Fleiri fréttir

Steingrímur gagnrýnir Framsókn

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir framgöngu flokksins í fjölmiðlamálinu harðlega og segir forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar dýru verði keyptan. Hann telur að hinn almenni flokksmaður eigi erfitt með að styðja stefnu flokksforystunnar.

Enski boltinn á ensku

Forráðamenn á Skjá einum hafa ákveðið að hafa lýsingar á enska boltanum á ensku í haust. Ljóst er að ákvörðunin um að nota enska þuli verður umdeild, enda stangast hún á við íslensk útvarpslög.

Seldu aðeins 50 miða

Ingibergur Sigurðsson, kosningastjóri Ástþórs Magnússonar, viðurkennir í samtali við DV að einungis 50 miðar hafi selst í happadrætti til styrktar forsetaframboðinu.

Fjölmiðlamálið reynir á Framsókn

Forysta Framsóknarflokksins segir að fjölmiðlamálið reyni á flokkinn. Hún gefur ekki mikið fyrir gagnrýni oddvita flokksins í Reykjavíkurlistanum og formaður flokksins segir honum frjálst eins og öðrum að gagnrýna flokkinn. Slíkt sé þó ekki endilega vísbending um að eitthvað sé að í flokknum.

Blindir í sex vikna kajakferð

Tveir blindir Íslendingar ætla í þúsund kílómetra kajakferð suður með vesturströnd Grænlands í sumar.

Ný ríkisstjórn í Ísrael

Unnið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael þar sem Ariel Sharon forsætisráðherra og stjórnarandstöðuleiðtoginn Símon Peres hafa tekið höndum saman. Með þessu gæti Sharon aflað nægs stuðnings við áætlanir sínar um að Ísraelsmenn fari frá landnemabyggðum á Gasa. <font size="2"></font>

Ástandið verður betra í Írak

Ástandið í Írak verður betra en í tíð Saddams Hússeins takist að byggja upp lýðræðisríki þar, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann gerir ekki athugasemdir við orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Hvíta húsinu í síðustu viku.

Besta vopnið gegn alnæmi

Skírlífi og virðing fyrir hjónabandinu er besta vopnið í baráttunni gegn alnæmi - ekki smokkurinn, sagði forseti Úganda á ráðstefnu um alnæmi í dag. Orð hans ollu undrun meðal ráðstefnugesta enda sýnir reynslan annað.

Hvernig varð til líf á jörðinni?

Kviknaði líf á jörðinni eða barst það hingað með halastjörnu? Þetta er meðal spurninga sem margir af virtustu vísindamönnum heims í stjörnulíffræði velta upp á ráðstefnu sem nú er haldin í Reykjavík. <font size="2"></font>

Kynna sér sjónarmið útvegsmanna

Sjávarútvegsráðherra þingar í dag með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna deilna íslenskra og norska stjórnvalda um fiskveiðiréttindi kringum Svalbarða.

Hækkun hjá Olís og Esso

Esso og Olís hækkuðu í gærdag verð á 95 oktana bensíni um tvær krónur á lítra en aðrir söluaðilar höfðu ekki hækkað sín verð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Ástæða hækkunarinnar eru verðhækkanir á olíu á heimsmarkaði.

Reynt var að þrífa blóð í íbúðinni

Reynt var að þrífa burt blóð í íbúð mannsins sem er í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs 33 ára gamallar konu frá Indónesíu. Konunnar er enn saknað en vísbendingar í íbúð og bíl mannsins benda til að voveiflegir atburðir hafi átt sér stað.

Helmingur ósáttur ef herinn færi

Rúmlega helmingur landsmanna yrði ósáttur ef herinn færi úr landi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður Vinstri grænna segir áróður stjórnvalda um nauðsyn landvarna hafa mistekist.

Höfða mætti mál á hendur ríkinu

Einstaklingur sem telur á sér brotið getur hugsanlega höfðað mál gegn íslenska ríkinu verði nýja fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi og þannig sneitt hjá þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara skal fram samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, að sögn Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns.

Ekki rætt að afturkalla frumvarpið

Halldór Ásgrímsson sagði það ekki hafa verið rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksisn hvort draga ætti fjölmiðlafrumvarpið til baka í kjölfar gagnrýni á málsmeðferðina innan flokksins. Halldór segir enn skiptar skoðanir innan flokksins. Hann er ósammála lagaprófessorum.

