða Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var endurkjörinn sem forseti með 95 prósentum greiddra atkvæða að sögn embættismanna. Þetta er heldur lakari niðurstaða fyrir forsetann en í síðustu kosningum, sem fóru fram 1999, þá hlaut hann 99,4 prósent atkvæða samkvæmt opinberum tölum. 25.10.2004 00:01 Misbeita ríkisvaldi vegna R-lista Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. 25.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Taka harðar á peningaþvætti Kínversk stjórnvöld hafa hert aðgerðir gegn peningaþvætti í landinu og frá og með deginum í dag, ber öllum bönkum og fjármálastofnunum að tilkynna sérstaklega um allar óvenjulega háar upphæðir, sem eru millifærðar erlendis frá. Yfirvöld vona að með þessu verði hægt að draga verulega úr peningaþvætti, en óttast er að það sé stundað í stórum stíl í Kína. 25.10.2004 00:01
Pólverjar mynda mikilvæga brú John Kerry, frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, segir Pólland vera þá mikilvægu brú, sem tengir Bandaríkin við Evrópu. Kerry segir þetta í viðtali við pólska dagblaðið Gazeta í dag og er litið á þetta sem tilraun hjá honum til þess að tryggja sér atkvæði kjósenda af pólskum uppruna í væntanlegum kosningum. 25.10.2004 00:01
Rannsókninni lokið Rannsókn á láti Sri Rhamawati er svo til lokið og verður málið sent til ríkissaksóknara á næstunni. Beðið er formlegrar niðurstöðu krufningar, en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lést hún af völdum höfuðáverka. Þá er beðið niðurstöðu DNA-rannsóknar frá Noregi. 25.10.2004 00:01
Samruninn úti Samruni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH og Sölusambands íslenskra fiskframleliðenda, SÍF er endanlega úr sögunni eftir að SÍF ákvað um helgina að kaupa stórt franskt matvælafyrirtæki og selja um leið rúmlega 22% hlut sinn í SH. 25.10.2004 00:01
Óska eftir áliti Umboðsmanns barna Fræðsluráð Reykjavíkur hefur óskað eftir áliti Umboðsmanns barna á rétti barna til náms í verkfalli og hver eigi að verja rétt þeirra þegar hagsmunir tveggja hópa rekast á, eins og í verkfalli grunnskólakennara. Áheyrnarfulltrúi foreldra lagði fram fyrirspurn um réttindi barna á fundi fræðsluráðs sjötta þessa mánaðar. 25.10.2004 00:01
Eimskip í flutning óunnins fisks Eimskip ætlar sér skerf í þeim miklu flutningum sem eru orðnir með frystan óunnin fisk úr öllum heimshornum til Kína. Þaðan er hann fluttur aftur fullunninn á markað á Vesturlöndum. 25.10.2004 00:01
Bush yfir Nýjustu skoðanakannanir vestanhafs sýna að George Bush hefur örlítið forskot á John Kerry fyrir forsetakosningarnar 2. nóvember næstkomandi. 25.10.2004 00:01
Búið að útskrifa tvo hinna slösuðu Tveir af þeim þremur Íslendingum sem slösuðust í sprengjuárásinni í Kabúl á laugardag, voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í morgun. Þeir hafa allir óskað eftir því að yfirgefa Afganistan og koma til Íslands næsta föstudag. 25.10.2004 00:01
Fundur boðaður á morgun Forsætisráðherra hvetur deilendur í kennaradeilunni til að setjast að samningaborðinu aftur og ítrekar að lög verði ekki sett á verkfallið. Launanefnd sveitarfélaganna segir gerðadóm í málinu ekki koma til greina, en að tilboð sem sáttasemjari lagði fram, standi enn. Ríkissáttasemjari var boðaður með stuttum fyrirvara á fund forsætisráðherra nú í hádeginu og þar var boðað til fundar á morgun að því er fram kom í hádegisfréttum útvarps. 25.10.2004 00:01
Fundur á morgun Nýr fundur hefur verið boðaður í kennaradeilunni á morgun samkvæmt hádegisfréttum Ríkisútvapsins. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari gekk á fund forsætisráðherra laust fyrir klukkan tólf og í útvarpsfréttum kom fram að þar hefði verið ákveðið að funda skyldi á nýjan leik á morgun. 25.10.2004 00:01
