Innlent

Sluppu vel eftir að hafa fest bíl

Fjórir útlendingar sem festu bíl sinn í sandbleytu norðan við Mýrdalsjökul á laugardag, geta þakkað sínum sæla fyrir veðurblíðuna um helgina. Fólkið lagði af stað fótgangandi eftir aðstoð og var það illa búið til útivistar. Það komst í skála í fyrrinótt og gisti þar. Í gær óku svo ferðalangar fram á fólkið á gangi og var því þá orðið kalt og þreyta farin að segja til sín, þannig að vart hefði þurft að spyrja að leikslokum ef veður hefði versnað. Björgunarsveit var kölluð út til að ná bílnum upp og koma fólkinu til byggða í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×