Þrír dæmdir til dauða

Í Karbala hafa þrír menn verið dæmdir til dauða. Þetta eru fyrstu dauðarefsingarnar sem írösk stjórnvöld hafa fellt yfir þegnum sínum frá því Bandaríkin og bandamenn þeirra létu af stjórninni í Írak í lok júní.

Vefsíður sem luma á óværu

Fyrir skömmu vöruðu sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis við nýrri óværu á Internetinu sem stolið getur aðgangsorðum og reikningsupplýsingum fólks sem notast við heimabanka í tölvum sínum. Notendur geta fengið óværuna í tölvur sínar úr sumum "pop-up" auglýsingum sem spretta upp frá síðum sem vafrað er inn á á Internetinu.

Google á Nasdaq

Leitarvélafyrirtækið Google hefur ákveðið að félagið verði skráð á Nasdaq-markaðinn að loknu frumútboði. Vangaveltur voru um að félagið yrði skráð á NYSE-markaðinn.

Trúlaus klerkur enn í vanda

Lene Espersen, kirkjumálaráðherra Danmerkur, hefur staðfest þá ákvörðun dönsku þjóðkirkjunnar að víkja prestinum Thorkild Grosböll úr embætti. Grosböll var rekinn úr embætti eftir að hann sagði Guð hafa afsalað sér völdum í hendur sonar síns og þar með mannkyns.

Banaslys við Varmá

Tvítugur maður lést þegar bíll hans valt við Varmá í Mosfellsbæ laust fyrir miðnætti í nótt. Maðurinn var einn í bílnum þegar slysið varð, tildrögin eru enn óljós en lögregla rannsakar málið. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og úrskurðaður látinn þegar þangað var komið.

Var ekki sleppt eins og talið var

Mannræningjar í Írak neituðu seint í gær að hafa sleppt filipseyskum gísl sínum og hótuðu enn á ný að afhöfða manninn yrðu friðargæsluliðar frá Filipseyjum ekki kallaðir heim innan sólarhrings. Í gær var talið að manninum hefði verið sleppt, þar sem forseti Filipseyja sagði umboð fimmtíu friðargæsluliða í Írak ekki verða framlengt, og þeir kæmu því heim á næstunni.

Eldur í áhaldahúsi

Eldur kom upp í áhaldahúsi hjá Selfossveitum, austast á Selfossi um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið Árborgar var kallað út og lauk slökkvistarfi um hálffjögur í nótt. Talsverðar skemmdir voru á húsinu en eldsupptök eru ókunn.

Fyrsta sprenging í fjóra mánuði

Kona fórst þegar sprengja á vegum palestínskra hryðjuverkamanna sprakk við strætisvagnastoppistöð í Tel Aviv í morgun. Yfir þrjátíu særðust í sprengingunni, sem al-Aksa herdeildin kveðst bera ábyrgð á.

Fyllyrðingar Blairs voru rangar

Fullyrðingar Tonys Blairs um hættuna af gjöreyðingarvopnum Íraka voru ekki einungis ýktar, heldur beinlínis rangar. Þetta er niðurstaða rannsóknar Butlers lávarðar. Blair er enn sagður íhuga afsögn.

Davíð stjórni með hótunum

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, stjórna með hótunum og að eftir höfðinu dansi limirnir. Ragnar var í morgunþætti Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni spurður álits á þeim ummælum Davíðs Oddssonar varðandi lögfræðiálit um að framlagning nýs fjölmiðlafrumvarps færi í bága við stjórnarskrá

Sýnir óvinsældir ríkisstjórnar

Vinstri grænir bæta mest við sig fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fara upp um rúm 5 prósentustig og mælast með 20,5 prósenta fylgi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, setur fyrirvara við punktmælingar eins og hann kallar skoðanakannanir af þessu tagi en segir að hún sýni umfram allt óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Halldór hlusti á flokksmenn sína

Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn.

Laxveiði fer vel af stað

Sumarið hefur farið vel af stað í flestum laxveiðiám landsins. Á Suðvesturlandi og Norðurlandi er veiði í nær öllum ám betri en á sama tíma í fyrra. Vatnsleysi er þó víða og hamlar það enn betri veiði.

Markaðstorg í Bolungarvík

Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun.