Endurkjörinn með 95% atkvæða Ben-Ali, forseti Túnis til 17 ára, hefur verið endurkjörinn með 95% greiddra atkvæða. Ali, sem er fyrrverandi hershöfðingi, þykir eiga stóran þátt í þeim stöðugleika sem einkennt hefur Túnis undanfarin ár. 25.10.2004 00:01
Segir Bush hafa misnotað 9/11 Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir George Bush hafa misnotað sér þjáningar fólks í kjölfar árásanna 11. september 2001 og hann hafi eyðilaggt áratuga viðleitni til þess að ná fram friði í heiminum. 25.10.2004 00:01
Powell þrýstir á Kínverja Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur Kínverja til þess að þrýsta á Norður-Kóreumenn um að hætta þróun kjarnavopna. Powell er nú staddur í Kína og segist hann vilja að Kínverjar verði meira en bara milliliðir í viðræðum um kjarnavopnaþróun í Norður-Kóreu. 25.10.2004 00:01
Banki tapaði slysabótum í deCODE Landsbankinn seldi Hinriki Jónssyni hlutabréf sín í deCODE á genginu 56 fyrir 5 milljónir króna en seldi þau tveimur árum síðar fyrir hann á 500 þúsund á genginu 5,95. Hinrik er 100% öryrki eftir höfuðhögg og hefur að mati geðlæknis verulega skerta hæfni til að stunda fjárhagsleg viðskipti. 25.10.2004 00:01
Fimm handteknir í Egyptalandi Fimm Egyptar hafa verið handteknir vegna sprengjuárása á ferðamannahótel fyrr í þessum mánuði. Einn mannanna fimm, Palestínumaðurinn Ayad Said Salah, er talinn forsprakki sprengjuárásanna. Að minnsta kosti 34 létust í sprengjuárásunum þremur og yfir eitt hundrað slösuðust. 25.10.2004 00:01
Clinton á fundi með Kerry í dag Bill Clinton mun í dag koma fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann var lagður inn á spítala vegna hjartaaðgerðar fyrir rúmum 2 mánuðum síðan. Clinton, sem kemur fram á kosningafundi John Kerrys í Philadelphiu, 25.10.2004 00:01
Sölvi í Versló Sölvi Sveinsson skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hefur verið ráðinn skólastjóri Verslunarskóla Íslands. Hann tekur við af Þorvarði Elíassyni sem lætur af störfum í ágúst á næsta ári. Verkefni Sölva til að byrja með verða fólgin í að starfa sem afmælisnefnd skólans, en skólinn verður hundrað ára á næsta ári, en í ágúst tekur hans svo við embætti skólastjóra. 25.10.2004 00:01
Hundur hrakti kindur fyrir björg Hundur hrakti sex kindur fyrir björg í Vestmannaeyjum á laugardag, samkvæmt Eyjafréttum. Atvikið átti sér stað ofan við Kapplagötu vestan við Herjólfsdal. Talsvert af fé er þar í fjallinu og hafði hundinum verið sleppt þar lausum. Það þarf vart að taka það fram að kindurnar sex drápust í fallinu. 25.10.2004 00:01
Ekki bindandi fyrir Þjóðverja Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu væru ekki bindandi fyrir Þýskaland, heldur aðeins leiðbeinandi. Stjórnlagadómstóllinn segir rétt að hafa þær leiðbeiningar til hliðsjónar ef þær brjóta ekki í bága við stjórnarskrá Þýskalands. 25.10.2004 00:01
Heimili og Skóli á fund ráðherra Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra fara á fund forsætisráðherra hálffimm í dag. Forsvarmenn Heimilis og skóla fóru þess á leit fyrir helgi að fá að ræða stöðu mála í verkfallsdeilunni við forsætisráðherra og var orðið við því. 25.10.2004 00:01
Öryggi minna en talið er Öryggi heimilistölvunnar eru ekki jafnmikið og eigendurnir halda samkvæmt nýrri könnun American Online og NCSA. 77% aðspurðra töldu sig örugga í könnuninni, en í ljós kom að yfir 60% þeirra höfðu ekki nýjustu veiruvarnir og notuðu ekki eldvegg. 25.10.2004 00:01
380 tonn af sprengiefni týnd Ekki er vitað um afdrif 380 tonna af sprengiefni, sem talið var að væru í írakskri vopnageymslu undir stjórn Bandaríkjamanna. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna segjast óttast að sprengiefnin seú ef til vill í höndum hryðjuverkamanna, sem gætu gert með þeim mikinn óskunda. 25.10.2004 00:01
3 ár fyrir ítrekuð kynferðisbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fertugan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn fjórtán ára dóttur sinni og annarri stúlku, fimmtán ára. Brotin stóðu yfir í tvö ár og fólust meðal annars í samförum. Maðurinn neitaði sök, en framburður stúlknanna þótti trúverðugur. 25.10.2004 00:01
Olían enn í hámarki Olíuverð heldur áfram að hækka, en það fór upp í 55 Dali og 67 sent í dag, en lækkaði síðan aftur þegar norsk stjórnvöld gripu til aðgerða sem koma í veg fyrir verkfall olíustarfsmanna þar í landi. Hefði komið til verkfalls hefði framleiðslan stöðvast, en Noregur er þriðji mesti olíuútflytjandi heims. 25.10.2004 00:01
Boðað til fundar í kennaradeilu Ríkissátasemjari boðaði til fundar í kennaradeilunni í dag eftir fund ríkisstjórnarinnar með deilendum í gær. 25.10.2004 00:01
Hjálmar gagnrýnir uppsögn samninga Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins gagnrýnir í pistli á heimasíðu sinni þá innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar sem hafa hótað uppsögn kjarasamninga ef kennarar nái góðum samningum. 25.10.2004 00:01
Áttu ekki að fara af flugvelli Upplýst hefur verið að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sjálfsmorðsárás í miðborg Kabúl hafi verið í einkaerindum. Arnór Sigurjónsson yfirmaður Friðargæslunnar sagði í DV í vor eftir að norskur hermaður var myrtur að Íslendingarnir færu ekki útaf vallarsvæðinu nema brýna nauðsyn bæri til. 25.10.2004 00:01
Þinghlé eftir mánuð Alþingi Íslendinga kemur ekki saman til fundar alla þessa viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík segist undrandi á þessu vikufríi frá þingstörfum." 25.10.2004 00:01
Ömurlegar aðstæður Ömurlegar aðstæður blasa við þeim sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir norðurhluta Japans um helgina og kostaði minnst tuttugu og fimm manns lífið. Þúsundir manna þurfa að hafast við á götum úti og reyna hjálparstarfsmenn að koma mat og teppi til þeirra sem urðu hvað verst úti. 25.10.2004 00:01
Segist sterkari gegn hryðjuverkum George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að úrslit forsetakosninganna eftir rúma viku skipti sköpum fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að á síðastliðnum fjórum árum, hafi Bush einungis tekist að hræða bandarísku þjóðina. 25.10.2004 00:01
Fá úrræði eftir Fá úrræði eru nú til lausnar kennaradeilunni. Tromp ríkissáttasemjara er að leggja fram miðlunartillögu fram hjá samninganefndunum, sem færi beint í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum. Miðlunartillaga er þó ekki lögð fram nema með samráði við samninganefndirnar. 25.10.2004 00:01
Margar hliðar kjörmannakerfis Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta. 25.10.2004 00:01
Þrjú ár fyrir kynferðisbrot Fertugur karl var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa beitt fósturdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi og leitað á vinkonu hennar. Dómarinn segir ákærða ekki eiga sér neinar málsbætur og ljóst að brot hans geti valdið stúlkunum margvíslegum sálrænum erfiðleikum. 25.10.2004 00:01
Góð rödd gerir gæfumuninn Nýleg rannsókn á röddum formanna íslensku stjórnmálaflokkanna sýnir að djúpar, yfirvegaðar raddir eru mest sannfærandi. Leiðtogarnir fimm eru afar misjafnir í þessu tilliti. 25.10.2004 00:01