Blindir kajakræðarar til Grænlands

Tveir blindir kajakræðarar undirbúa leiðangur meðfram gervallri austurströnd Grænlands, sem þeir leggja í ásamt tveimur aðstoðarmönnum 29. júlí. Tilgangurinn er að sýna fram á að blindir og sjónskertir geti tekið virkan þátt í samfélaginu fái þeir tækifæri til þess.

Íslenskur olíuhreinsunarplógur

Fyrrverandi vélstjóri á olíuflutningaskipi hannaði olíuhreinsunarplóg í hjáverkum. Eftir að hann hætti að vinna hefur hann einbeitt sér að því að markaðssetja plóginn og hafa erlend fyrirtæki sýnt honum áhuga.

Baráttan gegn eyðni gengur of hægt

Baráttan gegn alnæmi gengur of hægt, ekki síst þar sem ráðamenn um víða veröld hafa ekki horfst í augu við vandann og tekið á honum. Þetta sagði Kofi Annan á ráðstefnu um vána í dag. Fjórtán þúsund smitast af HIV-veirunni daglega og fæstir fá nokkra aðhlynningu.

Hákarlaárás í Ástralíu

Tveir risavaxnir, hvítir hákarlar réðust í gær á þrítugan brimbrettakappa suður af borginni Perth í Ástralíu. Fimm metra langur hákarl réðst á Brad Smith þar sem hann var á bretti sínu, og annar þriggja metra langur hákarl svamlaði í kring.

3000 leita að vitsmunaverum

Þrjú þúsund Íslendingar taka daglega þátt í leit að vitsmunaverum á öðrum plánetum. Á þriðja hundrað erlendra vísindamanna mun sækja ráðstefnu um byggilega hnetti, sem hefst í Háskólabíói á morgun. Vísindamennirnir sem hingað koma eru frá mörgum þekktustu fræðasetrum heimsins.

Notkun geðlyfja tvöfaldast

Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming.

Ætla að hunsa úrskurð dómstólsins

Alþjóðadómstólnum í Haag er kennt um sprengjuárás í Tel Aviv í morgun. Ísraelar segja árásina sýna nauðsyn öryggismúrsins og ætla að hunsa úrskurð dómstólsins um að hann brjóti í bága við alþjóðalög.

Tveir bílar fjarlægðir

Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt.

Frumvarpið ekki afturkallað

Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að ekki hafi komið til tals að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið nýja sem er til umfjöllunar í nefndinni. Hann segir að unnið sé af fullum heilindum í málinu.

Bosnía grætur

Yfir tíu þúsund íbúar Bosníu komu saman í gær þegar lík 338 fórnarlamba ógnaratburðanna sem urðu í Srebrenica 1995 voru loks lögð til hinstu hvílu. Líkin fundust nýlega í fjöldagröfum sem enn þann dag í dag finnast í landinu en áætlað er að alls átta þúsund múslimar, bæði karlar og drengir, hafi verið teknir af lífi af hermönnum Serba.

Deiliskipulag endurskoðað

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut.

Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð hækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi sé miðað við þróun fasteignaverðs frá árinu 1990 að því er kemur fram í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni.

Óánægður með matinn

Franskur fangi sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð og mannát á árum áður notaði tækifærið nýlega til að bragða á öðrum fanga þegar verið var að dreifa hádegismat í fangelsinu.

Sýkingarhætta á sjúkrahúsum

Breska heilbrigðisráðuneytið hyggst senda eftirlitsfólk inn á spítala landsins á þriggja mánaða fresti til að gera úttekt á hreinlæti starfsfólks en á því hefur borið að sýkingar innan spítala hafi margfaldast síðustu árin.

Róttækar breytingar á vegamálum

Hægt er að minnka umferð á þjóðvegum Bretlands um helming með róttækum aðferðum sem breska samgönguráðuneytið er að skoða. Er um nokkurs konar vegatoll að ræða en þó ekki með því móti sem margir þekkja frá Evrópu þar sem ekið verður gegnum sérstök tollhlið. Bretarnir sýna því meiri áhuga að nota gervihnattatækni til að rukka breska ökumenn

Lestur á undanhaldi

Innan við helmingur átján ára og yngri í Bandaríkjunum lesa eða hafa lesið bókmenntir af einhverju tagi. Kemur þetta fram í könnun sem Hagstofa Bandaríkjanna stóð fyrir árið 2002.

Sjá næstu 50 fréttir