Clinton skammaði repúblikana Repúblikanar reyna að hræða óákveðna kjósendur frá John Kerry og reyna að hræða stuðningsmenn hans frá því að kjósa, sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann kom fram á kosningafundi með Kerry í gær. Clinton hóf þar þátttöku sína í kosningabaráttunni eftir langa sjúkralegu. 25.10.2004 00:01
Brotthvarf rætt í skugga ofbeldis Blóðsúthellingar í flóttamannabúðum á Gaza og mesta öryggisgæsla í sögu Ísraelsþing voru í algleymingi þegar Ariel Sharon forsætisráðherra tók til máls í ísraelska þinginu og hvatti þingmenn til að styðja áætlun sína um brotthvarf ísraelskra hermanna og landtökumanna frá Gaza. 25.10.2004 00:01
Vímuefnaneysla eykst í verkfalli Kennaraverkfallið er að skapa hættulegt ástand í sumum hverfum borgarinnar að mati Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar. Félagsmálaráð borgarinnar ákvað að fylgjast sérstaklega með ungmennum í borginni eftir að verkfallið hófst. Unglingafulltrúar sem hafa farið um hverfin sjá að vímuefnaneysla unglinga er að aukast að sögn Láru. 25.10.2004 00:01
Miklu magni sprengiefna stolið Nokkur hundruð tonn af sprengiefnum eru horfin úr vopnabúri Írakshers. Sprengiefnunum var stolið úr vopnabúri sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hafði bent Bandaríkjaher sérstaklega á að hafa eftirlit með. Þjófar hafa ítrekað stolið sprengiefnum þar og hafa líkur verið leiddar að því að hluti efnisins hafi verið notaður í árásum vígamanna í Írak. 25.10.2004 00:01
Þremenningarnir á leiðinni heim Íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl í Afganistan á laugardag koma heim í sjúkraleyfi á föstudag. Tveir þeirra fara aftur til Kabúl eftir viku til tíu daga en óvíst er hvort Stefán Gunnarsson fari aftur út. Hann slasaðist mest af Íslendingunum í árásinni, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létust í árásinni. 25.10.2004 00:01
Fjölgar í 30 ár enn Kínverjar telja tæpan einn og hálfan milljarð eftir þrjátíu ár en eftir það fer þeim að fækka. Þannig hljómar ný mannfjöldaspá kínverskra stjórnvalda. "Landsmönnum fjölgar um tíu milljónir árlega og verða flestir 1.460 milljónir um miðjan fjórða áratuginn," sagði Zhang Weiqing, yfirmaður mannfjöldamála, í viðtali við kínverskt dagblað. 25.10.2004 00:01
Kratar stærstir í sveitarstjórnum Finnskir jafnaðarmenn bættu við sig fylgi í sveitarstjórnarkosningum á sunnudag. Þeir fengu 24 prósent atkvæða og eru öflugasti flokkurinn í finnskum sveitarstjórnum á nýjan leik. Næstur kemur Íhaldsflokkurinn sem fór úr 21 prósenti í 22 prósent. Miðflokkurinn tapaði fylgi og fékk 23 prósent atkvæða. 25.10.2004 00:01
Milljónir þjást vegna mengunar Tveir af hverjum fimm íbúum Nýju Delí eiga við lungnasjúkdóma að stríða af völdum loftmengunar í þessari fjórtán milljón manna höfuðborg Indlands. 25.10.2004 00:01
Tóku ástina fram yfir munkslífið Tveir búddamunkar sneru baki við skírlífsheiti sínu eftir að þeir urðu ástfangnir af unglingsstúlkum sem hafa þann starfa að selja bjór nærri musteri munkanna. 25.10.2004 00:01
Fékk aðeins 95 prósent atkvæða Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var endurkjörinn sem forseti með 95 prósentum greiddra atkvæða að sögn embættismanna. Þetta er heldur lakari niðurstaða fyrir forsetann en í síðustu kosningum, sem fóru fram 1999, þá hlaut hann 99,4 prósent atkvæða samkvæmt opinberum tölum. 25.10.2004 00:01
Misbeita ríkisvaldi vegna R-lista Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. 25.10.2004 00:01